Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 28
Katrín Gufllaugsdóttir I enskum kastala í eitt ár Víða um heim eru biblíuskólar. Sumir þeirra bjóða upp á nokk- urra mánaða námskeið, aðrir ársnám eða þaðan af lengra. Margt fólk, ekki síst ungt fólk á tímamótum, hefur tekið sér hlé frá námi eða öörum störfum og farið á biblíuskóla í hálft eða heilt ár. Katrín Guðlaugsdóttir er á meðal þeirra sem gerði þaö í fyrravetur og segir okkur hér frá reynslu sinni. Fyrir mörgum árum fékk ég þá flugu í höfuöið að fara í biblíu- skóla. Eg hugleiddi þaö samt sem áður ekkert frekar fyrr en leið á námið í menntaskóla. Ég hafði litla hugmynd um hvaö mig lang- aði aö læra í Háskólanum og mig langaði aö taka eins árs hlé og gera eitthvaö öðruvísi. Ég ákvaö því að fara í biblíuskóla. Ein norsk vinkona min var í bibliuskóla Torehbearer i Texas árið sem ég var í 6. bekk í MR. Ég heyröi margt gott um þann skóla og aðra Torchbearer skóla. Ég ákvað aö athuga hvar þessa biblíuskóla væri aö finna og komst fljótt að því í gegnum netið að þeir eru um allan heim. Ég var búin að ákveða að fara til enskumælandi lands og skoöaði möguleika á því að fara til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna, Kanada og Eng- lands. Það endaði með því að ég valdi England. í febrúar 2002 sótti ég um og fékk svar tæpum tveim mánuðum síðar. Ég var alls ekki viss um að ég myndi fara út vegna þess að ég var svolítið smeyk viö að fara ein. Út í óvissuna Sumarið leið fljótt og loks var komiö aö því að fara út. Ég var mjög kvíöin fyrir ferðinni og hrædd um að villast i London. Þrátt fyrir allar áhyggjur og kvíða gekk ferðin mjög vel og ég komst á leiöarenda. Capernwray Hall Bible School er í norövesturhluta Englands rétt sunnan viö Vatna- héraðiö fræga. Skólinn er i sveitahéraði og er um 20 mín akstur frá næsta bæ. Aðalbygging mmMMÍ skólans er gamall kastali þar sem flestir nemendur búa. Skólinn á stórt landsvæði og er á mjög fal- legum staö. Aragrúi nemenda úr öllum áttum Fyrstu dagarnir fóru aðallega i það að kynnast fólki og aðstæð- um. Stundum var þetta svolitið yfirþyrmandi og mér fannst ég týnast í fjöldanum. Fyrsta vikan var mjög löng enda allt nýtt. Næstu vikurnar og mánuðirnir flugu hins vegar allt of hratt! Ég kynntist fólki mjög fljótt og þá sérstaklega þeim stelpum sem voru með mér i herbergi. Nem- endur voru allt frá tveim upp í sjö saman í herbergi og strákarnir sem voru í stærsta herberginu vour 11 saman (það herbergi er nefnt „the zoo" eða „dýragarður- inn"). Skólinn er þverkirkjulegur og mjög alþjóðlegur og nemendur að jafnaöi frá 20-30 mismunandi þjóðum. Nemendur voru 180 á vetrarnámskeiðinu, sem stendur yfir í sex mánuði og 150 á vor- námskeiðinu. sem stendur yfir í tvo mánuði. Við vorum fljót að kynnast og oftast nóg um að vera. Á hverjum degi eru sex fyr- iriestrar, fjórir fyrir hádegi og tveir eftir kvöldmat. Námsálagið er hóflegt enda áhersla lögö á það að fólk læri líka hvert af öðru og geti tekið tíma til þess að eiga sína persónulegu stund meö Guði. Fyrirlesarar komu alls stað- ar aö og voru ýmist eina eða tvær vikur við skólann. Starfsfólkið við skólann hélt líka fyrirlestra og þá aðallega skólastjórinn, Rob Whitaker, sem var einmitt einn af mínum uppáhaldsfyrirlesurum. Hann er algjör snillingur í því að gera hlutina raunverulega og lif- andi svo maður skilji betur og muni. Áhersla kennslunnar á Capernwray er „Christ in you" eða 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.