Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 24
Sr. Anna SigríOur Pálsdóttir Eftir skilnaðinn Að búa ein eða einn Maöurinn er skapaður til samfé- lags. Enginn getur þroskast eðli- lega sem á ekki samfélag við aðra. Þar lærum við að gefa af okkur og þiggja, við lærum að deila meö öðrum, treysta öörum og finna það að okkur er sjálfum treyst. Til er margs konar samfé- lag manna í millum, en líklega er ekkert samfélag eins við- kvæmt og samfélag hjóna. Þar deila tveir einstaklingar borði og sæng, líkama og sál, tilfinning- um og félagslegri stöðu. Við eig- um að sjálfsögöu náiö samband við börnin okkar en engum fá að þroskast og blómstra. Það er því afar sársaukafullt þegar brestur kemur í samfélag hjóna eða sambúðarfólks, brestur sem leiðir til skilnaðar. Það þekki ég af persónulegri reynslu, því að ég hef sjálf gengið í gegnum skilnað og í starfi mínu sem ráðgjafi og prestur hef ég talað á milli fjölmargra hjóna. Það er í verkahring prests að gefa út sáttavottorð til hjóna sem sækja um skilnaö, það er að segja öll hjón sem eiga börn undir átján ára aldri þurfa að leita til prests treystum við eins fyrir okkur og maka okkar. Því þarf að ríkja trúnaður og traust í því samfé- lagi. Þaö er nauðsynlegt til þess að það nái að þroskast og þró- ast. Þetta samfélag er horn- steinn heimilisins, en heimilið er griöastaður fjölskyldunnar, vaxt- arreitur þar sem einstaklingarnir þegar þau ganga í gegnum skilnað. Oftar en ekki hitta þau prestinn tvisvar, eða í mesta lagi þrisvar sinnum, svo fara þau hvort í sína átt og segir lítið af þeim eftir þann fund. Þegar skilnaðurinn er um garð genginn og hversdagurinn tekur við, þá situr sársaukinn eins og fleinn í holdi og gerir öll samskipti erfið. Flest þurfum við aö eiga einhver samskipti við fyrrverandi maka, aö minnsta kosti við sem eigum börn saman. En vegna erf- iðra tilfinninga getur þetta sam- band verið erfiöleikum bundið, ekki bara fyrir hjónin fyrrverandi heldur einkum fyrir börnin. í Heil- agri ritningu segir að þaö sem Guð hefur tengt saman megi maöurinn ekki sundur slíta. Ekk- ert bindur mann og konu eins sterkum böndum eins og börnin sem þau eiga saman. Því skyldum við þá ekki líta svo á að börnin eigi ekki að verða fórnardýr sárra og óafgreiddra tilfinninga okkar sem fullorðin erum. Togstreita, sem er oft milli fyrrverandi hjóna, kemur skýr- ast fram þegar halda á upp á eitthvaö sem kemur börnunum við, fermingarveislu eða brúð- kaup. Þá vakna upp gamlir draugar, það er ekki hægt að bjóða báðum foreldrum saman, þau geta ekki hist, helst ekki verið i sama herbergi. Eftir að ég vígðist sem prestur dreymdi mig um það aö hægt væri að sinna sálgæslu við þá ein- staklinga sem hefðu gengið í gegnum erfiöan skilnað. Það var svo fyrir nokkrum árum, að tekin var upp sú nýjung í söfnuð- inum þar sem ég starfa að sinna þessari sálgæslu. Þaö er gert á þann hátt aö bjóða upp á nám- skeið, sem hefur á margan hátt líkt form og sorgarnámskeið sem hafa verið haldin víða í rúman áratug. Þetta námskeið hefur verið nefnt: „Að búa ein/einn." Nafnið 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.