Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.2003, Side 23

Bjarmi - 01.04.2003, Side 23
ber 1892 og fór hann strax vel afstaá. Fékk Jón nokkra guófræðinema og kandídata sér til aðstoðar en sótti fýrirmyndina að starf- inu einkum til Danmerkur fyrir milligöngu Haraldar Níelssonar vinar síns. Fræðslan fór að hluta til fram í aldursskiptum hóp- um í leikfimihúsi barnaskólans en til að byrja með fengu einungis nemendur skól- ans aó taka þátt. Var það gert til aó forðast of mikil þrengsli en að sögn Jóns sóttu að jafnaði nálægt 140 börn sunnudagaskól- ann um haustið, þar af voru stúlkur ívið fleiri en drengir. A vorönninni virðist að- sóknin hafa dvínaó lítillega og var þá utan- skólabörnum einnig leyft að taka þátt í starfinu. Næsta vetur kom það í hlut guðfræðings- ins Bjarna Símonarsonar, síðar prests á Brjánslæk, að veita sunnudagaskólanum forstöóu en eftir þaó var formi starfsins breytt úr hefðbundnum sunnudagaskóla í einfaldari barnaguðsþjónustu þar sem samræóum í smærri hópum var sleppt. Ef- laust hafa óhentugir bekkir og þröngt hús- næói haft þar sitt að segja. Hvað upp- fræðsluna varóaói var því látið duga að flytja prédikun við hæfi barnanna. Hélt starfið áfram með líku sniói næstu árin, meðal annars í húsi Góðtemplara (Gúttó), og komst þátttakan veturinn 1896 til 1897 í um 300 börn þegar mest var en var að jafnaði nálægt 200 börn. Enn barst barnastarfinu kröftugur liðs- auki frá Kaupmannahöfn haustió 1897 þegar Friðrik Friðriksson steig á land í Reykjavík og gekk til liós það. Getur séra Friðrik þess í ævisögu sinni að barnaguðs- þjónusturnar hafi þann vetur verið „afar fjölsóttar, bæði af börnum og full- or[ð]num“.i Færðist ábyrgðin á barnastarf- inu í Reykjavík nú smám saman yfir á herð- ar Frióriks Friðrikssonar og virðist hann til d.æmis hafa haft frumkvæði að því að hefja hliðstætt starf á Seltjarnarnesi í ársbyrjun 1899. Og sé litið til landsbyggðarinnar þá voru að minnsta kosti fáeinir prestar á Norðurlandi, Vestfjörðum og í Dalasýslu farnir að gera tilraunir með barnaguðs- þjónustur á síðustu árum nítjándu aldar. Smádrengjadeild og barnaguós- þjónustur á vegum Kristilegs unglingafélags I ársbyrjun 1899 stofnaði Friðrik Frióriks- son KFUM. Fyrstu þrjú árin var félagið þó jafnan nefnt Kristilegt unglingafélag því að- aldeild var ekki stofnuð innan þess fyrr en á afmæli félagsins 2. janúar 1902. Fundir voru til að byrja með haldnir síódegis á sunnudögum í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg fyrir pilta á aldrinum 14-17 ára. En þegar vetri sleppti og barnaguðsþjón- ustur lögðust af stofnaði Friðrik á hvíta- sunnudag sérstaka „smádrengjadeild" á vegum Kristilegs unglingafélags fyrir 10-12 ára drengi. Fundaði deildin fyrst framan af á sunnudagsmorgnum og óx hratt þar til stærstur hluti drengja á þessum aldri í bæn- um var skráður þar til leiks. Skipulagði Frið- rik alls konar útileiki með drengjunum, meðal annars heræfingar og hermannaleiki sem Friðrik stjórnaði með flöggum og leyni- merkjum ofan af „Mont Blank“, en svo var hóll einn er hæst bar vió Grímsstaðaholtió gjarnan nefndur. Oft voru nærri tvö hund- ruð drengir í þessum leikjum og skipti Frið- rik þeim þá í herdeildir og valdi liðsforingja til að fara fýrir hverju liði. Þegar haustaói hætti starfsemi smá- drengjadeildarinnar en barnaguðsþjónust- ur hófust á ný, bæði í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. Má Ijóst vera aó Friórik Frið- riksson var þá kominn í forystu þeirra sem önnuóust undirbúning og skipulagningu þeirra enda voru þær felldar beint undir starfsemi Kristilegs unglingafélags og aug- lýstar í mánaðarblaði félagsins. Nokkrir guðfræðingar og nemar aðstoðuðu Friðrik við barnaguðsþjónusturnar sem fóru fýrst fram í Gúttó en fluttust síðan yfir í leikfimi- hús barnaskólans. Sumarið 1900 starfaði smádrengjadeild- in með líkum hætti og áður. Að öllu jöfnu áttu barnaguðsþjónusturnar svo að taka við um haustið en þá kom upp skæð skar- latssótt í Reykjavík sem leiddi til þess aó öll fundahöld í leikfimihúsinu voru bönnuð. Einnig missti Friðrik úr bænum ýmsa þá sem aðstoðað höfðu við starfið. Þar með var grundvellinum fýrir barnaguðsþjónust- um Kristilegs unglingafélags kippt burt í bráð. Lágu þær alfarió niðri þar til nokkru eftir að félagió hafði fest kaup á Melsteðs- húsi við Lækjartorg í þágu starfsins. Þurfti fýrst aó gera ýmsar lagfæringar á húsinu en í byrjun mars 1903 hafði Knud Zimsen, verkfræðingi í stjórn KFUM, tekist að um- breyta fýrrum fjósi og hlöðu vió Melsteðs- hús í vistlegan samkomusal sem rúmað gat yfir 200 manns í sæti. Endanleg ákvörðun um að hefja á ný barnaguðsþjónustur á vegum KFUM í Reykjavík var tekin á stjórnarfundi félagsins fjórum dögum eftir vígslu hins nýja sam- komusalar. Þar var jafnframt bundið fast- mælum að Knud Zimsen skyldi veita starf- inu forstöðu en hann hafði um tíma verið forstöóumaður við sunnudagaskóla Nasar- etkirkjunnar í Kaupmannahöfn á námsár- um sínum þar. Upphaf starfsins var síðan auglýst í blaðinu Isafold og tekið fram að öll börn eldri en átta ára væru velkomin.ii í ársbyrjun 1903 sá Knud Zimsen um aó breyta fyrrum fjósi og hlöðu vió Mel- steóshús í vistlegan samkomusal í þágu KFUM. Hann hafói einnig forgöngu um aó hefja á ný barnaguósþjónustur í nafni KFUM hinn 8. mars þaó ár og hefur Sunnudagaskóli KFUM rakió upphaf sitt til þeirra tímamóta. Á myndinni sjást þeir Friórik Friðriksson og Sigvaldi Stefánsson (Kaldalóns) í salnum í Melsteós- húsi. Sigvaldi annaóist oft undirspil á fundum um þetta leyti og varó síóar lands- þekkt tónskáld. 23

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.