Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2003, Page 8

Bjarmi - 01.12.2003, Page 8
Hljómar kynna Frábær jólagjöf! Mikiö úrval kristilegrar tónlistar fyrir alla aldurshópa á www.hljómar.is. Tónlistin frá Hljómum fæst einnig í Jötunni, Kirkjuhúsinu, KFUM og KFUK og Veginum. HLJÓMAR Bjarmi óskar lesendum sínum gleðilegra jóla Aðventa bendir og segir: Þetta er framtíðin, Jesús Kristur er að koma. Ekki bara sem lítið barn á jólum, hann er að koma á móti veröld- inni sinni sem frelsari hennar og Drottinn all- rar framtíðar. Hann og ríki hans er framtíðin. því stefnt að aö afmá krossinn úr fána lýöveldisins. Örugglega kemst þaö á dagskrá ef múslimum fjölgar til muna í þessu landi. En svo viö snúum okkur að öðru. Þú hefur þjónað Drottni lengi og boriö ábyrgð á öðrum sem gera slikt hið sama. Hvaða ráð hefur þú handa þeim, bœði leikum og lœrð- um, sem vilja halda glóðinni i þjónustunni i Guðs riki? Þetta er mikil spurning. Konan mín hefur stundum vitnað í um- mæli sem ég skrifaði henni þegar viö vorum aöskilin sem oftar, ég í námi úti og hún hér. Þá skrifaði ég um hættuna af því að veröa prestur. Og ekki síður hættuna viö það aö veröa prestskona. Þaö er hættulegt að vera í sífellu í námunda við hið heilaga án þess aö helgast sjálfur, sagöi ég þá. Ég kynntist ungur þýskri bók, sem ég á því miður ekki, en hún hét Kann auch ein Pastorselig werden? Eða „Ætli prestur geti líka orðið hólp- inn?" Þetta er spurning sem ætti að vera áleitin við okkur öll sem göngumst undir þessa köllun. Ég trúi á fyrirgefningu synd- anna. An þeirrar trúar hefði ég aldrei getað verið prestur. Það er auðvitaö enginn svæfill til að gera mann væran á hverju sem gengur. Við getum ekki trúað á fýrirgefn- ingu syndanna eins og það sé sjálfsagður hlutur, því að fyrirgefn- ing syndanna byggist á því sem Kristur krossfestur hefur á sig lagt og gert. Og ég hef einhvern tímann sagt við Guð í einum sálma minna: „Þú berð þinn kross og bætir allt og brosirgegnum tár." Hallgrímur segir: „Ófullkomnleika allan minn umbætti guðdómskraftur þinn." Ég geri þessa játningu að minni. En ef leitað er eftir einhverju áþreif- anlegu, eða einhverri forskrift í sambandi við þetta, þá þekki ég ekki annað ráð en hið gamalkunna og margreynda aö „vaka og biðja", næra sig á Guös orði, nota þann lykil að Drottins náð sem bænin er. Við þurfum stöðugt að biðja: „Drottinn, tak ekki þinn heilaga anda frá mér," eins og segir í sálmi Davíðs. Ég get trúað þér fyr- ir því að ég fór ævinlega með Sálm 51 í huganum er ég fór fyrir altarið. Hann hefur verið mér dýr- mætur förunautur í þjónustunni. Nú nálgast aðventan og sjálfur ertu kominn vel á efri ár. Þú hlýtur að hafa hugsað um það sem tekur við, hugsað um himininn? Hvernig er hann og hvað tekur við? Já, þetta er eölileg spurning. Nú nálgast aðventa og við höld- um aðventu nákvæmlega af því að við höfum fengið svar við þessu. Aðventa bendir og segir: Þetta er framtíðin, Jesús Kristur er aö koma. Ekki bara sem lítiö barn á jólum, hann er aö koma á móti veröldinni sinni sem frelsari hennar og Drottinn allrar framtíð- ar. Hann og ríki hans er framtíðin. Þar með er því svaraö hvernig himinninn er. Himinninn og eilífa lífið er þar sem Jesús Kristur er allt í öllu, ásamt Guði föður og heilögum anda, að eilífu. Aö öðru leyti veit ég álíka lítið um himininn eins og ég vissi litið um jörðina þegar ég var í móðurlífi og ég er fullkomnlega sáttur við það. Þaö sem ég veit nægir mér. Við látum hér staöar numið. Heimsóknin var blessuð og notaleg. Sigurbjörn og Magnea hafa þjónað Drottni sínum og frelsara í áratugi. Þau hafa unnið íslenskri kristni ómælt gagn og verið farvegur náð- ar og kærleika Guðs til margra. Ég bið þeim Guðs blessunar um leið og ég kveö og þakka fyrir mig og fyrir þig, lesandi góöur. Viðmælandi Sigurbjörns er ritstjóri Bjarma, kristniboði og skólaprestur. ragnar@sik.is 8

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.