Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Síða 24

Bjarmi - 01.10.2003, Síða 24
Ljósmyndir: Myndasafn KFUM og KFUK. tímaáhrif ofbeldis sem er oröiö jafnsamofið tilveru okkar og sjón- varpið er orðið. Flestir fræðimenn eru sammála um einhver áhrif þessa á langtímahegöun fólks. Þessu má sjá stað í breyttri sam- skiptahegðun manna á milli. Spörk í höfuð og andlit, jafnvel liggjandi manna, má rekja til áhrifa frá fjölmiölum. Þetta er eitthvaö sem ekki er haft fyrir fólki á heimilum. Áhrif ofbeldis minnka ef talað er viö barniö um efni myndar og gerður greinar- munur á veruleika og óraunveru- leika. Mikilvægt er fyrir foreldra að sitja með börnum sínum og ræða það sem þau verða vitni að: Það sem veldur mestum áhyggjum í dag eru tölvuleikirnir. Flest börn í dag hafa aögang að heimilistölvu eða þau eiga sína eigin. Mörg börn og ungmenni eyða meiri tíma í tölvuleiki en við sjónvarpsáhorf eða kvikmyndahús. Stór hluti af vinsælustu tölvuleikj- unum er gegnsýrður af grófu of- beldi sem gengur út á að drepa, særa og pynta. Leikirnir í dag eru orðnir flóknari, grafíkin ótrúlega raunveruleg og hver sem vill getur notið þeirra í sjónvarpinu heima eða heimilistölvunni. Þróunin er hröö og þessir leikir þróast ört. Sýndarveruleikinn er handan hornsins og þá verður heimur leikjanna enn raunverulegri en nokkru sinni fyrr. Þátttakandinn verður staddur mitt í atburða- rásinni. Börn og ungmenni sitja gjarn- an ein eða með vinum sínum í herbergjum sínum og spila leiki sem oft eru uppfullir af ofbeldi. Það sem er enn alvarlegra í tölvu- leikjum en myndum, er aö í leikj- unum eru það börnin sem eru gerendur, þ.e. þau ráðast á og drepa. Margir foreldrar vita ekki hvað er að gerast í herbergjum barnanna og um innihald leikj- anna. Foreldrarnir hafa oft litla tölvuþekkingu og hafa jafnvel ekki spilað tölvuleiki og þó þau hefðu einhverja tölvuþekkingu þá kæmust þau ekki oft á tíðum í gegnum tölvuleikinn og vita því lítið um innihaldið. Sérfræöing- arnir eru oft yngri en fimmtán ára gamlir. Auk þess geta fáir full- orönir varið eins miklum tíma og börnin í tölvuleiki. Ofbeldið í tölvuleikjum virðist aukast iðulega þegar líöur á leikinn og þess vegna þarf að fara í gegnum hann allan til að fá heildarmynd af of- beldinu. Foreldrar hafa oft keypt þessa tölvuleiki fyrir börnin sin í góöri trú og ekki haft grun um innihald hans. Þegar heim er komiö og barnið fer að spila kemur í Ijós að hausar fjúka og fólk er drepið um- vörpum. Vert er því að vara for- eldra við þessum ofbeldisleikjum og hvetja þá til að afla sér upp- lýsinga um leikina áöur en þeir eru keyptir. Hægt er aö fá upplýs- ingar í verslunum sem selja þessa leiki og fá má nákvæmar upplýs- ingar um innihald. Ekki má gleyma i þessu sambandi að á markaðinum er fjöldi leikja sem ekki eru ofbeldisleikir eins og íþróttaleikir, flestir SIM-leikir og fleiri sem hafa mikið skemmtana- og fræðslugildi. Uppeldi hinnar útréttu handar Kristur hafnaði öllu ofbeldi og við ættum því að taka virka afstööu 24

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.