Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 12
Sr. Gísli Júnasson Hvers vegna eigum við að gefa? Skortur og neyð blasa víða við og stöðugt er leitað eftir stuön- ingi okkar við góð og göfug málefni. Líknarfélög og hjálpar- samtök reyna að ná athygli okk- ar og margs konar menningar- starfsemi sömuleiðis. Þarfirnar eru svo margar. þetta ekki nóg?" „Hef ég ekki gert mína skyldu?" „Á ég ekki nóg með mig og mína, þótt ég þurfi ekki að bera ábyrgö á velferð annarra?" „Veröur ekki hver og einn að bera ábyrgö á eigin lífi og af- komu?" „Munar hvort sem er nokkuð um það, sem ég gaeti hugsanlega lagt fram? Ekki get ég borið hjálp- arstarfið, kristniboðið eða kristi- lega starfiö uppi fjárhagslega! Það verða aðrir að gera, sem hafa meira á milli handanna en ég." Hafa ekki slíkar spurningar og vangaveltur einhvern tíma leitað á okkur öll? Hvers vegna eigum við að gefa? I þessu greinarkorni vil ég í ör- stuttu máli leitast við að draga fram viðhorf Heilagrar ritningar til slíkra spurninga. Við eigum að gefa vegna þess að við sjálf og allt það sem „okkar er“ er frá Guði. Þaö er grundvallaratriði kristins mannskilnings að viö þiggjum lífiö og allar gjafir þess úr hendi Drott- En um leið erum við líka minnt á það, að við berum mikla ábyrgð. Við megum nefnilega aldrei gleyma þeirri staðreynd að þegar upp er staðið er þetta allt hans. Þá má ekki gleyma kirkjunni og öllu kristilega starfinu, sem reynir aö kalla okkur til ábyrgðar. Og svo vill „kerfiö" að sjálfsögðu sitt. Við erum krafin um skatta og margvís- legar skyldur til að standa undir þjóðfélagskerfinu öllu; mennta- kerfinu, heilbrigðiskerfinu, trygg- ingakerfinu o.s.frv. Því er þaö, aö margir spyrja: „Er ins, skapara okkar og lausnara. Við erum hvert og eitt sköpuð I „Guðs mynd", þ.e.a.s. til samfélags við skapara okkar og til samfélags hvert við annað. Hann kallar okk- ur til lifs með sér, til samfélags við sig, og til þjónustu I ríki sinu. Á þetta minnir Jesús mjög skýrt I mörgum af dæmisögum sínum, t.d. um ráðsmanninn eða þjóninn, sem fær talentur húsbóndans til ávöxtunar og varðveislu. Og þenn- an sama boðskap finnum við i Ritningunni allri. Viö erum minnt á það, að við höfum öll fengið stórkostlegar gjafir úr hendi skaparans og að við höfum sem ráðsmenn Guðs fullt frelsi til að fara með gjafir hans eins og við viljum. Ok.kur er treyst. En um leiö erum viö líka minnt á þaö, að við berum mikla ábyrgð. Við megum nefnilega aldrei gleyma þeirri staöreynd aö þegar upp er staðið er þetta allt hans. Viö erum því ábyrg frammi fyrir honum, sem er gjafari og eigandi þess alls, sem við njótum og freistumst jafnvel oft til að álíta, að sé okkar einna aö njóta. Við erum ábyrg fyrir því, hvernig við notum þessar gjafir, hvort við hrifsum allt til okkar sjálfra eöa erum fús að miðla til annarra og leyfa þeim aö njóta þess með okk- ur, sem Guð hefur gefið. Þaö er raunar þessi ábyrgð og sú köllun sem henni fylgir, sem gefur lífi okkar tilgang. Hún tjáir okkur, aö lif okkar er ekki bara einhver tilviljun þar sem engin 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.