Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2003, Qupperneq 25

Bjarmi - 01.06.2003, Qupperneq 25
Sr. Jöna Hrönn Bolladúttir, miflborgarprestur Klám er hluti af hinni vestrænu fróunarmenningu Þeir sem stunda eöa sækjast eftir klámi eru örugglega að leita að lífsfyllingu. Flestir eru ekki meðvitaðir um það í upphafi að þeir eru að beita ofbeldi. Það á að skemmta sér. Það er verið aö leita að „kynferðislegri hamingju". Vestræn menning er fróunarmenning. Við islendingar tilheyrum menningu þar sem öllum þörfum er fróað. Ef þú ert svangur ferðu á skyndibitastaö. Ef þú ert hræddur eða kvíðinn eru til töflur við slíku. Ef þér leiðist ferðu í bíó. Ef þig vantar spennu ferðu í spilakassa hjá Rauöa krossinum eða Háskóla íslands. Ef þér finnst þú eiga bágt ferðu í búöir og notar kreditkort og ef þú hefur óuppfylltar kynþarfir eru margir sem hafa fjölbreytt tilboö um fróun á þeirri þörf sem öðrum. Blekkingin er bara sú að þetta sem við köllum hamingju verður ekki fundið með slikum skyndilausnum. Hamingjan er þan- nig gerð að hana þarf að rækta og ræktun kostar tíma og þolinmæði. En skilaboðin úr umhverfi okkar eru aldeilis ekki þau. Þess vegna er klámið svo hræðilegt, af því að það snertir svo mikilvægt svið. Ef kyn- þörfinni er bara fróað og einhverjar manneskjur notaðar í því skyni þá hlýtur viðkomandi, hvort sem það er karl eöa kona, að vera að fara á mis við inntak kynlífsins. Eru ekki nakin samskipti elsk- enda tjáning á grímulausu samfélagi sem manneskjur þrá að eiga með maka sinum? Þannig er klámið eins og vegvísir sem einhver hefur tekið og snúið í öfuga átt. Þar stendur stórum stööum „Kynferðisleg hamingja" en svo vísar þaö út í móa. Og jafnvel ekki bara út í móa, heldur jafnvel fram af hömrum. Þaö sem er sárast i þessu öllu er nið- urlægingin. Það hefurvakið óhug minn í sálgæslustarfinu hin síðari ár að ítrekaö hafa leitað til mín pör af einhverjum til- teknum ástæðum, en svo hefur komið í Ijós aö hinn undirliggjandi sársauki er nið- urlæging klámiðnaðarins sem oftast virð- ist lenda þyngst á konunni. Þetta er svo sársaukafullt svið. Það er ekki endilega það að fólk sé svo feimið við að tala um klámneyslu sína, heldur hitt að konan er svo óörugg um að hún hafi leyfi til aö finna til og rísa upp undan klámfarginu vegna þess aö tíöarandi fróunarsamfé- lagsins hefur lögleitt klámið sem valkost í leit aö dýpri hamingju. En ég hef aldrei hitt karlmann sem er ánægöur og sáttur klámneytandi. Ef við segjum ekki unglingunum okkar satt um eöli kynlifs, þá erum viö alvarlegir svikarar. Tiðarandi sem umvefur siðlausa klámmyndastjörnu sem álpast til íslands og gerir Geira á Goldfinger að hetju er alvar- leg svik við unga fólkið í landinu. Klám er ekki hlutlaus afstaöa til kvenna heldur er þaö hlutgirni á konum þar sem dregin er upp sú mynd að konur hljóti að vilja niður- lægingu og njóti ofbeldis. Og það er hrika- leg kynfræðsla. Við sjáum líka merki þess í okkar samfélagi síðustu misseri hvernig hin hulda hönd klámsins hefur kippt okkur langa leið til baka í baráttu fyrir jafnri stöðu kynjanna. Eg finn þetta á unglingun- um sem ég hitti. Britney Spears-silikon-og G-strengsmenning með öllu sínu „Wond- erbra-æði" er umhverfi þar sem konur bara stynja og vagga sér en hafa ekkert að segja að öðru leyti (sbr. Popptíví). Orðið „feministi" er orðiö að skammaryrði en það er frekar svalt að vera „hóruleg". Viö veröum að muna það að við erum siöferðisverur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Siðferði snýst ekki um aö kunna að skammast sín. Siðferði er hagnýt þekking á eigin eðli og inntaki samskipta. Ef okkur skortir slíka þekkingu eða virðum hana að vettugi, þá erum við illa áttuð og sífellt að lenda i ógöngum. Það er eöli sið- ferðislegrar ábyrgðar að því meiri völd sem þú hefur, því meiri áhrif sem ákvarðanir þinar eða fordæmi hefur, þeim mun stærri er siðferðiskrafan sem lífið leggur á þig. Við lifum á timum þar sem forsjárhyggja er bannorð, og auðvitaö er forsjárhyggja í siðferðisefnum alls ekki af hinu góða. En það er vegna þess að öfgar eru aldrei holl- ar. Því veröum við að gæta okkar á því að foröast forsjárhyggjuna ekki svo heiftar- lega að viö endum úti í hinum öfgunum sem er afstæðishyggja í siðferðisefnum. Forsjárhyggja á þessum væng, afstæðis- hyggja á hinum, en hvað er á milli? Það er heilbrigð skynsemi. Samræmist klám heil- brigðri skynsemi? Er afskræming ástarinn- ar, undirokun kvenna og barna og rangar upplýsingar til t.d. ómótaðra unglinga um eöli kynlífs heilbrigð skynsemi? En hver er hin heilbrigða skynsemi í þessum efnum? Það er í hinum hógværa og þrautreynda siðaboðskap kristinnar trúar. Þar endur- speglast reynsla genginna kynslóða. Áskor- un kristinnar trúar er áskorun um endur- nýjun hugarfarsins andspænis aldarhætt- inum á hverri tíð. „Hegðið yður eigi eftir öld þessari," segir Páll postuli i bréfinu til Rómverja 12:2: „Hegöið yöur eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti meö end- urnýjun hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góöa, fagra og fullkomna." Þannig hlýtur kirkjan í landinu að vinna með öllu skynsömu fólki gegn klámvæðingunni, því klám er ekki einungis i andstöðu við kristinn siöferðisgrundvöll heldur stríöir það gegn allri skynsemi og veldur glundroða og ómældum þjáningum. Frekari umfjöllun um klám og nei- kvæöar hliöar þess verður í næsta tölu- blaöi Bjarma. | 25

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.