Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Pétur meó fjölskyldu sinni. Bálskotinn í Þýskalandi Eiginkona Péturs Björgvins heitir Regína Þorsteinsson. „Þegar við giftumst í Þýska- landi tökum vió upp fjölskyldunafnió Þor- steinsson samkvæmt þýskum nafnalögum. Annars hefðum við líka getað tekió okkur fjölskyldunafnið Metzger. Þá væri ég Pétur Metzger sem þýðir kjötkaupmaóur.“ En með hvaða hætti lágu leiðir íslendingsins og Þjóðverjans saman? „Einu sinni hringdi Alli bróðir í mig og bauó mér í brúðkaup til Þýskalands. Þá vissi ég ekki einu sinni að hann ætti kærustu. Ég fór ásamt foreldrum mínum ogjóa bróður til Þýskalands og þar í brúðkaupinu kynntist ég systur brúðar- innar og ákvað þá að taka mér frí frá öllu á Islandi og fara í starfskynningu til æsku- lýðsstarfs kirkjunnar í Suður-Þýskalandi í hálft ár.“ Akvörðun Péturs Björgvins var vitaskuld tekin í kjölfar funda hans og Regínu en ekki dugói að taka sér hálfs árs frí og fara til Þýskalands í þeim tilgangi einum aó vera nálægt stúlkunni sem fékk íslenska hjartað til að slá örar. „Ég ákvað að fara til Þýska- lands til aó kynnast æskulýósstarfínu þar. Ég var reyndar með þaó alveg á hreinu að ég þyrfti ekki að fara í neitt nám til að læra æskulýðsstarf. Ég kunni þetta frá A til Ö og var besti „kallinn" í æskulýðsstarfinu, það var alveg á hreinu. Ég ætlaði bara aóeins að kynna mér hvað hinir væru að gera og jafnvel að kenna þeim eitthvað. Og svo vildi ég auðvitað vera nær Regínu, til aó sjá hvort þetta væri einhver loftbóla eða hvað þetta væri.“ A þessu hálfa ári í Þýskalandi komst Pét- ur Björgvin að tvennu: Að hann felldi ástar- hug til Regínu og að hann hafði ekki „hundsvit" á æskulýðsstarfi, eins og hann sjálfur orðar það. í kjölfarið ákváóu Pétur og Regína aó gifta sig. „Ég sótti um nám í trúaruppeldisfræói í skóla sem kirkjan rekur í Suður Þýskalandi en trúaruppeldisfræóin veitir réttindi til að starfa sem æskulýðsfull- trúi hjá kirkjunni í S-Þýskalandi.“ í námi sínu lagói Pétur Björgvin m.a. áherslu á kristinfræðikennslu en henni er ólíkt háttað í Þýskalandi en á íslandi. Þar sjá trúfélögin sjálf um kristinfræðsluna en ekki skólarnir. „Þegar bekkurinn fer í kristinfræói þá fara kaþólsku krakkarnir til kaþólska kennarans, evangelísku krakkarnir til evangelíska kenn- arans o.s.frv. Krakkar utan trúfélaga fara í siðfræði á sama tíma og hinir í kristinfræði. Múslimar hafa ekki fengið inni í skólunum meó sína kennslu. Ekki vegna innihaldsins heldur vegna þeirra aóferðafræði sem þeir vilja nota við kennsluna og samrýmist ekki almennum lögum um skólahald." Pétur Björgvin nefnir þá kvöð múslima aó börnin klæðist ákveðnum hlutum við kennsluna sem dæmi um ágreining milli þeirra og skólayfirvalda. Gæói æskulýðsstarfsins Pétur nefndi hér aó ofan aó hann hefði m.a. komist að því í Þýskalandi hve Iftið hann vissi um æskulýðsstarf. En hvernig má það vera eftir öll þessi ár í æskulýðs- starfi? „í dag sé ég aó ég hef verið mikill ákafamaður í æskulýðsstarfinu og hef ætl- að aó breyta öllum heiminum einn, tveir og þrír. Ég horfði yfirleitt bara á fjöldann sem mætti og hvort þáð væri gaman eða ekki. Þegar ég kom til Þýskalands sá ég að menn horfðu á æskulýðsstarfið í stærra samhengi. Þeir sjá æskulýðsstarfið sem hluta af safnaóarstarfinu. Þeir tala um æskulýðsstarf sem menntun en þannig hafði ég ekki litið á það. Þeir setja sér markmið, mæla árangurinn og flokka æskulýðsstarfið í ólíka þætti. Þeir vanda einnig valið á starfsfólki í æskulýósstarfió, þ.e.a.s. þeir líta svo á að ef starfsmaður er vel menntaður, persónulega trúaður og leggur mikið upp úr innihaldi starfsins þá aukast gæði æskulýðsstarfsins. Aðalmark- mió starfsins er að hjálpa einstaklingnum að taka ákvörðun um sína trú.“ Mörg dæmi eru um fjölmennt æskulýðs- starf í Reykjavík og víðar og landinu. Tugir táninga mæta víða á fundi í guðshúsum og þátttökutölur yfir 50 sjást ósjaldan. Pétur Björgvin segir ástandið í Þýskalandi ólíkt því á íslandi hvað þetta áhrærir. „Þeir þekkja ekki þessar tölur. Þeir segja að ef Pétur vió matreióslustörf ásamt föóur sínum. æskulýóshópur fari yfir 20 þátttakendur sé um vandamál að ræóa og nauðsynlegt sé að skipta honum upp. Þeir leggja miklu meira upp úr persónulegum tengslum. Þeir spyrja sig li'ka hvernig aóferðafræði er not- uð í starfinu. Hvenær eru bænir kenndar, 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.