Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 Staða kirkju og kristni í írak Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um sögu og stöðu kristninnar og helstu kirkjudeildir i írak og veltir fyrir sér hver framtíöin sé. g Fjölskyldusvipur Margrét Jóhannesdóttir fjallar um andlegan fjölskyldusvip i hugleiðingu sem hún hefur skrifaö fyrir blaðiö. jQ Konur eru verkfæri sem Guú nær að nota á sérstakan hátt Agnes Eiriksdóttir ræðir viö Eddu Matthíasdóttur Swan um trú hennar og þjónustu í Guös ríki, bæöi Lútherska hjónahelgi og umfangsmikiö starf hen- nar fyrir Aglow. j Q Annað boðorðið Sr. Ólafur Jóhannsson heldur áfram umfjöllun sinni um boöoröin. Einnig er svaraö meö orðum dr. Einars Sigur- björnssonar prófessors spurningunni hvers vegna til séu tvær myndir boöorö- anna og þar af leiöandi mismunandi númeraröö eftir kirkjudeildum. j 8 „Þrátt fyrir sjúkddma og ertiðleika finn ég alltaf nærveru Guðs." Kristin Bjarnadóttir hitti Lilju Sólveigu Kristjánsdóttur fyrir skömmu og ræddi viö hana í tilefni 80 ára afmælis, útgáfu Ijóöabókar og göngu hennar meö Guöi. 22 Hvað er þa maðurinn? Haraldur Jóhannsson læknir leitar svara viö spurningunni i grein þar sem hann fjallar um kristinn mannskilning. 25 Klámið er hluti af hinni vestrænu fréunarmenningu Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar pistil þar sem hún setur klámiö í samhengi viö hugsunarhátt og gildismat Vesturlanda. 2Q „Ég reyni að hjálpa félkl að hjálpa sér sjálft." Ragnar Snær Karlsson var meö Teo van der Weele i nokkra daga og spuröi hann spurninga um lif hans og hvers vegna hann hefur helgað sig þjónustu viö þolendur kynferöislegs og annars ofbeldis. 29 Kynferðisleg misnotkun í kristilegu æskulýðsstarfi Ragnar Gunnarsson ræðir máliö. 3Q Þegar sorgin fyllir hjartað Grein Elísabetar Haraldsdóttur um sorgina sem sækir á viö mismunandi aöstæður lifsins. Er eitthvað aö gera og hvaö þá? 32 Karlaráðstefnan Menn með markmiö Ágúst Valgarö Ólafsson sendi okkur fréttir og myndir af ráöstefnunni. 33 Dansað á tásunum - um trú og jiunglyndi Þunglyndi sækir á kristiö fólk sem og annaö fólk. Hvaö er til ráöa ef viö viljum nálgast fólk og hjálpa þeim sem glima viö þunglyndi? Ólöf I. Daviðsdóttir fjallar um málið út frá sjónarhóli þeirra sem þjást eöa hafa þjáöst af þunglyndi. 30 Sálmur 23 Kristján Einar Einarsson Ijósmyndari hefur myndskreytt sálm 23 meö fallegum Ijósmyndum. 30 Kjalti Gunnlaugsson Hrönn Svansdóttir kynnir Hjalta fyrir lesendum Bjarma og fjallar sérstaklega um síðasta hljómdisk hans sem út kom fyrir síöustu jól. Auk þess: Fréttamolar, sálmar og fleira. Stríðsrekstur og kristniboð Stríöiö I Irak er aö mestu aö baki, framtíöin óljós og spurningar margar. Fyrir stríðið mótmæltu margar kirkjur og kristiö fólk um víöa veröld. Hluti þeirra mótmæla átti sér rætur hjá hinum krist- nu I Irak. Þau voru ekki svo viss um aö framtíðin yröi nokkuð betri. Mótmælin gáfu þau skilaboö aö hér væri ekki kirk- jan aö stríöa við islam heldur Bush að berjast við Saddam. Kristið fólk í Miö- Austurlöndum fann að vegna þessa var þaö ekki litið eins illum augum og heföi getaö oröiö. í kjölfar striösins blasti við eymd og neyð. Víðtækt hjálpar- og uppbygging- arstarf er hafiö i írak. Þar í hópi eru margar kristilegar hjálparstofnanir og kristniboðsfélög. Eölileg spurning sem vaknaöi var þessi: Er ekki kominn timi til aö reka kristniboð i írak, nú þegar harö- stjórn er lokið og