Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 27
flugiö og hóf skothríö á okkur. Viö reyndum að hlaupa í allar áttir, bróður mínum tókst aö komast bak við tré þannig aö ekkert af skotunum hæföi hann. Þýskurvin- ur minn varö fyrir skoti. En ég hljóp heim öskrandi og flugmaður- inn hæföi mig ekki. En hann sneri flugvélinni viö, kom aftur á eftir mér og skaut á mig en samt hæfði hann mig ekki. Þessi reynsla gróp- aðist i litla sál og er enn þá Ijóslif- andi fyrir mér sextíu árum seinna. Seinna þegar foreldrar mínir voru sendir í fangabúðir var ég tekinn meö valdi frá foreldrum mínum. Ég man enn eftir því þegar móöir mín var aö reyna aö kveöja mig, en þaö voru einhverjir menn meö mig í bíl sem keyrðu í burtu. Mér var komið fyrir á upptökuheimili, þar gerðist líka ýmislegt sem ekki átti að gerast. Hvernig hefur þér gengið að vinna úr þessari reynslu? Það er margt í lífi mínu sem sýnir ákveöinn tómleika, sérstak- lega gagnvart móöur minni, ég gat t.d. ekki grátiö fyrr en ég var tólf ára. Móðir min reyndi oft að fá mig til aö gráta en þaö bara geröist ekki. Önnur afleiðing stríðsáranna var aö ég var lit- blindur til 12 ára aldurs. Ég gat ekki greint muninn á rauðu og grænu. Ég var frekar hljóður drengur, ég hugsaöi margt en gat ekki tjáö mig. í skóla átti ég oft erfitt meö að að tjá huga minn, þannig aö mér gekk ekki of vel. Það var ekki fyrr en ég fór í bibl- íu- og kristniboðsskóla aö ég gat fariö aö tjá hugsanir mínar betur. Síöan þegar ég var kominn á kristniboðsakurinn i Tælandi mætti ég Jesú á mjög persónuleg- an hátt sem friöarhöföingja. Á þeim tíma áttaöi ég mig á því aö ég gat tjáö mig frjálslega og aö tjáning mín varö lifandi. Út frá þessu fór þjónusta mín af staö sem miðar aö því aö hjálpa fólki í krafti friðar Guös. Hvers vegna ákvaðstu að gerast kristniboöi? Þegar ég var 12 ára vildi faðir minn að ég færi i iðnskóla. Það var eiginlega vegna þess aö þau áttu ekki peninga til að kosta mig í annan skóla. En um þetta sama leyti kom kristniboði í heimsókn i skólann minn. Hann sagði frá starfi sínu í Indónesiu. Þessi skólaheimsókn varö til þess aö ég ákvaö að fara til kristniboösstarfa og náms. Þar hitti ég konu mína Will. Eftir biblíuskólanámið þurfti ég að þjóna í hernum um tíma, en að því loknu giftum viö okkur og fórum siöan til Tælands sem kristniboöar. Ertu þá að segja að sálgœsluþjón- usta þin hafi byrjað á kristni- boösakrinum? Já, það er rétt. Þar fór þessi þjónusta mín í sálgæslu fyrst aö koma fram í lífi mínu og vaxa. Kristniboðar, starfsmenn og Tæ- lendingar byrjuðu aö koma til okkar hjónanna og ræöa um ýmis mál viö okkur. Sumir af þessum einstaklingum höfðu lent í áföll- um en aðrir þurftu að fá lausn í hjónabandsmálum, fjölskyldumál- um o.þ.h. En okkurtil mikillar undrunar voru sumir sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi Seinna þegar foreldrar mínir voru sendir í fangabúðir var ég tekinn með vaidi frá for- eldrum mínum. og misnotkun. Þetta var málefni sem ekki var mikið talað um á þessum árum. Þessum einstak- lingum sem höföu oröið fyrir þessum áföllum haföi í raun aldrei Teo í ræöustól í Kristniboðssalnum á námskeiöi í maí sl. Þessum einstaklingum sem höfðu orðið fyrir þessum áföllum hafði í raun aldrei verið hjálpað. Þeir voru búnir að bera þennan sársauka alveg frá æsku. veriö hjálpað. Þeir voru búnir að bera þennan sársauka alveg frá æsku. Nú sátum viö uppi með vanda ef svo má segja. Eins og ég sagöi var þetta ekki til umræöu á þessum árum. Þaö vissi enginn okkar almennilega hvernig ætti að taka á þessum málum. Ég fór aö vinna meö læknum og þeir létu mig fá bækur um sálgæslu sem ég las, og það kom mér af staö í þessari þjónustu. Var það þá sem þú byrjaðir að starfa meðai þolenda kynferðisof- beldis? Nei, eftir aö ég kom heim fór ég aö starfa meö bróöur Andrési hjá Open Doors en ég starfaði þar sem framkvæmdastjóri um tima. En ég saknaði alltaf sálgæsluþjón- ustunnar. Svo ég bað Guö um að gefa mér hana aftur og hætti hjá Open Doors. Það var eins og viö manninn mælt, tólf tímum seinna kom fyrsti skjólstæöingurinn minn 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.