Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 11
líka vænt um hjónabandið mitt. Ég uppgötvaöi þarna aö sam- kvæmt Guös oröi væri sérstakur tilgangur meö hjónabandinu, nokkuö sem ég hafði aldrei íhug- aö áöur. Á þessari helgi uppliföum viö mjög sterkt kærleika Krists. Eitt skiptiö þegar ég var ein uppi á herberginu mínu sagöi ég viö Guð: „Allt í lagi, ef þú ert lifandi eins og ég heyri hér og þú elskar mig i raun og veru, leyföu mér þá aö finna fyrir því." Áöur en ég vissi af, var ég farin aö hágráta og orðin mjög meyr. Ég vissi aö þetta var ekkert sem ég gat framkallað sjálf. Þetta var mjög sterk reynsla, sem sannfæröi mig um að Guö er lifandi. Þessi helgi var reyndar óvenjuleg aö því leyti að meiri- hluti þátttakenda var annað hvort úr UFMH (Ungu fólki meö hlut- verk), eða úr Hvítasunnuhreyfing- unni, þannig að umhverfiö haföi kannski líka eitthvaö aö segja þarna. Þaö voru samt ákveðnar lykilpersónur sem urðu þess vald- andi aö eitthvaö varð úr þessu hjá okkur, þau Þorvaldur Halldórsson og kona hans, Margrét Seheving. Þau uröu þess áskynja að eitthvaö haföi gerst hjá okkur, spjölluðu viö okkur og spurðu okkur hvort viö værum í einhverri kirkju. Þau buðu okkur á samkomu hjá UFMH og viö fórum nokkrum sinnum. Þau buöu okkur síðan að koma i heimahóp til þeirra og ég vil meina aö þaö hafi verið umhyggja þeirra sem hélt okkur við trúna og varö þess valdandi aö viö héldum áfram göngunni. Viö héldum síðan áfram að starfa viö hjónahelgarn- ar I 10 ár og þá kynntumst viö náttúrulega kristnu fólki annars staðar frá. Nú ert þú mjög virk ístarfi Aglow. Hvernig kynntist þú þvi? Það var líka Hrefna Brynja vin- kona mín sem kynnti mig fyrir því. Fljótlega eftir aö Aglow var stofn- aö hér áriö 1987, fór ég á kynn- ingarfund sem var haldinn uppi í Geröubergi. Ég var samt ekkert virk i því starfi og fór aðeins á ör- fáa fundi. Eftir tíu ára starf í Lútherskri hjónahelgi fannst okkur tími til kominn aö draga okkur i hlé og hleypa nýju fólki aö. Nokkrir mánuðir liðu en þá var þaö á persónulegri bænastund hér heima aö ég sagöi við Guð: „Allt í lagi, Drottinn, nú er ég búin aö hvíla mig og nú er ég tilbúin að fara inn í einhverja þjónustu, þan- nig aö ef þú vilt kalla mig til aö gera eitthvað sérstakt, þá verði þinn vilji." Kvöldið eftir að ég baö þessa bæn, hringdi Katrín Söe- bech, þáverandi formaður Aglow í Reykjavík í mig og bað mig aö gerast ritari í stjórn Aglow-hóps- ins hér í Reykjavík. Ég þekkti hana ekkert en fyrstu viöbrögö mín voru að ég fór aö hlæja, því þó aö ég væri búin aö vera skráö í Aglow í nokkur ár, þá haföi ég í mesta lagi sótt 4-5 fundi frá upp- hafi. Ég sagðist skyldu biöja fyrir þessu. Mér fannst Guö síðan leiða mig til aö gera þetta og sagði já. Þetta hefur líklega verið haustiö 1995. Ég var síðan búin aö vera tiltölulega stuttan tima í stjórn- inni í Reykjavík þegar ég var beðin aö koma í landsstjórnina. Ég átti aö sjá um allt sem sneri að ráö- stefnum og mótum og fyrsta verkefni mitt í landsstjórninni var að skipuleggja mót sem haldið var á Hótel Sögu þar sem Paula Shi- elds, höfundur bókarinnar „Lækn- ing sálarinnar" var aöalræðumað- ur. Þarna bjó ég náttúrulega að starfinu viö hjónahelgarnar. Stuttu seinna var ég beðin að taka við sem formaöur lands- stjórnar. Eitt af því sem hefur hjálpaö mér mjög mikið er aö Aglow er með alveg frábæra leiö- togaþjálfun, og þaö er mikiö lagt upp úr því aö þeirra leiötogar fái fræöslu. Sœkið þið þessa þjálfun á ráö- stefnur erlendis? Já. Þegar maður gengur inn i landsstjórn, gengst maöur undir þá skyldu að sækja leiðtoga- fræðslu einu sinni á ári erlendis. Það er síðan landsstjórnarinnar aö sjá leiðtogum hinna mismunandi hópa í viökomandi landi fyrir Eftir tíu ára starf í Lútherskri hjóna- helgi fannst okkur tími til kominn að draga okkur í hlé og hleypa nýju fólki að. fræðslu. Það gerum viö meö sér- stökum mótum eða heimsækjum hópana og fræðum leiðtogana þar. Sú leiðtogafræðsla sem ég hef þurft aö sækja erlendis vegna stöðu minnar í landsstjórninni hefur verið mér alveg gífurlega mikilvæg og góð reynsla. Ég hef lært mjög mikið og vaxiö. Ég hef haft mjög gaman af aö starfa í Aglow-starfinu. Reynslan úr 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.