Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2003, Side 14

Bjarmi - 01.12.2003, Side 14
um efnum. Þaö er ekki okkar aö benda á náungann og spyrja: Hvaö meö þennan? Af hverju gefur hann ekki meira? Okkar er hins vegar að gæta aö okkur sjálfum. Gefa gætur að því, er Kristur kall- ar til okkar: „Fylg þú mér!" Við þurfum að þroska með okkur það viðhorf Krists tii veraldlegra eigna, að við eigum ekki að leitast eftir auðæfum auðæfanna vegna. Þess í stað eigum við að keppa að því, að nota þau á réttan hátt, sem ábyrgir ráðsmenn, sem Guð hefur gefið okkur í hendur. Hverjum eigum við að gefa? Það er mikilvægt að viö tökum þátt í því að bera fjárhagslegar byrðar starfsins i Guös ríki, hvort sem þaö eru þarfir safnaöarins, félagsins eöa kristniboösins. Viö berum öll sameiginlega ábyrgð á boðun orðsins, okkar á meðal og í fjarlægum löndum. Til þeirra þjón- ustu þarf bæði starfsmenn og starfsaöstöðu, nákvæmlega á sama hátt og var á dögum Ritn- Viljum við prófa okkur sjálf, þá er því í raun fátt betri mælikvarði á kærleika okkar til Krists, en einmitt afstaða okkar til peninga og eigna. ingarinnar þegar safnaö var til helgidómsins (2. Mós. 25:2) og til þarfa öldunga safnaöarins (I.Tím 5:17-18). Það ætti því aö vera fastur liö- ur, aö viö fáum tækifæri til þess aö leggja fram gjafir okkar í hvert sinn ervið komum saman til guðsþjónustu eöa samkomu i Drottins nafni. Þetta hefur því miöur oft veriö vanrækt í okkar kirkju hér á íslandi. Þegar við gefum á einhvern annan hátt til kirkjunnar, félagsins eöa einhvers þurfandi þá er þaö gjöf eöa ölmusa, og ég vil vissu- lega ekki gera lítiö úr sliku, ööru nær. En þegar við fáum tækifæri til aö leggja gjafir okkar beint í hendur Drottins í söfnuöinum verður það með sérstökum hætti „guðsþjónusta" eöa fórn. Þaö kemur einnig skýrt fram í Ritningunni, aö við eigum aö gefa til Guös þakkar, eins og þaö hefur lengi veriö nefnt á okkar landi, eða m.ö.o. aö minnast hinna fá- tæku og þurfandi okkar á meöal. Og gleymum þá ekki, aö náungi okkar er hver sá þurfandi og/eöa nauöstaddi einstaklingur, sem okkur gefst tækifæri til að styðja. Búseta, litarháttur, trúarafstaöa eða annað þaö sem okkur hættir stundum til aö nota sem afsökun fyrir því að ganga framhjá, skiptir engu máli. Hvernig og hvenær eigum við að gefa? Lesum við skrif Páls postula í 8. og 9. kafla síðara bréfs hans til Korintumanna sjáum viö, aö viö eigum aö gefa meö gleði og af örlæti eftir því sem viö megnum, en ekki meö ólund eöa meö nauö- ung. Viö eigum aö gefa í einlægni og heiöarleika og án þess aö ber- ast á. „En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki hvaö sú hægri gjörir, svo aö ölmusa þín sé í leynum." (Mt. 6:3-4). Af orðum Ritningarinnar er lika auðvelt aö draga þá ályktun, aö okkur beri aö gefa reglulega og af yfirvegun. Því ættum viö aö not- færa okkur þá möguleika, sem ætlaö er aö hjálpa okkur til að hafa reglu á gjafaþjónustu okkar. Okkur gefast t.d. ýmsir möguleikar til aö styöja starfiö í Guös ríki meö því aö veröa meðlimir í formlegu gjafakerfi. Þaö ætti líka aö vera regla að viö tökum þaö til hliðar sem viö ætlum aö gefa, um leiö og teknanna er aflaö, þannig aö gjöf okkar veröi ekki bara einhver til- viljunarkennd afgangsstærö. Hversu mikið eigum við að gefa? Þegar kærleiki Krists kallar okkur til þjónustu og ábyrgrar ráðsmennsku, þá kemur fljótt upp spurningin: „Hversu mikið á ég aö gefa?" 14

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.