Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2003, Side 9

Bjarmi - 01.12.2003, Side 9
Aðventa Orðiö aðventa er komið úr latínu, adventus, og þýðir koma eða til- koma og hefurveriö notaö um tímann síðustu vikurnar fýrir jól frá því á 5. öld eftir Krists burð. í kristnum skilningi þýðir aðventan Drottinn kemur. Fyrsti sunnudagur í aðventu er jafnframt upphaf kirkjuársins, en þann dag ber alltaf upp á ein- hvern dag á bilinu 27. nóvember til 3. desember. Hjá mótmælendum og rómversk- kaþólskum mönnum er aðventan allt að því fjórar vikur, en sums staðar, t.d. í anglíkönsku kirkjunni og reformertu kirkjunni í Hollandi er ekki sérstaklega haldið upp á aðventuna. Hjá rétttrúnaðarkirkj- unni stendur aðventan yfir í allt að sex vikur, enda hefst jólahald þeirra seinna en hjá okkur. Aðventan er tengd föstunni, enda stundum kölluð jólafasta. I kring- um árið 480 var ákveðið að fólk skyldi fasta á mánudögum, miö- vikudögum og föstudögum á að- ventunni. Meö því átti að hjálpa fólki að undirbúa hátíðina í tilefni komu frelsarans. Víða í löndum kaþólskra heldur fólk sér við þennan sið enn í dag en með sið- bótinni lagðist það af að mestu í löndum mótmælenda. Á árum áður var það einnig hefð hér á landi að halda í viö fólk með mat á aöventunni til að auka gleöi jólanna enn meira. Aðventa er jólafasta. Fasta merkir að viö prófum okkur sjálf, íhugum og skoðum hvaö þaö er sem gefur lífinu og tilverunni raunverulegt gildi. Jólafastan leiðir hugann aö því hvers vegna við þurfum á frelsara að halda. Litur föstunnar og aðventunnar er fjólublár, sem er litur iðrunar og yfirbótar. Fram að síðari heimstyrjöld fór lítiö fyrir þvi að haldið væri upp á aðventuna fyrir utan starf kirkn- anna og í heimilisguðrækni. Aðventan er ekki síður tími vonar- innar. Þegar skuggar skammdegis- ins þéttast, kveikjum viö aöventu- Ijós, sem vitna um komu hins ei- lífa Ijóss. Aðventuljósin skæru í gluggunum og aðventukransarnir fela i sér þessa bæn: Kom, Drott- inn Jesús. Viö horfum til eilifa lífsins og endurkomu frelsarans. Aðventukransinn ergjarnan hringlaga. Hringurinn merkir þá hringrás tímans og minnir á ei- lífðina. Kertin eru fjögur og hefur sérhvert kerti þema sem hjálpar okkur að ihuga boðskap jólanna. Fyrsta kertiö er kallað Spádóms- kertiö og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsar- ann sem koma skyldi. Næsta kerti er kallað Betlehemskertið. Það leiðir hugann að bænum þar sem Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu. Þriðja kertið er Hirðakertið og minnir á hirðana sem voru fyrstu mennirnir sem heyrðu um fæðingu Jesú. Fjórða kertið er Englakertið og visar til englanna sem birtust á jólanótt og sögöu frá því að Jesús væri fæddur. Hér á landi er aöventan iðulega tími gleði og eftirvæntingar þar sem kertaljós og skrautljós lýsa upp skammdegið. Liklega eru það hnattstaða landsins og skamm- degið sem verða til þess að við ís lendingar leggjum svo mikla áher slu á Ijósið sem tákn jólanna, Ijós ið sem kom í heiminn til að lýsa mönnum i landi náttmyrkranna. (agenda 3:16, Arnþrúður Steinunn Björnsdóttir á www.kirkjan.is og Karl Sigurbjörnsson: Táknmál aðventu og jóla)

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.