Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 10
Við erum nú komin að fjórða boðorðinu í umfjöllun okkar í Bjarma um boðorðin tíu. Jesús lagði áherslu á mikilvægi þess að elska Guð og náungann, sbr. Matt. 22:37-40. Um það snúast boöorðin. Kærleikurinn er tak- mark þeirra og öll beinast þau að því að verja það sem er rétt og vernda lífið. Þau þrjú fyrstu fjalla beint um elskuna til Guðs en hin, sem á eftir koma, um kærleika gagnvart öðru fólki. Fyrst heima! Þaö er engin tilviljun að fyrst þeirra er boöorðið um að heiðra foreldra sína. Hvergi er erfiðara að sýna rétta framkomu en einmitt heima. Þar reynir sannarlega á hver við erum og hvernig við reynumst i umgengni og sam- skiptum. Boðorðið um að heiöra foreldrana er jákvæð hvatning til að sýna tilhlýðilega virðingu. Marteinn Lúther talar um að innprenta þeim ungu að þau sjái foreldra sína í Guðs stað - því þótt þeir séu lítilfjörlegir, fátækir, veikir og undarlegir - þá séu þeir samt gefnir okkur af Guöi. Góðir foreldrar eru mikil Guðs gjöf - en jafnvel gallaðir foreldrar eru líka gjöf Guðs. Unglingar eru oft uppteknir af sérkennum for- eldra sinna og jafnvel skammast sín fyrir þá í viðkvæmni sinni. Það ættum við þó ekki að gera. Öll eigum við foreldrum okkar mest að þakka - lífið sjálft. Vissulega er okkur of tamt að líta á lífið og gjafir þess sem sjálf- sagða hluti en allt eru það gjafir Guðs sem ber að þakka og virða. Heima er lagður grundvöllur að lífi okkar og þaðan höfum við grunn þeirra lífsgilda sem viö byggjum á alla ævi. Lúther segir einnig: „Að heiðra er enn æðra en að elska. í þvi felst ekki einungis kærleikur, heldur einnig ögun, auömýkt og lotning eins og gagnvart hulinni hátign." Virðing og hlýðni Biblían skorar iðulega á hin ungu að taka mark á foreldrum sínum. Þannig stendur í Orðskviðunum: „Hlýð þú, son minn, á áminning föður þins og hafna eigi viðvörun móður þinnar." (Orðskv. 1:8) Hér er vísaö til beggja foreldra og sama hugsun kemur fram í boðorðinu. Þar er tiltekið „föður þinn og móöur" - ekki einungis annað þeirra, heldur þau bæði. Það er athyglisvert í því Ijósi að um er að ræða forna texta frá þeim tíma þegar konur voru langt i frá álitnar jafningjar karlmanna en aö skilningi Biblíunnar áttu | 10

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.