Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 22
Upphaf sunnudaga- skólastarfs KFUM á Islandi Jón Helgason prestaskóla- kennari hóf fyrstur manna sunnudagaskólastarf á Is- landi árið 1892. Hann varð síðar fyrsti formaður KFUM í Reykjavík og um langt skeið biskup íslands. Hér er hann á efri árum ásamt séra Frióriki Friórikssyni stofnanda KFUM. Þórarinn Björnsson Hinn 8. mars síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því aó Knud Zimsen, stjórn- armaóur í KFUM og síðar borgarstjóri, hóf að standa fyrir barnaguósþjónustum í nafni KFUM. Upphaf sunnudagaskóla KFUM hefur að jafnaði verið rakið til þeirra tímamóta, enda veitti Knud Zimsen starf- inu áfram forstöóu í tæp 35 ár. En starfið átti sér athyglisverðan aðdraganda og í þessari grein leitast Þórarinn Björnsson guófræðingur við að varpa skýrara Ijósi á upphaf þess og þróun fýrstu árin. Upphaf sunnudagaskólastarfs í Reykjavík Ekki verður betur séð en að kristilegir sunnu- dagaskólar í líkingu við þá sem hófust í Englandi um 1780, og Vestur-lslendingar byrjuóu fýrstir íslendinga að standa fýrir árið 1884, hafi fýrst komist á hér á landi eft- ir 1890. Þar eð heimilisguðrækni og kverkennsla var hér lengst af í föstum skorð- um, og kristinfræói sjálfgefin námsgrein í skólum landsins, sáu kirkjunnar menn á Is- landi ekki eins brýna þörf á sunnudaga- skólastarfi og landar þeirra vestra sem urðu að skipuleggja allt sitt skólahald og skírnar- fræðslu frá grunni. En meó auknu þéttbýli og nýjum trúarstraumum í lok aldarinnar, samhliða vaxandi andkirkjulegum áróðri og þverrandi heimilisguðrækni, fékk málefni sunnudagaskólanna smám saman nýjan og betri hljómgrunn meðal áhrifamanna ís- lenskrar kristni. Um og eftir 1890 voru farn- ar að heyrast raddir hérlendis sem kváðu tímabært að koma slíku starfi á fót en sá sem reið á vaóið var nýútskrifaður guðfræó- ingur frá Kaupmannahafnarháskóla, Jón Helgason að nafni, síóar fýrsti formaður KFUM í Reykjavík og biskup Islands í rúma tvo áratugi. Sunnudagaskóla Jóns Helgasonar í Reykjavík viróist hafa verið ýtt úr vör í októ- 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.