Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 20
isminn að breiðast út. Frægasta rit Upanishadasbókmenntanna er Bagavadgita sem er mörgum Is- lendingum kunn enda hefur sú bók veriö þýdd á íslensku. Þar segir frá Arjúna konungi og guö- inum Krishna. Qg alveg eins og Brahman er innsti kjarni tilverunnar, þá er innsti kjarni einstaklinganna í heiminum atman. Við getum kallað það guðs- neistann. Guðsneistinn, eða atman, lifir af líkamsdauðann. Mikill vefnaður er í Kamcheepuran eins og víðar á Indlandi. Þrælabörnin hafa verið notuð til þes- sara verka m.a. Hér hefur veriö rakin löng og oft flókin saga og enn erum viö ekki komin fram undir okkar tímatal. Um þaö leyti þegar Júlíus Sesar er aö brjóta Galla til hlýöni viö Rómaveldi og forfeöur okkar, germanir og keltar, eru enn ekkert annað en villtir og sögulausir þjóöflokkar í frumskógum Evrópu, þá er menning Indlands þegar oröin 3000 ára gömul. Þegar komið er fram undir okkar tíma- tal er mótunartímanum eftir þjóðflutninga og innrásir arínna löngu lokiö og hin nýja menning Upanisjadaritana blómstrar. Á þessum öldum urðu til þau rit, skólar, heimspeki og trúarkerfi sem enn í dag eru grundvöllur hindúismans. Næstu 1000 árin nær indversk menning hápunkti á þróunarferli sínum og í nýsköpun. Fræöi brahmanismans eða prest- anna náöu fullkomnun og búdd- isminn gekk í gegnum mörg breytingaskeið. Um tíma leit út fyrir að búddisminn myndi sigra hindúismann og veröa trú allra eöa flestra Indverja. En svo fór sem fór aö hindúisminn náði aft- ur yfirhöndinni og búddisminn breiddist út utan Indlands. Þar meö er ekki átakasögu trúar- bragðanna á Indlandi lokiö. Fram undir 17. öldina tókust á hindú- ismi og islam á meginlandi Ind- lands. Múslímar stofnuðu Mó- gúlaríkiö á 16. öldinni og náði þaö yfir mestan hluta Noröur- Indlands. íslam var í mjög örri sókn á 16.-17. og 18. öldinni og hefur skilið eftir sig varanleg áhrif á indverska menningu. Á þessum öldum bættist shikisminn viö trúarbragðaflóruna á Indlandi og undir lok miöalda taka Evr- ópubúar aö leggja undir sig ind- verska menningarheiminn. Bretar gersigruöu Mógúlana áriö 1858 og stofnuöu í framhaldinu Ind- verska keisaradæmiö. Þeir höföu hvorki mikinn skilning né áhuga á indverskri menningu og litu þeir niður á Indverja, hverrar trúar sem þeir voru. Frá því á 18. öld- inni uröu hindúar því að skil- greina sig upp á nýtt og horfast í augu við ásókn Vesturlanda, ný- lenduherra, kristniboöa, og ekki síst hins vestræna hugsunarhátt- ar. Því miður hefur þessi endur- nýjun ekki gengið friösamlega fyrir sig eftir aö Indland hlaut sjálfstæöi frá Bretum við lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Blóðug átök múslíma, hindúa og búddista um yfirráð yfir Indlandi hafa markaö djúp spor. Landiö er nú klofiö milli trúarhópanna í Pakist- an, Indland, Sri Lanka og Bangla- desh. Fátækt, örvænting og þjóö- ernisofsi eru ekki til þess aö draga úrspennunni og þegar bætist viö kjarnorkuvopnaeign Indverja og Pakistana þá liggur í augum uppi að þetta ástand kemuröllum heiminum við. III. Guðir og goð Gríöarlegan aragrúa guða er aö finna á Indlandi. Gróflega er hægt aö skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar er það guðaher Vedaritanna en þeim veröur ekki gerö skil hér því ekki er til þess rými. Hinir eiga rætur að rekja til Upanisjadaritanna. Æöstir guöa þeirra eru hin fræga þrenning Brahma, Visnu og Shiva. Kallast þeir saman Trimurti. Þaö eru þeir og þeirra fjölmörgu goömögn sem hindúar í dag tilbiöja í musterum sínum. Æðstur guöa Upanisjada- ritanna er Brahma. Brahma er eins konar sköpunarguð. Hann er upphaf alls sem við sjáum, þeirrar blekkingar sem heimurinn er samkvæmt hindúismanum, en svo fjarlægur að enginn leitar i raun til hans í tilbeiðslu og fá hof eru helguð honum. Kona Brahma heitir Sarasvati og er hún gyöja lærdóms og sannleika. Guðinn Visnu er varðveitandinn sem stendur viö hliö skaparans. Hann 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.