Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2003, Side 25

Bjarmi - 01.10.2003, Side 25
gegn öllu ofbeldi I hvaöa mynd sem þaö birtist. Verum minnug þess aö orö Krists um aö allt þaö sem viö gerum okkar minnsta bróöur og systur gerum viö hon- um á einnig við um ofbeldi í hvaöa mynd sem er. Einn af mik- ilvægustu þáttum uppeldis er aö vernda börn gegn því sem hefur skaðleg og neikvæð áhrif. Til þess aö geta það þurfum viö aö fylgj- ast meö því sem börnin eru aö gera og hjálpa þeim aö greina á milli góös og ills. Viö ættum að sýna þvi áhuga sem þau eru aö fást við og ræöa viö þau og sýna skoðunum og sjónarmiðum þeirra fulla virðingu. Höfnum uppeldi hins kreppta hnefa og stöndum vörö um upp- eldi hinnar útréttu handar. Ofbeldi gagnvart börnum kem- ur öllum viö. Mikilvægt er að „skipta sér af" vakni grunur um aö barn búi við ofbeldi. Þaö getur skipt sköpum fyrir líf þess og fyrir líöan þess upp frá því. Til aö geta tekist á viö ofbeld- iö í nánasta umhverfi okkar þurf- um viö að skoöa okkar innri mann. Innra meö okkur eru hugs- anir og hvatir sem viö veröum aö takast á við. Páll postuli lýsir þessu eðli okkar þegar hann segir; „Hiö góöa, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hiö vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég." Til aö takast á viö ofbeldi ætt- um viö aö byrja á okkur sjálfum og síðan aö berjast gegn öllu of- beldi í nánasta umhverfi til hags- bóta fyrir börnin sem þjást mest í ofbeldisfullum heimi. Gleymum því ekki að þarna eru náin tengsl á milli. Rísum upp gegn ofbeldinu í Jesú nafni, í hvaöa mynd sem það birtist, verndum börnin og þau sem minni máttar eru og gætum þessum aö taka ekki þátt í aö of- beldi veröi hluti af afþreyingar- _veruleika okkar. ■ Höfundur er dósent í menntunarfræð- um við Kennaraháskóla íslands. gef@khi.is Enginn þarf að óttast þessar vefsíður... Bjarmi hefur oft bent á vefsíður með krstiö innihald og er hér dæmi um nokkrar. Síöurnar eru misjafnar, bæöi hvaö varðar útlit og efni en engu að síður forvitnilegar til að skoöa. www.mem.org Middle East Media framleiöir dagskrá meö boöun fagnaðarerindisins og tekur miö af menningu og aðstæðum fólks Í.Mið- Austurlöndum. Dagskráin er oft send út sem hluti af dagskrá annarra arabískra sjónvarpsstööva. Á siðu þeirra má m.a. finna bænarefni tengd kristnu fólki í írak. www.sat7.org Sat-7, sem stofnað var árið 1996 og Kristniboössambandið styöur, sendir út kristilega dagskrá á arabísku til 21 lands í Miö-Austurlöndum og Afriku. www.jesus.no Þessi síöa er norsk og einkum ætluö ungu fólki. Þar má finna umfjöllun um trúna, vitnisburði og fræðslu. www.jesusnet.dk Hér eru alls um 1200 síður meö 418 svörum við ýmsum spurningum og 315 greinum. Gott safn sem er vel þess viröi að kynna sér. www.christianityandrenewal.com Vefsíða breska kristilega tímaritsins Christianity + Renewal. Þar er aö finna greinar um ýmis efni, upplýsingar um síöasta tölublaö og fleira. http://venture.vortex.is/bodvar/ BiblSkyr Þetta er heimasíða Böövars Björgvinssonar en hann vinnur að þvi aö setja biblíuskýringar fööur síns, Björgvins Jörgenssonar, inn á síöuna. Þegar eru komnar skýringar viö 1. Mósebók, Rómverjabréfið, Filippíbréfið, I.Timó- teusarbréf og fleiri eru væntanlegar. 25

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.