Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 31

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 31
aöila aö geta verið i nánu sam- starfi við skáta- og íþróttahreyf- inguna og annaö æskulýðsstarf. Ef þaö tækist er ég þess fullviss aö stuðningur yfirvalda myndi ekki láta á sér standa. Þegar fólk upplifir öflugt æskulýösstarf sem virkar. Ef íþróttahreyfingin, skát- arnir og kirkjan setja í pott allt það góða starf sem þau standa fyrir þá kaupa menn hugmyndina og sjá aö þarna er markvisst net sem tekur á þörfum barnanna jafnt til likama, sálar og anda. Svona lagaö getur aldrei komiö ofan frá vegna tilskipunar yfir- valda. Þetta verður að vera breið samstaða um á meðal þeirra sem vinna að uppeldi og afþreyingu á meðal barna og unglinga. Fyrst og fremst þurfa kristnir menn að standa saman, sama hvaða hjörð þeir kunna að til- heyra. Kærleikur Krists verður að vera sú hugsjón sem knýr okkur, ekki einhverjir þröngir sérhags- munir. Eitthvað sem hvilir á þér að lokum, GeirJón? Ja, ég vil bara hvetja alla að gefa þvi tækifæri að lifa í samfé- lagi viö Jesú Krist. Allt það sem menn leita að er að finna í sam- félaginu við hann. Það eru svo ótrúlegar krókaleiðir og lykkjur sem sumir þurfa aö fara. Jesús mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur hverju sinni. Hann fer ekki i manngreinarálit. Hann er kærleikur án skuldbind- ingar. Að allra síðustu, GeirJón. Skiptir stœrðin máli? Nei, ekki sú likamlega. Stærð kærleika og umhyggju skiptir mestu máli og þar vil ég vera stór. Viðmælandi Geirs Jóns er rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. sbjorn@simnet.is V Góðar vefsíður Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkrar vefsíður sem ýmist eru forvitni- legar, fræðandi eða hjálplegar fólki sem er í kristilegu starfi. Abendingum um vefsíður má koma til blaðsins með pósti á ragnar@sik.is Leiðrétting á vefsióð með biblíuskýringum í síðasta tölublaði Bjarma var tilvisun í vef- slóð Böðvars Björgvinssonar en þar hefur hann sett inn hluta af biblíuskýringum Björg- vins Jörgensonar, fööur sins. Er sú vinna enn i gangi og mun skýringunum fjölga er á líður. Uppgefin vefslóð er hins vegar orðin óvirk og því komin ný sem er http://titan.vor- tex.is/bodv/BiblSkyr/OO-lnngangur.html. Eru lesendur blaösins beðnir velvirðingar á mis- tökunum sem rekja má til tæknilegra vanda- mála vefþjónsins sem um var að ræða. Samkynhneigð og kristin trú Þrjátíu og tvær kristilegar hreyfingar í Nor- egi gáfu í sumar út blaðið Homofili og kristen tro. Allar greinar þess er að finna á vefslóðinni www.homofili.com auk annarra greina sem ekki var rými fyrir í blaðinu. Markmiðið er að miðla því sem Biblían hef- ur að segja um þessi mál og skoða stöðu samkynhneiðgra. Þarna má finna greinar á ensku og norsku og vitnisburði fólks. Gott blað með margvíslegar greinar Á slóðinni www.budskabet.dk er að finna heimasíðu samnefnds blaðs, sem er kristi- legt timarit og tekur upp ýmis mál og skoðar þau í Ijósi kristinnar trúar. Mark- miðið er að hjálpa og leiðbeina kristnu fólki. Blaðið er gefið út af Luthersk Missionsforening í Danmörku. Starfað á meðal unglinga Vefsiðan www.talkstogo.com er ætluð unglingum og fólki sem starfar á meðal ungs fólks. Þar er að finna ýmislegt hjálp- legt til að nota i samræðum og boðun Guðs orðs til þessa aldurshóps. Ýmislegt i poppmenningunni er skoöað og tillögur um hvernig nýta megi það sem þar er að finna og þann heim sem ungt fólk i dag þekkir best. Síðunni er haldið úti af Evang- elical Alliance i Bretlandi. Kristilegar útvarpsstöðvar Lindin, kristiieg útvarpsstöð, er með vef- slóðina www.lindin.is. Þar má fá ýmsan fróðleik um stöðina og eins hlusta á út- sendingu. Fyrir þau sem vilja eitthvaö á ensku er gott aö skoða www.premier.org.uk, en þar eru upplýsingar um kristilegt útvarp í Englandi, fréttir og fróðleikur af ýmsu tagi. Fyrir norskumælandi er forvitnilegt aö skoða www.norea.no. 31

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.