Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 23

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 23
Safnaðarmeðlimir benda hins vegar á að yfirlýsingar presta og biskupa hafi ekki áhrif á skoöanir sínar í þessum efnum. í könnun sem gerð var meðal rúmlega þús- und kirkjugesta í vikunni fyrir árásirnar á írak kom í Ijós að að- eins 10°/o sögðu trúna móta við- horf sín til stríðs en 40°/o kirkju- gestanna sögðu fjölmiöla móta viðhorf sín. Frumkristni i umræðu kristinna manna um réttmæti striðs hafa margir bent á viðhorf kristinna á fyrstu öldum kristninnar. Dæmi eru um nafn- greinda kristna menn í frumkirkj- unni sem af trúarástæðum neit- uöu að bera vopn og berjast fyrir yfirvöld og ýmislegt þykir benda til þess aö slík viöhorf hafi al- mennt viðgengist á meðal kristins fólks á þeim tíma. Dæmi eru um aö frumkristnir hafi verið teknir af lífi vegna afstöðu sinnar til stríðs. Þá eru einnig heimildir fyrir ástundun heiðinna siða í róm- verska hernum og sumirvilja meina að þaö sé ástæöan fyrir þátttökuleysi kristinna í her- mennsku. Þeir sem telja stríö réttlætan- legt benda á að yfirvöld fá hlut- verk sitt frá Guði og þeim beri þvi að hlýða. Ef yfirvöld segja kristn- um þegnum sínum að taka upp vopn eigi þeir að gera það. Þá er á það bent að sjálfur Jesús hafi notað vopn (svipu) og beitt of- beldi þegar hann rak sölumennina út úr musterinu. Ofbeldi „Stríð er hræðilegt fyrirbæri" skrifar breski rithöfundurinn og guðfræöingurinn C.S. Lewis í bók sinni Mere Christianity, frá 1952 og bætir við, „Ég virði skoöanir einlægs friðarsinna þó ég sé þeirr- ar skoðunar aö hann hafi alrangt fyrir sér. Ég get ekki með nokkru móti skiliö nútímafriðarstefnu þar sem þvi er haldið fram að ef mað- ur neyðist til að berjast eigi mað- ur aö gera það meö hangandi haus." C.S. Lewis, sem barðist í fyrri heimstyrjöldinni, segir aö ef hann og þýskur hermaður hefðu drepið hvor annan samtímis og átt fund eftir dauðann heföu þeir ekki iðrast neins heldur hlegið að öllu saman. Prédikarinn Billy Graham segir stríð stundum vera nauðsynleg því annars notfæri illgjörðarmenn sér ástandið og framkvæmi enn meiri myrkraverk. Einstaklingar og þjóðir hafi rétt til sjálfsvarnar og Biblían líti á lögreglu og hersem nauð- synlegan þátt í okkar fallna heimi. Ofbeldi er óhjákvæmilegur fylgifiskur stríðs og kristnir menn skiptast í margar fylkingar þegar réttmæti ofbeldis er til umræðu. Sumir segja ofbeldi eiga rétt á sér ef það kemur í veg fyrir enn meira ofbeldi. Þannig sé beinlínis rangt aö horfa aðgerðarlaus á meðan hópar fólks eru drepnir - illgjörð- armennina verði aö stöðva með öllum ráðum. lan Durie hershöfð- ingi í bandaríska hernum barðist í Persaflóastríðinu og segist bera persónulega ábyrgö á dauða hundruða ef ekki þúsunda íraka. „Það er alltaf rangt að beita valdi" segir hann, „nema það sé enn rengra að beita því ekki." Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur sagði í prédikun fyrr á árinu að sérhver maður hefði neyðarrétt til að „skerast í leikinn ef hann er í góðri trú að geta bjargað vondum aðstæðum, jafn- vel í trássi við aðra." Mörgum finnst í lagi að beita ofbeldi til að stöðva illgjörðarmenn s.s. þjófa, nauðgara eða barnaníðinga. En á hvaða tímapunkti á að beita of- beldi og i hvaöa mæli? Á meðal þeirra sem hafa upp- lifað stríö og jafnvel misst allt sitt í átökum, er fólk sem þakkar Guði fýrir stríðið. Þrátt fyrir gífurlegt persónulegt tjón lita sumir á hörmungar stríösins sem einu leiðina út úr þjáningum undir ógn- arstjórn manna eins og Hitlers, Mussolinis og Husseins. Og á með- al þeirra sem vildu Hitler feigan á sínum tíma voru prestar sem lögðu á ráðin um aö taka hann af lífi. Upp komst um áform þeirra og þeir voru teknir af lífi. Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort rétt- lætanlegt heföi verið að taka Hitler af lífi áriö 1936 og koma þannig í veg fyrir miklar hörmung- ar og einnig hvort slíkt ofbeldis- verk hefði veriö Guði þóknanlegt. Óvissa Hvaða stefnu eiga kristnir að taka í þessum efnum? Er hægt að rétt- læta stríð eða ekki? Hvað segir Jesús? Þó raddirnar sem vilja svara þessum spurningum séu margar og háværar má ekki gleyma þeim fjölmörgu sem spyrja spurninganna og vita ekki hvaða afstööu þeir eiga að taka. Þeir lesa í Biblí- unni um velþóknun Guðs á stríði en ein- nig um vanþóknun hans á ofbeldi. I þessum hópi er fjöldi presta sem foröast að taka afstöðu í prédikun- um sínum. Þá hryllir við til- hugsuninni um stríð en vita þó ekki með hvaða öðrum hætti megi stöðva þá sem sjálfum sér til framdráttar kúga aöra og myrða. „Það er alltaf rangt að beita valdi“ „nema það sé enn rengra að beita því ekki“ Unnið úr heimildum frá: Sojo- urners Magazine, World Mag- azine, ABC News, BBC News, Christianity Today, DailyTel- egraph, Focus on the Family, National Review, Star Telegram, United Press International, Was- hington Post, New YorkTimes, Billy Graham Evangelistic Associ- ation o.fl. Sérstakar þakkir fær Julia Duin blaðamaður hjá Washington Times fyrir aðstoö við heimildaöflun. Höfundur er BA i ensku og fjölmiöla- fræði og starfar sem kennari við nors- ka skólann i Addis Abega, Eþíópíu. ragnars@eecmy.org 23

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.