Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 30
Kærleiksverk sem breytti öllu Frásögu þessari var dreift í tölvupósti fyrir um þremur árum síóan. Meó henni fylgdi hvatning um aö senda hana áfram ef fólki fannst hún tala til sín. Hér er hún nú áframsend til lesenda Bjarma. Nafn höfundar, sem er bandarískur, fylgdi ekki með. Þegar ég var nýbyrjaóur í 9. bekk sá ég strák í bekknum mínum sem var að leggja af stað heim úr skólanum. Hann hét Kyle, við vorum báðir í bandarískum miðskóla. Mér sýndist hann burðast með allar skólabækurnar - og ég spurói sjálfan mig: „Hvers vegna í ósköpunum er nokkur maóur að burðast meó allar bækurnar heim fyrir helgina?" en þetta var á föstudegi. Hann hlýtur aö vera algjör kúristi. Sjálfur ætlaði ég að slappa af um helgina, fara í teiti og í fótbolta með vinum mínum eftir hádegi daginn eftir. Eg hristi axlirnar og hélt áfram. En rétt á eftir sá ég hóp krakka hlaupa á á eftir stráknum og til hans. Þau rifu all- ar bækurnar úr höndum hans og ýtu við haonum svo hann lenti í drullunni. Gleraugun flugu út í loftið og ég sjá þau lenda í grasinu nokkra metra frá honum. Hann horfói upp og ég sá hryggðina skína úr augum hans. Eg fann til í hjarta mér. Ég hljóp því yfir til hans þar sem hann skreið um og var að leita aó gleraugunum sínum. Ég sá aó hann var meó tárin í augunum. Þegar ég lét hann fá gleraugun sagði ég: „Þessir krakkar eru algjörir aumingjar. Þeim veitti ekki af ráðningu." Hann horfói á mig og sagði: „Þakka þér fyrir!“ Breitt bros lék um andlitið, bros sem endurspeglaði ómælt þakklæti. Ég hjálpaði honum að safna saman bók- unum og spurði hvar hann ætti heima. Þaó kom í Ijós aó að hann átti heima stutt frá mér svo ég spurói hann hvers vegna vió hefðum ekki hist áður. Hann sagðist hafa gengið í einkaskóla þartil nú. Ég haföi aldrei hitt neinn slíkan áóur og vió héldum áfram, töluð- um á leióinni og ég hjálpaói honum að bera hluta af bók- unum. Mér fannst hann mjög skemmtilegur og spurði hann hvort hann langaði ekki aó spila fótbolta meó mér og vinum mínum. Hann játaói því. Vió vorum saman alla helgina og því betur sem ég kynntist Kyle þeim mun betur líkaði mér við hann og þaó sama fannst vinum mínum. Á mánudagsmorgni mætti Kyle með staflann af bókun- um sínum. Ég sagði vió hann: „Heyrðu mig, ertu að reyna að byggja upp vöðvana með því að burðast með þennan stafla á hverjum degi?“. Hann hló bara og lét mig fá helm- inginn af bókunum. Næstu fjögur ár urðum við bestu mát- ar og vinir. Þegar leið aö lokum skólans fórum við aó hugsa um háskólanám. Vió höfðum hvor sinn skólann í huga, annar færi suður á bóginn og hinn norður. En ég vissi aó við yrðum alltaf vinir. Fjarlægðin myndi ekki veróa vandamál. Hann ætlaói aó veróa læknir en ég viðskipta- fræóingur. Kyle átti aó halda skilnaðarræðu bekkjarins vió útskrift- ina. Ég var sífellt að stríða honum með því að vera kúristi. Þess vegna var hann fenginn til aó tala og varó að undir- búa ræóuna og sjálfur var ég ósköp feginn að ég skyldi sleppa. Loks kom útskriftardagurinn. Kyle leit vel út. Hann hafði fundió sjálfan sig og var öruggur með sig. Gleraug- un fóru honum vel. Stelpurnar höfóu miklu meiri áhuga á að fara út með honum en mér og ég var ekki alveg laus vió öfund. Þaó átti einnig við þennan dag. Ég sá að hann var stressaóur fyrir ræóuna svo ég klappaói honum á bakið og sagði: „Heyrðu, þú mikli maóur, þetta veróur frábært!" Hann horfói á mig með þessum sérstaka svip sem enn og aftur Ijómaói af gleói og þakklæti og sagði: „Þakka þér fyrir.“ Þegar hann byrjaði ræðuna ræksti hann sig og sagðir: „Útskrift er tíminn til að þakka þeim sem hafa hjálpaó þér og komast þetta langt. Foreldrum þínum, kennurum, systkinum, kannski þjálfaranum, - en umfram allt vinum þínum. Ég er hingað kominn til að segja þér að besta gjöf sem þú getur gefið öórum er að vera þeim vinur. Ég ætla aó segja ykkur sögu.“ Ég horfói á vin minn í vantrú þegar hann sagði frá deg- inum þegar við hittumst fyrst helgina sem við kynntumst. Hann hafði ákveðið aó svipta sig lífi. Hann sagði frá því hvernig hann tæmdi skápinn í skólanum svo mamma hans þyrfti ekki aó gera það seinna - þess vegna lagói hann af stað heim meó allan bókastaflann. Hann horfói á mig og brosti. „Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn kom og bjargaði mér frá þessari ógæfu.“ Ég heyrói undrunarandvörp fara um hópinn, þeg- ar þessi fallegi og vinsæli strákur sagði frá erfiðustu augna- blikum lífs síns. Ég leit á foreldra hans og þau horfóu til mín og brostu sama þakklætisbrosinu. Fram aó þessu hafói ég ekki haft hugmynd um hvaó hafði verió í húfi. Þetta varð mér áminning um aó við meg- um aldrei vanmeta gildi verka okkar. Meó litlu viðviki get- um við breytt Iífí annarra til hins betra eöa verra. Guð gef- ur okkur öllum tækifæri til að hafa áhrif á aóra á einn eða annan hátt. Leitaðu að Guði í öórum. Vinir eru englar sem reisa okkur við þegar við eigum erfitt með að muna sjálf hvernig við eigum aó fljúga. 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.