Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 25
Árió 1 907 fluttu barnaguðsþjónustur KFUM yfir í nýtt félagshús við Amtmanns- stíg 2B en breyttust síðan árið 1910 í hefóbundinn sunnudagaskóla þar sem fræóslan fór að hluta til fram í minni hópum eftir aldri og búsetu. Myndin er tek- in í sunnudagaskóla KFUM vió Amtmannsstíg árió 1957 en skólinn starfaói þar allt til ársins 1978. Síóustu áratugina veitti Ástráóur Sigursteindórsson skólanum forstöóu en hann er þrióji starfsmaóurinn frá vinstri á myndinni. Víóa má einnig sjá börn halda á Ijósgeislamyndum sem þau hafa nýlega fengið. voru barnaguósþjónustur félagsins ekki sér- lega vel sóttar veturinn áður. Næsta vetur lágu þær hins vegar alfarið niðri á meðan framkvæmdir við nýtt félagshús við Amt- mannsstíg 2 B stóóu yfir. I marsmánuði 1907 var hið nýja félags- hús KFUM tekið formlega í notkun. Barna- guðsþjónustur félagsins hófust þó ekki aft- ur fyrr en í lok ársins og hélt Knud Zimsen þar áfram um stjórnartaumana. Fékk hann brátt til liós við sig mikið einvalalið karla og kvenna en því miður eru heimildir fátækleg- ar um starf félagsins fyrstu mánuðina á Amtmannsstígnum. Trúlega hafa barna- guðsþjónusturnar þó farið fremur rólega af stað og verið með svipuðu sniði og í Mel- steðshúsi. Næsta vetur lifnaði hins vegar smám saman yfir barnastarfinu sem fór fram á sunnudagsmorgnum klukkan tíu ár- degis og varði fram í júní. Þaó var einkum ætlað skólabörnum á aldrinum 8-14 ára en talsvert kom einnig afyngri börnum. Enn hélt starfið áfram með svipuðu sniði næsta vetur en í byrjun nóvember 1910 var barnaguðsþjónustunum loks breytt í hópa- skiptan sunnudagaskóla til frambúðar. Haustið 1912 voru kennarar skólans orðn- ir 17 talsins og álíka margir af báðum kynj- um. Fór þeim áfram fjölgandi næstu árin líkt og börnunum sem sóttu starfið. Virðist þátttaka þeirra hafa náð sögulegu hámarki veturinn 1916 til 1917 þegar þess voru dæmi að fast að 800 börn sóttu sunnu- dagaskólann í einu. Var þá komið út fyrir mörk þess sem hús félagsins rúmaði þótt allar vistarverur væru nýttar samtímis enda gerðist það aó minnsta kosti einu sinni um veturinn að tveir hópar urðu að hafast við úti í porti og fá sína fræðslu þar. Kom sér þá vel hversu vel viðraði þann daginn! Táknmál og textafundir, Ljósgeislar, límonaði og fleira gott Grunnurinn aó þessum mikla vexti og við- gangi sunnudagaskólans fólst trúlega að verulegu leyti í þeirri hópaskiptingu sem upp var tekin haustió 1910 en þó ekki síð- ur í þeim mikla mannauði sem að skólan- um kom. Þaó þurfti bæði gott skipulag og samhent starfsfólk til að halda utan um markvissa fræðslu og skemmtun þar sem mörg hundruð börn á ýmsum aldri voru saman komin í miklum húsnæðisþrengsl- um. I hverri viku voru því haldnir sérstakir textafundir þar sem starfsfólk skólans fór yfir texta næsta sunnudags, ræddi málefni starfsins vítt og breitt og lagói þaó fram fýr- ir Guð í bæn. Fundir þessir voru vel sóttir og styrktu samfélag þeirra sem að skólanum komu. Einnig gerði starfsfólkið sér af og til dagamun meó ýmsum hætti, fór í ferðalög saman, hélt kaffisamsæti og skipulagði ár- lega aðalfundi á gamansömum nótum. Aðkoma séra Friðriks að sunnudaga- skólanum hafði nokkra sérstöóu. I fyrstu tók hann að sér að kenna ungviðinu sem var undir skólaaldri en fór svo brátt að taka heyrnarlaus börn sem komu í skólann upp á arma sína. Hafði hann lært táknmál og nýtti sér það í kennslunni. En við burt- för hans til Vesturheims 1913 lagðist þessi táknmálskennsla af og hættu mállaus börn þá að mestu að sækja sunnudaga- skólann. Sigurbjörn A. Gíslason annaðist sömu- leiðis ýmsa sértæka þjónustu í þágu barna- starfsins. Hann sá til dæmis um að útvega litlar litprentaðar biblíumyndir frá Vestur- heimi sem nefndarvoru Ljósgeislar og voru með íslenskum skýringartexta á bakhlið- inni. Hafði hann einkarétt á sölu mynd- anna lengi vel en þær nutu mikilla vinsælda hér á landi í kirkjulegu barnastarfi lengst af aldarinnar. Einnig kann Sigurbjörn að hafa átt þátt í því að árið 1909 fengu íslensk sunnudagaskólabörn í fyrsta sinn sérstaka Jólakveðju frá dönskum sunnudagaskóla- börnum að gjöf. Var kveójan í formi mynd- skreytts jólablaðs sem í nálægt þrjá áratugi var dreift ókeypis í um og yfir 10.000 ein- tökum til íslenskra barna á skólaaldri vítt og breitt um landió. Aó lokum er vert að geta þess aó vorið 1915 tók starfsfólk sunnudagaskólans upp þann sið að frumkvæði Sigurbjörns Þorkels- sonar kaupmanns að greiða sérstakt mán- aðargjald í þágu skólans. Voru þessar tekj- urmeðal annars nýttar til að útvega jólatré, stjörnuljós, bókaverðlaun, biblíumyndir, söngbækur og sitthvað fleira í þágu starfs- ins. Jafnvel safaríkir ávextir, gómsætar kök- ur, brjóstsykur og límonaði var keypt fyrir fé úr sjóði þessum til að gleðja börnin á hátíð- arstundum og í sumarbyrjun var gjarnan efnt til gönguferóar eða skemmtunar úti við. Starfsfólk skólans var því í senn örlátt á tíma sinn og fé en uppskar ómældar ánægjustundir í staðinn. i Starfsárin I 1933, 13. Samkvæmt Friðriki skiptust menn á að hafa hugleióingar ogvoru með skrifaðar ræður. ii ísafold 1903, 43. iii Starfsárin I 1933, 240. iv Bjarnijónsson 1906, 14-15. „Bs“ vísartil barnasálmabókar Jóns Helgasonar frá 1901: Sálmar og andleg Ijóð til notkunar í barna- skólum og vió barnaguðsþjónustur. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.