landiö opið? Kallið til kristniboös er kall um aö fara út um allan heim. Irak er hluti af þeim heimi. En allt hefur sinn tíma segir í góöri bók. Aö ætla sér að stunda kristniboð nú í írak er engan veginn vandalaust, frekar en veriö hefur. Vandinn er annar en hann var. Allar helstu kristniboöshreyfingar heims stuðla aö því hjálpa fólki í neyð þeirri sem þaö býr viö. Slíkt hlýtur aö vera hluti kristinnar kærleiksþjónustu. Flestar helstu kristniboðshreyfingar heims leggja jafn- framt áherslu á aö kærleiksþjónustan megi aldrei vera skilyrt. Öllum skal hjálp- aö, án spurninga, án skilyrða. Að tengja hjálp við þátttöku i starfi kirkju og kristni- boös leiðir aöeins til þess aö kirkjur fyllast af fólki á fölskum forsendum. Fólki sem er fljótt aö yfirgefa staðinn þegar hjálpin er úti. Slík kristniboösaöferö var ekki þaö sem Jesús hafði í huga enda gefur hún skakka mynd af Jesú. Annaö mál er að oft vilja mörg þeirra sem hjálpar njóta kynna sér boöskapinn, einmitt vegna þess aö hjálpin var gefin í kærleika og án skilyröa. Kristniboö i kjölfar stríðsreksturs getur gefið röng skilaboð. Að striðiö var ekki háð gegn Saddam heldur gegn islam. Að tilgangurinn hafi verið að snúa þjóðinni til kristni. Óháð því sem fólk segir er alltaf sú hætta að þarna eigi sér stað tenging sem aftur slær til baka á hina kristnu í Írak. Hér má því ekki ana að neinu. Þegar krist- niboðar komu til starfa í Afríku í skjóli nýlenduherra á sínum tíma voru ýmsir sem settu jafnaðarmerki þar á milli, þrátt fyrir að oft hafi innlendir þegnar ekki átt neina aðra talsmenn gagnvart nýlendu- yfirvöldum en einmitt kristniboðana. Jesús sendir kirkju sína til írösku þjóðarinnar, á því leikur enginn vafi. En hvort tíminn sé kominn til að fara af stað er vafamál. Trúlega er það best, bæði fyrir kirkjuna i landinu og með framgöngu fag- naöarerindisins í huga, að doka við. Kristniboðsstarf í landi þar sem 97% íbúa eru múslimar þarf aö undirbúa vel, vinna á forsendum þess menningarlega um- hverfis sem starfaö er í og hafa í huga að slíkt starf mun taka áratugi og kosta fórnir. Eitt getum við gert nú þegar. Að biðja fyrir írösku þjóðinni, um frið, frelsi, réttlæti og gagnkvæma viröingu. Kristilega sjónvarpsstööin Sat7 nær til margra íbúa íraks. Dagskráin tekur miö af menningu þessa heimshluta. Mörgum finnst ágætt að kynna sér fagnaöarerindið í skjóli eigin veggja, án þess að eftir þeim sé tekið. Þar er Sat7 öflugt tæki til kristniboðs og styrkur fyrir kirkju og kristni Mið-Austurlanda. Þegarfrá líður og linur skýrast má vel vera aö kristni- boðar geti haldiö til starfa á meðal þjóðar sem nú er í sárum stríðs og margra ára harðstjórnar. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 97. árg. 2. tbl. júní 2003 Útgefandi: Samband íslenskra krístniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson, Henning Emil Magnússon, Guðmundur Karí Brynjarsson, Krístján E. Einarsson, Haraldur Jóhannsson og Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefndarfulltrúi: Ragnar Schram. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, 104 Reykjavik, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð i lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Ágúst V. Ólafsson, Hrönn Svansdóttir, Ragnar Snær Karlsson, Rauði krossinn, Barnabas Fund o.fl. Forsíöumynd: St. Georgs Church, Bagdad (Bamabas Fund) Umbrot: Reynir Fjalar Reynisson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.