Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Birna Gerður Jónsdóttir Lifandi Jóh. 4:1-42 „Ef þú þekktir gjöf Quös og viss- ir, hver sá er, sem segir við þig: „Gef mér aö drekka," þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn." í Konsó í Eþíópíu, þar sem viö fjölskyldan bjuggum fyrir nokkrum árum, er vatnsskortur mikið vandamál. Þaö var likast hátíö þegar rigndi. Þaö var hægt aö finna þaö i loftinu þegar von var á rigningu. Fyrst kom dálítið rok og * .*;/.•* vatn svo kom sérstök lykt í loftiö áöur en demban byrjaði. Oftast rignir líka almennilega. Þaö er bókstaf- lega eins og hellt sé úr fötu. Fyrir framan húsiö okkar var stór vatnstankur sem kominn er til ára sinna. Þegar rigndi heyrðist I vatninu buna inn I tankinn. Það var góö tilfinning aö heyra tank- inn fyllast því þá vissum viö aö viö höfðum vatn um stund en tankurinn var oröinn illa farinn og lak úr honum um óþétta veggina. Rigningin var því alltaf kærkomin. Tankurinn var líka nokkurs kon- ar samkomustaður. Daglega sátum viö uppi á honum og spjölluöum viö þá sem áttu leið um. Þaö var sérstaklega yndislegt aö sitja þar á kvöldin og horfa upp I stjörnu- bjartan himininn en í Konsó virðist hann sérlega nálægur. Hvergi sá ég betur en í Eþíópíu hversu lífsnauðsynlegt vatniö er. Ég varö svo oft vitni aö því aö sjá börn og fulloröiö fólk aö dauöa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.