Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 33
Olöf I. Oavídsdúttir, verslunerkona og nemi Dansað á tásunum b - um trú og þunglyndi C' Ég er gjörn á aö týna inniskón- um mínum. Ég hef oft furöað mig á því hve erfitt getur veriö aö finna þá þó að ég viti að þeir hafi ekki farið langt af sjálfum sér. Ég reyndi að leysa þetta vandamál með því að eiga fleiri en eitt par og átti þrenna þegar mest lét. En skórnir halda áfram sínum feluleik. Stundum kalla ég annað heimilisfólk til hjálpar. Oft er eina leiðin að taka til og sópa öll gólf til að finna þá. Þaö er æði mikil fyrirhöfn. Bara af því að mér er kalt á tánum. Þunglyndir óttast oft að glata trúnni. Ég lít frekar á það sem svo að þeir muni ekki hvar þeir lögðu hana frá sér síöast, svipað og inniskórnir mínir. Trúin er gefin af Guði, nærð af návist hans og varðveitt í vitund hans. Við erum ekki gleymd Guði. Batinn krefst endurskoðunar alls, líka trúarinn- ar. Kristnir menn óttast oft slíka sálarleit og er það miður þvi hún leiðir í Ijós kjarna persónunnar og um leið kjarna trúarinnar, gull skírt í eldi. Fólki bregður þegar það heyrir tölur um tíðni þunglyndis. Talið er að allt að einn af hverju fjórum muni finna til þunglyndis ein- hvern tíma á lifsleiðinni enda er sjúkdómurinn jafnvel kallaður kvef sálarinnar. Það er ekki upp- nefni til að gera lítið úr alvöru þess, áhrifum og afleiðingum heldur er samlikingin notuö til að minna á algengi þess og um leiö afslappaða afstööu til sjúkdóms- ins. Þessi samlíking bendir líka á nauösyn þess aö halda í húmor- inn því allt of algengt er að fólk umgangist þunglynda eins og smitbera og hægt sé að draga úr sýkingahættu meö sóttkví þagn- arinnar. Trúin bólusetur ekki Geðsjúkdómurinn þunglyndi fer ekki i manngreinarálit frekar en aðrir kvillar. Hann hrjáir trúaö fólk ekki síður en aöra. Trú er ekki bólusetning gegn mannanna meinum. Samfélag trúaðra ætti þegar best lætur að vera vin i eyðimörkinni þar sem við fáum stuðning, uppörvun og umhyggju. Þvi miður hafa margir þunglyndir aðra reynslu af því. Víða verða þeir auðtrúa tilraunadýr trúarlegra skottulækninga. Sumir meina að fólk sem trúi „í alvörunni" verði ekki þunglynt og þar með er þunglyndi ekki skoðað sem sjúkdómur. Þannig séu þunglyndiseinkenni merki um andleg vandamál sem eigi rót sína í allt frá vanrækslu trúariðkana til itaka illra afla i lífi einstaklingsins eða drýgöa synd sem iþyngi sam- viskunni. Jafnvel er fullyrt að ástæðan sé synd sem viðkomandi hafi aldrei iðrast en muni ekki lengur eftir og nú sé Guð aö þrengja aö einstaklingnum uns hann sjái Ijósiö, að Guð hafi jafn- vel byrgt augu sín gagnvart manneskjunni uns hún iðrast og eyði ekki púöri í hana þangaö til. Það er erfitt að fóta sig þegar trúin, sem ætti að vera þunglynd- um lyftistöng í lífinu, er gerð að fótakefli. Slíkar útskýringar standast ekki orð Guðs. Andi hans sem sann- færir um synd, réttlæti og dóm lætur fólk ekki velkjast í vafa er hann vinnur. Það er fullvlst að sannfæri Guð okkur um misgjörð fer þaö ekkert á milli mála. Al- mættið væri ákaflega illa máli farið ef það gæti ekki nefnt hlut- ina réttum nöfnum og þyrfti held- ur betur að bæta tjáskiptaaðferöir sínar ef ábendingarnar missa marks. Synd og sjálfsásökun Þarna kemur líka til skilning- ur okkar á syndinni. Við skoð- um hana gjarnan sem afmarkað- an verknað og lítum framhjá eðli hennar. Synd er miklu frekar það ástand að við erum ekki þau sem við erum sköpuð til að vera. Merking hebreska hug- taksins er skot sem geigar. Synd er að missa marks, takast ekki eins vel upp og lagt var upp með. Öll erum við þar undir sama hatti, öll missum við marks í lífinu. Allir hafa syndgað. Þunglynd manneskja hefur ekki meira aö iðrast heldur en hver annar. Hins vegar eru sjálfsá- sakanir oft eitt af sjúkdómsein- kennunum. Þvi getur einstaklingurinn fundið sárlega til þessa sammann- lega ágalla um skort aö þvi marki að það iþyngi hon- um og skerði lífsfyll- ingu hans. Hið kristna lif er fyrst og fremst líf í fullri gnægð, að vera þau sem við sannarlega erum. Okkar mann- legi, takmarkaði skilningur reynir að festa hendur á skilmerkjum þeirr- ar lifsfyllingar og lýsir af áfergju ein- kennum hennar sem einskorðast viö merkjanlegan vel- farnað ýmiss konar. Þunglyndiseinkenni falla að sjálfsögðu utan þeirrar skil- greiningar. 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.