Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 39
Fíladelfia gaf út fyrir nokkrum árum. Hjalti hefur einnig tekiö að sér að stjórna kór og hljómsveit á stórum uppákomum eins og sam- komum hérlendis sem Benny Hinn hélt í Laugarlagshöll, og einnig á samkomum með Billy Graham sem sendar voru út í gegnum gervihnött, teknar niöur hér og haldnar með íslenskri umgjörð. Leiöir Hjalta Gunnlaugssonar og Þorvalds Halldórssonar hafa legið saman oftar en einu sinni. Spilaði Hjalti meöal annars meö honum á plötu Þorvaldar, „Fööur- ást." Nýi diskurinn hans Hjalta kom út rétt fyrir jólin 2002 og nefnist „Á himnum". Hér á eftir eru hug- leiöingar Hjalta um lögin á diskn- um: 1. Aleinn - Er lag um Jesú þar sem hann er einn um miðja nótt í Getsemane og bíður þess sem koma skal, í bæn til Föðurins. Júd- as kemur og svíkur hann með kossi. Farisearnir og fræðimenn- irnir, andlega staurblindur lýöur, áttar sig ekki á því hver hann er og lætur krossfesta hann. En verk- ið sem Jesús kom til að vinna var unnið, og fortjaldið í musterinu rifnaði í sundur í miðju. (Lúk 23:45). Því sem Guð ákveður að gera fá menn ekki breytt hvort sem það er gert með góðum hug eða af illsku. 2. Vitnisburður - Þegar mér finnst ég þurfa aö segja eitthvað eöa lýsa upplifun, þá sem ég oft lög og tjái mig á þann hátt. Text- inn í þessu lagi er hins vegar sam- inn með Kolbrúnu Ingimarsdóttur og er hennar reynsla að mestu leyti. 3. Lofa þig - Kristinn maður lærir ekki allt á einni nóttu, en einn daginn á minni trúargöngu lærði ég það aö ég þyrfti að geta lofað Guð hvenær sem er. Og þá varð til þetta lag sem mér finnst að ég eigi aö geta sungiö hvern einasta dag lífs míns. 4. Hlusta þú - Er dæmigert trúboöslag. AMEN. 5. If only - í þessu lagi er Drottinn að tala um ungan mann sem sér ekkert nema óveöurský á lofti. Og Drottinn segir „Ef aðeins hann fengist til þess að taka við mínum fullkomna vilja, þá myndi ég sýna honum heiðan himin." 6. Á himnum - Þegar faðir minn lá banalegu sína, fór ég að hugleiða himininn og þá sem myndu fara þangað. En sérstak- lega hugleiddi ég hverja mig lang- aði til aö hitta þar (ef ég fengi þar inni). Auðvitaö eru ástvinir okkar efstir á lista yfir þá sem við viljum hitta á himnum. Þetta lag er um himininn. 7. Hann elskar þig - Ég hef gert þó nokkuð mörg trúboðslög. Þetta er eitt af þeim sem ég held einna mest upp á. 8. Brúðkaupslag - Ég var búinn að spila við mörg brúðkaup, og semja allt of mörg brúð- kaupslög, þegar enn eitt brúð- kaupið kom og ég gerði enn eitt lagið I viðbót. Ég átti aö syngja það ásamt Halldóri Lárussyni, Ár- nýju Jóhannsdóttur og Helgu Bolladóttur í veislunni.Við æfðum lagið nokkrum dögum fyrir daginn stóra og þaö gekk afskaplega vel. En þegar við ætluðum að renna yfir lagið inni I hliðarsal þá mundi enginn lagið almennilega, sama hvað viö þvældumst í textanum. Og að lokum sungum við ein- hverskonar lagómynd sem enginn man neitt eftir. Þaö var viö þenn- an atburð að ég ákvað að gera eitt brúðkaupslag sem ég myndi nota fyrir alla, lagið sem er á disknum og var sungið fyrst í brúðkaupi ívars Halldórssonar og Hrefnu Wiium. 9. Second chance - Er samið fyrir hermenn uppi á Keflavíkur- velli þegar ég var að þjóna þar í um það bil eitt ár. Trúboð á ensku Næstu 3 lög og textar eru eftir syni mína Daníel Simon og Jóel . Þeir fengu frjálsar hendur, og ég er mjög ánægöur með frumraun þeirra. Síðasta lagið er önnur út- gáfa af Á himnum. | 39

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.