Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 6
að mér varö Ijóst að Drottinn Jesús haföi dáiö fyrir syndir minar og að ég gat treyst öllu því sem hann haföi gert til að frelsa okkur frá synd og gera okkur aö sínum börnum. Það var að sumu leyti ágætt að starfa með öðrum læknum til að byrja með til þess að átta sig á aðstæðum þarna úti. Þetta var mikill lærdómur að að- laga sig að þeim aðstæðum og þeim sjúkdómum sem eru þar. Hvernig varþetta Brautarhólsmót? Þaö fór langferðabill úr Reykjavík með ungu fólki og kannski meira en bara ungu fólki. Á þessum tíma haföi ég veriö mjög leitandi og vissi aö svörin voru i Biblíunni og las mjög mikiö í henni þennan vetur. En mig vantaði festu. Eg átti vini sem höföu verið í Vatnaskógi og vitn- uöu svo sterkt aö Drottinn heföi Hvað með kristniboðsáhugann? Kristniboð var mjög ríkt í mér frá föðurhúsum. Þaö var einhver löngun hjá mér til þess aö eyða lífi mínu og kröftum einhvers staðar sem mín væri þörf. Kristni- boö aö því leyti stóð mér mjög nærri. En svo varð þetta meira lif- andi hjá mér þegar ég eignaöist meiri trúarvissu. Þetta varö köllun frá Guði. Á þessum tíma voru fleiri ung- lingar aö glíma viö þessar spurn- ingar. Það voru Felix Olafsson, Benedikt Jasonarson og fleiri. Upplýsingar um kristniboösskól- ann á Fjellhaug bárust hingað aö loknu stríöinu. Við Felix töluðum um aö fara saman í kristniboðs- skólann. Felix fór en hjá mér uröu breytingar þegar ég kynntist Ás- laugu Johnsen. Flún haföi sömu hugsanir og ég. Flún var í námi í hjúkrun og spurði mig hvers vegna ég yröi ekki læknir. Þannig skaut þeirri hugsun upp og ég ílengdist á íslandi. Ég fór í læknis- fræöi í Fláskóla íslands. Jóhannes og Áslaug Johnsen ásamt fimm barnanna syngja á móti í Vatnaskógi fyrir tæpum 20 árum. gripiö inn í líf þeirra. Mig vantaöi þetta. Og svo fann ég það. Þaö var einfaldlega aö ég heyröi að Drottinn Guð hefði þegar gert allt sem þarf til aö frelsa okkur og leysa okkur frá syndunum. Þaö eina sem ég þurfti að gera var aö segja takk! Og það geröi ég. Sú stund er mér ógleymanleg. Þarna uröu þáttaskil í lífi mínu. Hvernig kynntust þið Áslaug? Áslaug var úr Vestmannaeyjum. Flún átti vinkonu sem bauö henni á samkomu þar. Á þeim tíma komu Gunnar Sigurjónsson og faöir minn, Ólafur Ólafsson, oft til Vestmanna- eyja og héldu samkomur. Þaö var á einni slíkri samkomu sem Áslaug komst til trúar og hún fann hjá sér köllun til aö verða kristniboði. Seinna fór hún I skóla í Reykjavík, fyrst í húsmæðraskóla og síðan í hjúkrun. Á þessum tíma kynntumst viö í unglingadeild KFUM og seinna i KSS. Viö bund- umst heitum mjög ung en trúlof- uöum okkur ekki opinberlega fyrr en áriö 1949 þegar ég haföi lokið stúdentsprófi. Þá fór hún til Nor- egs í Bibliuskóla á Fjellhaug og síðan í meinatækni. Flún kom svo heim og starfaði á Landsspítalan- um og viö giftum okkur áriö 1952 þegar ég var búinn meö fyrsta hluta læknanámsins og hún vann fyrir okkur. Þú hefur þá ekki farið á kristni- boðaskóla? Nei, ég fór ekki þangað, kom bara við á kristniboðsskólanum Fjellhaug. Ég starfaöi eitt ár á sjúkrahúsi í Noregi þar sem ég lærði skurðlækningar og síöan hálft ár I Sviþjóö. Við eignuðumst um þaö leyti okkar elsta son, Ólaf Árna. Síöan lá leiðin til London. Áslaug var í enskunámi en ég læröi um hitabeltissjúkdóma. Haustiö 1960 fórum viö til Eþíópíu. Hvernig voru fyrstu árin ykkar í Eþiópiu? Þegar viö fórum var okkur sagt aö viö ættum aö vera í Gídole, um 60 km frá Konsó. Ég fór til Oslóar meö peninga til aö kaupa verkfæri og annaö fyrir sjúkrahúsið sem átti aö stofna i Gídole. En þegar viö komum út var búiö að breyta áætluninni og við fórum til staðar sem heitir Irgalem og ég starfaði á spítala þar. Það var að sumu leyti ágætt aö starfa meö öðrum læknum til aö byrja meö til þess að átta sig á aðstæðum þarna úti. Þetta var mikill lærdómur að aö- laga sig aö þeim aðstæðum og þeim sjúkdómum sem eru þar. Eft- ir fyrsta áriö í Irgalem fengum viö tækifæri til að vera í málaskóla í um þaö bil hálft ár og upp úr því fórum viö svo til Gídole. Gídelo er í nágrenni viö Konsó og þaö var eðlilegt að Kristniboðssambandið skyldi hafa hlutverk í Gídole. Sam- starfiö viö Konsó var þannig aö við fórum einu sinni í mánuöi til Konsó og unnum þar á sjúkraskýl- inu meö Ingunni Gísladóttur og Elsu Jacobsen frá Færeyjum. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.