Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 32

Bjarmi - 01.12.2003, Síða 32
Hentugar jólagjafir Daggardropar I og II Hugleiðingar um lífið og tilveruna út frá orði Guðs Dögg Haröardóttir er hjúkrunarfræöingur og kennari og hefur tekið þátt í ýmsu kristi- legu starfi á liönum árum. Undanfariö hefur hún verið meö stutta pistla eða hugleið- ingar á Lindinni, kristilegri útvarpsstöö. Hver þeirra er 5-10 mínútur. Nú hefur fyrstu þáttunum verið safnað saman og þeir gefnir út á geisladiskum. Diskana má fá keypta í verslunum kristinna samfélaga á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Daggar | dropar Um ánauð viljans Ut er komin hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi rit Marteins Lúthers, Um ánauð viljans í þýðingu Jóns Á. Jónsson- ar og Gottskálks Þórs Jenssonar. Þetta er 54. lærdómsritið í ritröð félagsins. Þetta tiltekna rit er sprottiö upp úr rit- deilu milli Lúthers og Erasmusar frá Rotterdam og fjallar um grundvöll krist- innar kenningar. Hún er sjálfsögð lesning öllum þeim sem vilja kynna sér skoðanir og framsetningu Lúthers. Bókin ber þess merki að deilan var hörö og vitnar um það hve ritskýring Lúthers var skörp. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Gottskálk Þór Jensson rituöu inngang að bókinni. Smábarna-Biblía Huggun í sorg Karl Sigurbjörnsson biskup hefur tekið saman þessa bók sem tileinkuð er þeim sem sorgin hefur sótt heim. Hún geymir huggunarorö úrýmsum áttum, í formi íhugunar, bæna og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og missi, huggun og von. Bókin er hugsuð til hjálpar fólki þegar sorgin sækir aö með öllum sínum þunga og leiöir lesandann á vit bænar- innar, hvort sem hann hefur vanist því að biðja eða ekki. Útgefandi er Skál- holtsútgáfan. hu°gun i sorg HUOLEIOING AR 00 liMN AORd Skálholtsútgáfan hefur gefiö út haröspjaldbók fyrir yngri börnin með 40 gluggum til aö opna, einn eöa fleiri á hverri síðu. Bókin er góö kynning á frásögum Gamla og Nýja testamentisins. Bókin miðar að því að börnin taki þátt i að uppgötva efni hverrar sögu. Bókin er tvímælalaust góð hjálp í því að miöla sögum og boöskap Biblíunnar til yngstu barnanna. 32

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.