Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 28

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 28
Sigurbjörn Þorkelsson „Samfélagið við Jesú Krist hjálpar mér í starfinu“ Viðtal við Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjón í Reykjavík Nafn: Geir Jón Þórisson. Starf: Yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fæddur: 1952. Hæö: 204 cm (var búinn aö ná þeirri hæö 18-19 ára). Skónúmer: 47 (frá 15-16 ára aldri). Gestaútsendari Bjarma var sendur á lögreglustööina til fundar viö Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónog góöan vin sinn til margra ára. Ekki reyndist auðvelt aö leggja bil í námunda viö lögreglu- stööina og þvi lét hann bara vaða og brunaði inn í port lögreglunnar sem merkt var rækilega: „Aö- gangur stranglega bannaöur." Þegar bílnum hafði verið lagt, komu tveir vígalegir en góðlegir menn á móti hinum óboöna gesti, merktir lögreglunni í bak og fyrir. „Getum viö eitthvað aöstoðað þig, væni minn?" Á þessari samkomu gerðist krafta- verk. Fyrir orð Oswalds varð ég fyrir áhrifum af Heilögum anda. Heilagur andi hitti mig í hjartastað og á þeirri stundu tók ég á móti Jesú Kristi inn í mitt líf sem frelsara mínum. Eftir aö hafa boriö erindiö upp var fulltrúa Bjarma vísaö inn á stöðina. Þar tóku viö langir gang- ar og margvíslegar vistarverur. Allt í einu heyrðist kunnugleg syngj- andi rödd, eins og aö ofan: „Ertu bara mættur vinurinn." Upphófust nú fagnaöarfundir sem leiddu af sér spjall það sem hér fer á eftir. GeirJón erfæddurog uppal- inn í Reykjavík og bjó viö Leifs- götuna fram til 21 árs aldurs. Foreldrar hans eru Þórir Geir- mundsson, fyrrverandi verkstjóri og bilstjóri hjá Reykjavíkurborg og Kristrún Skúladóttir, húsmóöir. Mamma hætti ung aö vinna úti til aö geta sinnt heimilinu og börnunum þeirra tveimur en ég á systur sem heitir Rakel og er hjúkrunarfræðingur. Hún er tveimur árum, tveimur mánuöum og tveimur dögum yngri en ég. Þaö var ómetanlegt aö hafa kær- leiksrika móöur í fullu starfi viö aö sinna heimilinu og uppeldinu á okkur Rakel. Uppeldislega haföi þaö mikla og mótandi þýöingu fyrir mig, þaö er ekki spurning, svona eftir á aö hyggja. Þannig að þú hefur drukkið í þig trúna með móðurmjólkinni? Kannski má segja þaö. Reyndar þótt ég hafi verið alinn upp á trú- uöu heimili var ég frekar fráhverf- ur trúnni um tima. Sæöi haföi hins vegar verið sáö sem bar svo ávöxt. Þegar ég var 14 ára kom hingað til lands breskur prédikari á vegum Sjónarhæöarsafnaðarins, Oswald J. Smith, mikill prédikari og áhrifarikur. Hann hélt samkom- ur í Fríkirkjunni og ég man aö ég skellti mér á eina. Ég fór nú reynd- ar meö hálfum huga, fór nú kannski ekki síst til aö hæöast og gera at, en sat samt á fremsta bekk. En vegir Drottins eru órann- sakanlegir. Á þessari samkomu geröist kraftaverk. Fyrir orö Oswalds varö ég fyrir áhrifum af Heilögum anda. Heilagur andi hitti mig í hjartastað og á þeirri stundu tók ég á móti Jesú Kristi inn i mitt líf sem frelsara minum. Þetta uröu tímamót í lífi mínu. Atburöur sem markaði algjör umskipti. Ég hef veriö virkur í kirkjulegu starfi síðan. Ég er hvitasunnu- maður, sæki þangað samfélag, en hef ekki síður starfað með þjóð- kirkjunni. Bæði í Vestmannaeyjum þegar ég var þar, þar áður í Breiö- holtskirkju og nú hin síðari ár hef ég sungið með kirkjukór Grensás- kirkju og hleyp þar stundum í skarðið sem meðhjálpari. Ég hef sungiö í kirkjukórum í 30 ár. Er ekkert erfitt að vera hvíta- sunnumaður og starfandi i þjóð- kirkjunni? Síöur en svo. Mér hefur veriö tekiö fagnandi. Hef átt ákaflega ánægjulegt samstarf viö þjóö- kirkjufólk og eignast þar góða vini. Hvernig stóð ó því að þú fluttist til Vestmannaeyja? Ég var beðinn um að taka að mér verslunarstjórastarf í bygg- ingavöruverslun. Ég var einhleyp- ur þá en 1975 kvæntist ég Ingu konunni minni, sem er frá Vest- mannaeyjum. Hún hafði ekki hugsað sér að flytja þangað aftur en geröi það samt. Ástæða þess 28

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.