Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 25
gæti gefið til kynna að fólki væri kennd þar sú list að búa eitt, en svo er ekki. A námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að tjá sig um persónulega reynslu af skilnaðinum. Þau fá vettvang til að vinna úr þeirri reynslu með fólki sem hefur gengið í gegnum það sama. Þau deila hvert með öðru reynslu, styrk og vonum. Þau fá tækifæri til að endurmeta og finna nýjar leiðir til að sætta sig við þær aðstæður sem upp hafa komið. Ef vel gengur þá verður auðveldara að fást við daglegt líf og auðveldara aö búa ein/einn. Kannski er það þegar allt kemur til alls forsenda þess að maður geti búið sáttur í sambúð meö öörum, að maður sé sáttur viö sjálfan sig, í tilfinningalegu jafn- vægi og geti unað sér einn. Svo virðist sem flestir sem lenda í skilnaöi fari í aðalatriðum í gegnum sama ferli: Skilnaðar- hugleiðingar, ákvörðun, fram- kvæmd og ef vel gengur þá einnig endurmat á viðhorfum og vænt- ingum. Það búa margar ástæður að baki því að hjón slíta samvistum og skilja. Sum hjón tala um að þau hafi „vaxið hvort frá ööru", eða „þroskast í ólíkar áttir", eins og þau segja. Tryggðarof getur leitt til skilnaðar, framhjáhald, óreiöa í peningamálum sem ann- að hjónanna veit ekki um fyrr en allt er komið í óefni, áfengis- og/eða vímuefnaneysla svo eitt- hvað sé nefnt. Síðast en ekki síst gerist þaö oft að vandamálin hrannast upp án þess að nokkuð sé aö gert. Fyrr en varir eru þau orðin óyfirstíganleg, enga lausn er að finna. Hver svo sem ástæðan er fyrir skilnaði, þá er mikilvægt að hafa í huga að skilnaðurinn skilur eftir sár sem snerta alla þætti lífs þeir- ra sem í gegnum skilnaðinn ganga. Mikil breyting verður á fé- lagslegri og fjárhagslegri stööu. Vandamál koma upp vegna um- gengni viö börnin. Báðir aðilar upplifa erfiðar til- finningar; reiði, sorg, söknuð, af- brýðisemi, höfnun, svo eitthvað sé nefnt. Vitsmunalega geta báðir aöilar upplifaö togstreitu, hugsan- ir þeirra og gjörðir koma þeim Ég sit á hækjum mér í rústum hjóna- bandsins míns, óttaslegin og stjörf. Brotin liggja á víð og dreif, allt viröist þar mölbrotið. Ég hlýt að hafa átt há- reistar vonir og væntingar til þessa hjónabands, því fallið virðist hafa verið hátt. Ég horfi í kringum mig ráðvillt og skil ekki neitt. Hvernig gat þetta farið svona? Hvað gerðist? Hvað gerði ég rangt? Það liggur þykkur ryksalli yfir öllu, hyl- ur allt og í hvert sinn sem ég hreyfi mig þá þyrlast rykið upp í vit mín, fyllir augun og munninn svo að ég sé ekkert og get ekki andaö. Ég er hrædd, reið, örvænting- arfull en ég þori ekki lengur aö hreyfa mig af ótta við aö þá fyllst vitin min af rykinu og skítnum og ég kafni. í örvænt- ingu ákalla ég Guö: „Hjálpaðu mér Guð, ég er að sökkva!" Þá gefst ég upp og gráturinn hellist yfir mig, eins og þung alda sem brotnar með sárum ekkasogum. Tárin streyma, þau fljóta fram, óstöðvandi að því mér virðist. Smátt og smátt róast ég, en svo hellist aldan yfir mig aftur, fyrst kemur reiðin svo sorgin og söknuöurinn! Ein ald- an eltir aðra, en loks er eins og óveðrinu hið innra sloti og það færist yfir mig frið- ur. Ég er örmagna og þreytt, tóm að innan