Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 24
Fréttir Ungfrú Ameríka vitnar um trú sína Erika Harold, sem valin var sem ungfrú Ameríka 2003, hefur veriö ófeimin viö aö játa kristna trú sína. Tvisvar sinnum haföi hún tapaö I lllinoins og telur aö tal hennar um trú sína, hvatning til skír- lífis fyrir hjónaband, andmæli viö kynferðislegri áreitni og kynþáttur hennar hafi ráöið þar mestu. „Mér fannst aö hvert sinn sem ég vitnaði um trú mína tapaði ég. Ég fann ekki fyrir nærveru Guðs í lífi mínu eins og ég hélt ég myndi gera." varö henni aö orði. Faöir hennar og prestur safn- aðarins komu henni til hjálpar. Hún leitaði Guðs í bæn og fékk vissu um mátt hans og vald þrátt fyrir aö lífið byði upp á efa og misjafna líöan. „Guð sagði við Job aö hann myndi ekki gefa honum svör við öllum spurningum, og aö hann hefði ekki rétt á aö kref- jast þeirra.” sagöi Erika og bætti viö: „Ég heföi sjálfsagt ekki þolað þaö fyrr að veröa fyrir val- inu.“ En hvers vegna leita kristnar konur frægöar á þennan hátt þar sem þær þurfa meðal annars aö ganga um á sviðinu í sundfötum einum og líkam- legt útlit þeirra er vegið og metiö? Margar virö- ast meö þessu leita leiða til aö komast áfram í lífinu, fá styrki til náms og fá tækifæri til aö vitna um trú sína. Erika hefur tjáö sig um þaö aö hún stefni á erfitt laganám og þátttöku í stjórn- málum. Aörar konur hafa nefnt það tækifæri sem þær fái til aö hjálpa bágstöddum í kjölfar keppn- innar. í raun komist konur meö þessu í einstaka stööu og þeim bjóðast tækifæri sem þeim bjóöist ekki annars staöar, a.m.k. ekki enn sem komið er. (Christianity Today) Maðurinn þjónar náunga sínum. Þó að maðurinn sé smár í tilverunni, er hann eigi að síður mikilvægur. „Sæll er sá maður, er eigi fer aö ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háöi, heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt." Ýmsar aðstæður í nútímanum voru óþekktar á þeim tíma er Biblían var skrifuð, það á einnig við um siðferðileg álitamál. Þess vegna er ekki alltaf að finna bein svör við öllum spurningum lífsins í Biblíunni. Hins vegar gefur hún ákveðnar meginlínur, sem eru mikilvægar fyrir kristinn mann til að skilja betur hver hann er og hvað honum ber að gera. Hvað er þá maðurinn? í hvaöa samhengi er svo maður- inn í þessum heimi? Sálmur 8 fjallar á sérstakan hátt um stöðu mannsins í tilverunni. Hún er þrí- þætt. Maðurinn tilbiöur Guð. Upp- hafs- og lokaorð sálmsins eru: Drottinn, Guö vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! (v. 2 og 10) Maðurinn hefur ekki hafist af sjálfum sér og þaö er ekki dýrö hans sem blasir viö í heiminum, heldur dýrö Drottins. Fegurö náttúrunnar, fjölbreytileiki lífsins og hæfileikar mannsins vitna um skapara. Maöurinn er „á réttum stað" í tilverunni þegar hann til- biður skapara sinn og líf hans hefur þann tilgang að vera Drottni sínum til dýröar. Maðurinn þjónar náunga sín- um. Þó að maðurinn sé smár í til- verunni, er hann eigi aö síöur mikilvægur. í versi 6 segir: „Þú lést hann veröa litlu minni en Guð". Þetta á viö um alla menn. Sérhver maður er mikilvægur vegna þess aö hann er dýrmætur í augum Guös. Það hlýtur aö móta afstöðu kristins manns til náunga síns. Afstaðan veröur ekki: Hvað get ég grætt á náunga mínum og hvaö get ég kennt honum? Hún verður: Hvaö get ég lært af náunga mínum og hvaö get ég gefiö honum? Hvernig get ég þjónaö honum þannig aö þaö sé Guði til dýröar? Og fyrst og fremst: Hvernig get ég leitt ná- unga minn til fundar viö Jesúm Krist þannig aö hann eignist einnig trúarsamfélag viö hann? Maðurinn ávaxtar sköpun Guös. „Þú lést hann rikja yfir handaverkum þínum,” segir í 7. versi sálmsins. Guö hefur sett manninn yfir náttúruna. Þaö þýð- ir ekki aö hann geti ráðskast meö hana aö vild sinni. Náttúra er meira en auðlind eða hráefni, hún er sköpun Guös sem vitnar um dýrö hans og þaö gefur henni tilgang. Hins vegar er hún ekki heilög og ósnertanleg eins og hún heföi sjálf guölegt eðli. Hlutverk mannsins er að nýta náttúruna og viðhalda henni, með nægju- semi aö leiöarljósi. í dagsins önn Margt hefur breyst í þjóöfélags- háttum frá því Biblían varö til. Ymsar aöstæöur í nútímanum voru óþekktar á þeim tíma er Biblían var skrifuð, það á einnig viö um siðferöileg álitamál. Þess vegna er ekki alltaf aö finna bein svör viö öllum spurningum lífsins í Biblíunni. Hins vegar gefur hún ákveönar meginlínur, sem eru mikilvægar fyrir kristinn mann til að skilja betur hver hann er og hvaö honum ber aö gera. Að lok- um eru sett fram nokkur atriði sem eru grundvallandi viö ákvaröanir I dagsins önn: - Maöurinn er skapaöur meö til- gang í huga. - Maöurinn er einstaklega dýr- mætur I augum skapara síns. - Lífið tilheyrir Guöi og maður- inn má ekki ráöskast meö þaö aö vild sinni. - Líf mannsins er heilagt og það er ekki á færi mannsins aö segja hvaða líf er vert þess að lifa. - Tilgangurinn helgarekki meö- aliö. - Maöurinn á að þjóna Guöi en ekki leika Guö. | 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.