Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 31
Ból< í tilefni af sjötugsafmæli sr. Kristjáns Búasonar Stjórn Guðfræðistofnunar hefur ákveðið að helga næstu bók í ritröð stofnunarinnar séra Kristjáni Búasyni sem varð sjötugur í haust. Hann hefur kennt i áratugi við guðfræðideild Háskólans, tekið mikinn þátt í starfi KFUM og KFUK, var um tíma prestur á Ólafsfirði og hefur víða komið við í kirkjulegu starfi. Bókin kemur út nú í vor eða sumar og í henni verða greinar eftir vini og sam- starfsmenn Krist- jáns. Má þar nefna grein Einars Sigur- björnssonar pró- fessors um 43. Passíusálminn, grein Gunnlaugs A. Jónssonar prófess- ors um 46. Davíðssálm, grein Hjalta Hugasonar pró- fessors um Guðmund góða, grein Dr. Sigurjóns Arna Eyjólfssonar um fyrsta boðorðið í túlkun Marteins Lúthers, grein Þórarins Björnssonar um þátttöku Krist- jáns í starfi KFUM og KFUK og greinar eftir Dr. Clarence Glad og sr. Sigurð Pálsson. Enn er tækifæri til að skrá sig á heillaóskaskrá bókar- innar ef brugðist er skjótt við. Bókin mun kosta 2.500 kr. og má hafa samband við Skálholtsútgáfuna í síma 552 1090. Vió hvetjum vini, kunningja, samstarfsfólk og fyrrum nemendur séra Kristjáns að nýta sér tækifær- ið og heiðra hann meó þessum hætti. Liljuljóó og áttræó Lilja Lilja Sólveig Kristjánsdóttir er sú kvenna sem samið hef- urflesta sálma í sálmabók þjóðkirkjunnar, m.a. Stjörn- ur og sól og Við kveikjum einu kerti á. Lilja verður átt- ræð 11. maí 2003. Skálholtsútgáfan mun í samvinnu við vini og ættfólk Lilju, gefa út safnrit henni til heióurs. í því verður úrval Ijóóa, sálma og sálmaþýðinga henn- ar. Aó auki veróa greinar um Lilju og kveðskap hennar eftir Jón Helga Þórarinsson, Rúnu Gísladóttur og Sig- urð Arna Þórðarson, sem ritstýrir bókinni. Utgáfan er heióursútgáfa og afmælisgjöf til Lilju. Bókin mun kosta kr. 3400 og koma út fýrir 11. maí. Þann dag kl. 16 mun Schola Cantorum, undir stjórn Haróar Askelssonar, halda tónleika til heiðurs Lilju í Hallgrímskirkju. Kórinn mun syngja Liljusálma. Tónleikarnir veróa öllum opnir sem vilja heióra afmælisbarnið. Skálholtsútgáfan mun sjá um dreifingu bókarinnar, en þau sem hafa skráð sig á heillaóskaskrá geta vitjað síns eintaks í Hallgríms- kirkju 11. maí. Líf á nýjum nótum endurútgefin Bók Nicky Gumbel, forsvarsmanns Alfa-námskeiðanna, Líf á nýjum nótum er nú kominn út á nýjan leik eftir aó fyrsta útgáfa var uppseld. Bókin hefur aó geyma skýr- ingar vió bréf Páls postula til Filippímanna. Hún hefur verió notuð sem kennslubók á framhaldsnámskeióum Alfa. Bókin fæst á skrifstofu SÍK, KFUM og KFUK við Holtaveg og í Kirkjuhúsinu við Laugaveg. Gott úrval erlendra bóka Á skrifstofu SÍK, KFUM og KFUK við Holtaveg er til sölu gott úrval kristilegra bóka, nálægt 200 titlar, á ensku og einnig nokkrar á noróurlandamálum. Eru bækurnar mjög fjölbreytilegar, sumar eru skáldsögur eða frásög- ur, aðrar uppbyggilegar og enn aðrar fræðileg umfjöll- un um kristna trú og önnur trúarbrögð. Skrifstofan er nú opin kl. 8-16 frá mánudegi til föstudags.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.