finnst mér. Ég horfi í kringum mig, nú er ekki lengur dimmt eins og áður. Ég horfi í kringum mig, nú hefur birt enn meir og ég sé að tárin hafa þvegiö burt allt rykið og hreinsaö burt óhreinindin. Ég viröi fyrir mér brotin sem liggja á víð og dreif allt i kringum mig og nú sé ég glitta í kunnuglega hluti í rústunum. Þar er margt heillegt, já, fallegt, litrikt og vissulega dýrmætt. Ég byrja aö tína saman brotin, fyrst hægt og hikandi, svo vex þrótturinn og áhuginn. Það birtir enn meir og ég sé betur til. Ég tíni upp brotin og raöa þeim saman, einu af öðru. Með hver- ju fallegu broti sem ég finn vex kjarkur minn og áhugi og ég held áfram aö tína upp brotin. Sumu hendi ég þvi þaö er ónýtt, annað skoða ég gaumgæfilega, legg þaö svo varlega hjá hinum brotunum. Nú stend ég upp og lít á verk mitt, á samanröðuð brotin sem ég hef safnað úr rústunum og ég sé að óljós mynd er að koma fram í brotunum. Ég horfi aftur og nú sé ég að brotin taka á sig fallega mynd. Það er mynd af Jesú Kristi, mynd hans er þarna i litrikum brotunum! Já, mynd hans skýrist og ég sé hann betur. Hendur hans eru framréttar! Hann réttir þær til mín! Og ég sé að birtan í kringum mig kemur frá Ijósinu sem stafar frá ásjónu hans. Ljósiö leikur um vanga minn, um mig alla og ég finn Ijúfan frið fylla hjarta mitt. Nú veit ég að allt veröur gott, því Drottinn Jesús er hér. Hann hefur verið hér allan tímann, beöið þess að ég kæmi auga á hann. Hann mun alltaf vera hér með framrétta hönd, því hann yfirgefur mig ekki. Hann þerrar tárin á hvörmum minum, hann huggar mig. Nú réttir hann mér hönd sína, gefur mér von og styrk. Ég finn hvernig lífið streymir til min aftur og hvernig hjartað fyllist af þakklæti. „Ég elska Drottin af þvi að hann heyrir grátbeiöni mina. Hann hefur hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann. Snörur dauðans umkringdu mig, angist Heljar mætti mér, ég mætti nauðum og harmi. Þá ákallaði ég nafn Drottins: „Ó, Drottinn, bjarga sál minni!" Náöugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guö er mis- kunnsamur. Drottinn varðveitir varnar- lausa, þegar ég var máttvana hjálpaði hann mér. Verö þú aftur róleg sála min þvi Drottinn gjörirvel til þín. Þú hreifst sál mín frá dauða, auga mitt frá gráti og fót minn frá hrösun." Sl. 116:1-8 Þakka þér Drottinn Jesús Kristur, bróðir minn og vinur. Þakka þér af öllu hjarta! sjálfum á óvart á neikvæöan hátt. Báðir aðilar geta fundið fýrir lik- amlegum streitueinkennum. Síð- ast en ekki síst kemur skilnaður niður á andlega sviðinu, hverjum þau treysta, hverju þau trúa og hvernig þau túlka viðmót annarra. Skilnaðarhugleiðingar Skilnaðarhugleiðingar geta stund- um staðið yfir í langan tima. Ann- aö eöa bæði hjónin ganga i gegn- um tímabil þar sem þau efast um tilfinningar sínar gagnvart hinu. Á þeim tíma finna þau ástæöur sem réttlæta eða útskýra skort á til- finningum. Sá sem er i þessum hugleiðingum leggurgrunn aö ákvöröun sinni. Á þeim tíma getur hann verið haldinn gagnstæöum tilfinningum til maka síns, elskar hann annan daginn en efast hinn. Sama gildir um að taka ákvöröun, hann slær úr og i, ákveður eitt í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.