Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 33
Ur heimi bænarinnar Þriöja útgáfa bókarinnar á íslensku eftir norska guðfræðiprófessorinn Ole Hallesby. Hér er á ferð- inni leiöbeining um bæn og bænalíf þar sem jafn- framt er svarað ýmsum spurningum sem fólk glímir við um bænina. Útgefandi er Salt ehf. Lífið er áskorun Nicky Gumbel, höfundur kennsiuefnis Alfa-námskeiðanna hefur samið þessa bók sem er góð útskýring á þekktum texta Biblíunnar: Fjallræðunni. Með lifandi dæmum og einföldum skýring- um varpar hann Ijósi á erindi Fjallræð- unnar til samtímans. Bókin verður notuð í framhaldsnám- skeiðum Alfa, en er einföld og góð lesning fyrir hvern sem er. Þýð- andi er Þorgils Hlynur Þorbergsson. Útgefandi er Salt ehf. Biblíulestrar og hugleiðingar Nicky Gumbel Lífið er áskorun Salt Máttarorð Hugvekjubókin vinsæla eftir Erling Ruud, i þýðingu Benedikts Arn- kelssonar, hefur verið gefin út að nýju eftir aö hafa verið uppseld um skeið. Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins. Útgefandi er Fjölvi. Hjónin Fjalar Freyr Einarsson og Dögg Harðardóttir standa fyrir útgáfu á biblíulestrum. Kveikjan er dvöl þeirra á Húsavík um árabil og þörf sem þau fundu hjá sér fyrir góða og uppbyggilega fræðslu. í byrjun hvers mánaðar munu áskrifendur fá senda tvo biblíulestra. Biblíulestrarnir koma frá ýmsum kirkjum. Þær kirkjur sem nú þegar vilja styðja þetta verkefni eru Hvítasunnukirkjan, Vegurinn, Fjölskyldukirkjan og Krossinn. Fjölfaldað efni á að standa undir þeim væntingum að leggja ekki áherslu á sérkenningar ákveðinnar kirkjudeildar. Upplýsingar fást í símum 464-2330 og 893-9993 eða með þvi að senda rafpóst á bibliulestrar@yahoo.com. Hugleiðingar sem fluttar eru á samkomum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg hvern sunnudag eru nú einnig fáanlegar á geisladiskum. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofunni i síma 588 8899. Gott úrval erlendra bóka Á skrifstofu KFUM og KFUK og Kristniboössambandsins við Holtaveg er til gott úrval erlendra kristilegra bóka. Fyrir stuttu kom ný sending til landsins. Þar er einnig að finna geisladiska og gjafavörur. Opiö er kl. 9-16 en til kl 17 á mánudögum og fimmtudögum. 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.