Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 17

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 17
Reglur þýðingarnefndar hafa verið að mótast smám saman og ég ætla aðeins að nefna fáein dæmi. Við teljum einkenni góðs íslensks stíls fólgin I því að hafa setningar stuttar, án margra inn- skotssetninga. Við höfum því reynt að forðast langar máls- greinar en brotið þær upp meö því að setja punkt og byrja nýja aðalsetningu. Beinni ræðu er oft- ast haldið en þó hefur komið fyrir að viö höfum leyst beina ræðu upp í óbeina, einkum þar sem bein ræða kemur inn i beina ræðu, sem þegar er hafin, og bet- ur fer á í íslensku að leysa aöra upp. Við höfum reynt að forðast nástöðu orða með þvi að breyta um orð, oftast sögn, þótt hebr- eskan hafi sama oröiö á báöum stöðum. Af sömu ástæðu höfum við fellt niður orð sem tvítekin eru í hebresku þar sem betur fer á því i íslensku. Við höfum þó farið varlega með þetta. Það verkar oft andkannalega á íslenskan lesanda að sjá hiö sama sagt tvisvar með örlitlum orðalagsmun þarsem fyrri staðurinn einn nægir. Þetta samræmist illa hinum knappa stíl íslenskunnar. Þá höfum viö iðu- lega notað fornafn í framhaldi af nafnorði þar sem hebreski textinn hefur nafnorð á báðum stöðum. Þar er ekki um merkingarmun að ræða, aðeins mun á stíl. Þetta eru nokkrar hinna almennu reglna sem þýðingarnefnd hefur unnið eftir en á hverjum fundi koma upp einhver vandamál af ööru tagi sem takast veröur á viö. Hver bók Biblíunnar hefur sín sérkenni sem halda verður til haga og ýmis vandamál eru enn í umræðu og verða sjálfsagt ekki leyst fyrr en á lokasprettinum. Ef ég dreg þýö- ingarstefnuna saman má segja að markmiöið sé að skila sem ná- kvæmustum texta á sem bestu máli. En víkjum nú örstutt að einu helsta vandamáli þýðingarnefndar framan af starfinu. Það snertir aðgreiningu tvítölu og fleirtölu, sem aldalöng hefð er fyrir í Biblí- unni. í fyrstu heftunum var notuð sú venja sem tíökast i dag, þ.e. að nota fornöfnin við og þið en ekki vér og þér. Þessu undu margir illa, aörir voru ánægðir, og lausn Sálmur 125 - Helgigönguljóð Sálmurinn í útgáfunni frá 1981: Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur aö eilífu. 2 Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan i frá og að eilífu. 3 Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á landi réttlátra, til þess aö hinir réttlátu skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis. 4 Gjör þú góöum vel til, Drottinn, og þeim sem hjartahreinir eru. 5 En þá er beygja á krókóttar leiðir mun Drottinn láta hverfa meö illgjörða- mönnum. Friöur sé yfir israel! Sálmurinn í væntanlegri útgáfu: Þeir sem treysta Drottni eru sem Sionfjall, það bifast eigi, stendur aö eilífu. 2 Eins og fjöllin umlykja Jerúsalem umlykur Drottinn lýð sinn héðan í frá og aö eilífu. 3 Því að veldissproti hins rangláta mun eigi hvíla á landi réttlátra til þess aö hinir réttlátu seilist ekki meö höndum sínum eftir ranglæti. 4 Drottinn, vertu góðum góður og þeim sem hjartahreinir eru. 5 Þá sem beygja á krókótta vegu mun Drottinn leiða burt með illgjörðar- mönnum. Friður sé yfir ísrael. málsins var sú aö leita til Bibliu- félagsins sem felldi þann úrskurð að tvítölumyndirnar við/okkur skuli notaðar í beinni frásögn, lagatextum og prósa. í litúrgískum textum, sálmum, bænum og Ijóö- um skuli notuö fleirtalan vér/oss og að þar sem vafi leiki á skuli hin forna fleirtala notuð. Ég get ekki sagt aö ég sé fullsátt við ákvörö- unina og heföi helst viljaö sjá hina fornu fleirtölu sem oftast, en þurfi aö fara málamiðlunarleið í þessari biblíuútgáfu er sennilega engin lausn betri. Annaö erfitt vandamál var meðferð Sálmanna. Þegar þýðing- arnefndin tók að vinna með nýjan texta kom upp efi um að rétt væri aö fara þá leið að birta Sálmana í nýrri gerð vegna þess hve þeir eru mikiö notaðir viö ýmiss konar at- hafnir og hve margir eru þeim handgengnir i þeirri gerð sem birt er i Biblíunni frá 1912 (1981). Eft- ir allmiklar umræöur var samþykkt í nefndinni að nýta þýðinguna frá 1912 eins og unnt er en breyta aðeins þegar framfarir í textarýni sýna að ranglega haföi verið þýtt eða ef nefndinni þótti mega orða textann betur. Bar nefndin þessa niðurstöðu undir stjórn Hins is- lenska biblíufélags og var hún samþykkt. Við vinnu sina studdist nefndin við þýðingu dr. Sigurðar Arnar. Þótt kynningarritin séu öll komin út er vinnu þýðingarnefnd- ar alls ekki lokið. Hún hefur nú sjálf farið yfir öll heftin, breytt og samræmt eftir þörfum en betur má ef duga skal. Ákveðið var að fá valda lesara til þess að fara yfir öll kynningarheftin, og eiga þeir aö gera athugasemdir við mál, stíl og efnismeðferö og huga að því að samræmis sé gætt. Áður en nefndin getur skilað af sér þarf hún að lesa textann enn betur, fara yfir athugasemdir yfirlesara, semja neðanmálsskýringar, fara yfir orðskýringar og leggja siðan lokahönd á textann. Stefnt er að þvi að þessu verki veröi lokið um mitt ár 2004. Það er öllum Ijóst að erfitt er að þýða Bibliuna að nýju. Sumum finnst að engu eigi að breyta, öðrum að umbylta eigi miklu og hugsa til þess aö þetta veröi Biblía 21. aldarinnar. Meðal- vegurinn er vandrataöur en hann hefur nefndin reynt að feta. Höfundur er prófessor og forstööu- maður Orðabókar Háskólans. gkvaran® lexis.hi.is 17

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.