Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 19
Margréti, Benedikt, Bóas og Kristján Valur. aó sofa og spurði: „Manstu ekki örugglega eftir bænunum þínum?“ Þetta var áminn- ing sem skipti miklu og þær hafa ekki gleymst síðan bænirnar. Annars miðaðist trúaruppeldið við það sem tíðkaðist í sveit- inni: Signing, bænirnar á kvöldin og svo út- varpsmessurnar. Eitt árið þjónaði séra Birgir á Akureyri og þá var sunnudagaskóli þar sem vió fengum biblíumyndir. Eg var 10-11 ára og þetta hafói mikil áhrifá mig. Eg minnist þess einnig þegar ég var 1 2 ára að ég ég og elsti bróðir minn vorum að gera við túngirðinguna. Hann tók, aldrei þessu vant, útvarpió sitt með sér þennan dag. Þarna sátum við svo og hlustuðum á setningu prestastefnu og ræðu Sigurbjörns Einarssonar biskups. Hann fór m.a. með versió „Vaktu minn Jesús, vaktu í mér“ og þótti mér merkilegt að þessi maður, frá æðri víddum í mínum huga, skyldi kunna sama vers og ég. Þetta hafói djúp áhrif á mig þarna úti í náttúrunni. Fermingarárið var ég sendur til séra Sig- urðar Guðmundssonar á Grenjaðarstað, en hann hafði haldið skóla þar lengi. Heimilisaðstæður leyfóu ekki mikla skóla- göngu. Ég vann þar fyrir mér á morgnana í búskapnum, svo var kennt. Ég fýlgdist með starfi prestsins. Þegar jaróarfarir voru var boðið til erfidrykkju á prestssetrinu þar sem við bjuggum og var þá allt undirlagt. Hjá Sigurði kynntist ég fyrst þessu ágæta blaði Bjarma. Atti petta siiw pa'tt ípvíað pú ákvaðst að gerast prestur? Vissulega. Um haustið er ég var 14 ára, vor- um við unglingarnir að ræða hvað við ætl- uóum að verða. Þá gengur séra Sigurður þar hjá og heyrir mig segja að ég vilji verða læknir. Þá segir hann: „Þú verður ekki lækn- ir, þú verður prestur.“ Þetta lét mig ekki í friði upp frá því. Þetta var í mínum huga ein mesta viðurkenning sem ég gat fengið. Ég fór svo í skóla, fyrst á Laugum í Réykjadal og svo í Menntaskólann á Laugarvatni. Ein- ar Sigurbjörnsson kom og kynnti guðfræði- deild Hl í námskynningu. Hann hefur talað um mjög góóan árangur af þessari kynn- ingu, því 50% þeirra sem töluðu við hann enduðu í deildinni. Ég var sem sagt annar þeirra. Hér leið mér vel. Kennararnir voru hver með sínu sniði, en ólíkir er þeir komu saman svo upp úrgat soðið. Ég kynntist því sem fulltrúi nemenda á deildarfundum. Hér tók ég sérnám hjá Dr. Róbert Abraham Ottósyni. Hann dó áóur en því var lokið. Það varð ein meginátæðan til að stefnan var fljótt tekin á frekara nám. Síðan lá leiðin beint íprestsskap? Já, og segja má að það hafi líka legið á. Ég útskrifaðist á laugardegi kl. 18 með próf- predikun og síðan var ég vígóur á sunnu- dagsmorgni kl. 11, þann 29. september 1974. Ég hlýt að eiga met í því að vera svo Eftir prjú ár á Raufárhöfn - hvert lá leiðin pá? Þá héldum við til Þýskalands. Alls vorum vió þar í átta ár. Námið við Háskólann í Heidelberg í praktískri guðfræði var afskap- lega lærdómsríkt. Þetta þróaðist svo í dokt- orsritgerð sem ég hef lokió en á reyndar eft- ir að verja. Astæðan er mikil próf úr öllum greinum guðfræðinnar sem ég þarf að taka í því sambandi. Kennararnir voru góðir og nálgun guðfræðinnar veróur önnur þegar maður er búinn aó vera prestur um tíma. Kennararnir voru með prédikunarskyldu og við fórum aó hlusta á þá. Þarna var mjög gott kirkjusamfélag. A miðvikudagsmorgn- um var guðsþjónusta og morgunmatur í kirkjunni. Það líkaði mér alltaf vel og tek þátt í svipaðri tilraun nú í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgnum kl. 8. ... er ég var 14 ára, vorum vió unglingarnir aö ræða hvaö viö ætluðum aö veröa. Þá gengur séra Siguróur þar hjá og heyrir mig segja aö ég vilji veróa læknir. Þá segir hann: „Þú veröur ekki lækn- ir, þú verður prestur.“ stuttan tíma kandídat. Sigurbjörn biskup vildi ekki að Auður Eir vígðist ein svo viðjón Þorsteinsson vorum vígðir þarna með henni. Síðan lá leiðin beint til Raufarhafn- ar. Þar hafði verið prestslaust í sex ár. Allir voru svo fegnir, þakklátir fyrir allt og þolin- móóir við unga prestinn. Þarna reyndist það satt að „kirkjan er oss kristnum móó- ir.“ Ibúar staðarins voru nærri 600 talsins, um 120 nemendur f skólanum og því sam- félagið frekar ungt. 90 börn tóku þátt í barnastarfinu. Nú kom sérvel að hafa unn- ið í sumarbúðunum við Vestmannsvatn og starfað í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á náms- árunum, en þar naut ég góðrar leiðsagnar Stínu Gísladóttur og lærði mikið af henni. Ég þjónaði einnig lengst af Sauðanesi vegna veikinda prestsins þar. Ekki var mikið um aóra presta f nágrenninu, 86 km í aðra átt- ina, 1 20 km í hina. En það var gott aó vera ungurog byrjandi á Raufarhöfn. Kona mín, Margrét, var að klára skólann og kom um vorið. Við höfðum gift okkur árið 1971 en við kynntumst í Þingeyingakórnum. Við sungum okkur eiginlega saman. Þarna var líka gott fræðasamfélag. Ég komst í samband við evangelíska reglu, Mikjálsbræður, sem átti rætursínarað rekja til áranna kringum 1930 er séó var að hverju stefndi með Hitler og kristindóminn. Þetta eru karlmenn úr öllum stéttum sem koma saman á grundvelli trúrækninnar og bænar- innar. Akveðin bænavakt var í gangi. Reglan á gamalt klaustur þar sem öll umgjöró er mjög skemmtileg. Þar er komið saman reglulega og mikió bænahald vióhaft. Þetta voru nokkur hundruð karla, og var beóið fyrir einum og hverjum eftir ákveðinni reglu. Gott var að vita af þvf. Þetta var mér geysi- lega þýðingarmikið eftir að ég kom heim aftur og var prestur á Isafirði. Þá var náminu lokið? Já, i' bili. Við vorum þar til ársins 1986, þá sótti ég um á Grenjaðarstað þó svo Húsa- vík væri einnig laust og stærra prestakall. En augljóst var að kona mín myndi sækja vinnu á Akureyri og þá var það einfaldara. Arið 1992 tók ég við skólanum í Skálholti, hann var þá á tímamótum og ýmsu þurfti 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.