Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 34

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 34
Tilfinningar eru andvarp sálarinnar Kristnir menn eru hvattir til aö vera ávalit glaöir, glaöir í Drottni. En hvaö gerum við meö hinar myrku tilfinningar, þær sem tjá allt annaö en gleði? Getur kristin trú rúmaö erfiðu tilfinningarnar? Erfiöar tilfinningar eru hluti af veruleika okkar. Þetta eru tilfinn- ingar sem við forðumst gjarnan og viö tileinkum okkur alls konar brögð til þess aö komast hjá því aö finna til. Viö leitum til sálfræö- innar aö tæknilegri lausn á sálar- vanda okkar. Meö ýmiss konar aö- feröum deyfum viö tilfinningalífiö. Sumir nota lyf eða vímugjafa. Aör- ir deyfa sálina með því að vera sí- fellt önnum kafnir eöa fóöra hug- ann stöðugt af upplýsingum og ytra áreiti. Margir kjósa afneitun og innri dauða fremur en að finna til. Þaö er svo sárt aö finna til. í Sálmi 139 er þessum flótta frá hinu árvakra augliti Guðs, frá hinum sanna veruleika, lýst á grípandi hátt: „Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima aö hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segöi: „Myrkrið hylji mig og Ijósið í kringum mig verði nótt," þá myndi þó myrkriö eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og Ijós eru jöfn fyrir þér." Við kynnumst Guði betur Bókin The Cry of the Soul - How our Emotions Reveal our Deepest Questions about God fjallar um það hvernig tilfinningarnar geta hjálpað okkur til að kynnast Guöi betur. Höfundarnir eru dr. Dan B. Allender, prófessor í sálgæslu og dr. Tremper Longman, prófessor í gamlatestamentisfræðum. Margt kristiö fólk heldur að þaö sé dyggð að bæla niður erfiðar til- finningar en Allender og Longman halda því fram aö þaö aö flýja til- finningar sé hluti af uppreisn okk- ar gegn Guði, flótti frá honum. Allender og Longman segja aö tilfinningar opni okkur leið að raunveruleikanum. Allir vilja forð- ast sársauka og við viljum flýja raunveruleikann. Þó að lífið bjóði upp á mikla gleði er hún alltaf hverful og ófullkomin upplifun, hún er eins og skuggamynd af því lífi sem okkur var ætlað að lifa. Bestu stundir lífs okkar skapa væntingar og þrá eftir meira og þjáningin er áminning um að við erum ekki heima og lifum í fölln- um heimi. Páll postuli lýsir þessari kvöl: „Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríö- ir allt til þessa. En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróöa andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér biðum þess, aö Guð gefi oss barnarétt og endurleysi likami vora." (Róm.8,22-23). Oft erum við dofin fyrir þessari kvöl og flýj- um hana meö því að útiloka til- finningar. Það er ekki merki um þroska og yfirvegun heldur hroki sem snýr baki við raunveruleikan- um. Sálmarnir er okkur fyrirmynd um að skoöa innri veru okkar og leita svara við spurningunni: „Hví ert þú beygö, sál mín, og ólgar í mér?" (Sálm 42,6) Tilfinningarnar ýta okkur inn í raunveruleikann. Það er þar sem viö mætum Guði. Rödd sálarinnar Allender og Longman segja aö til- finningarnar séu rödd sálarinnar. Til þess að skilja dýpstu þrá okkar og sannfæringu þurfum við að hlusta á þessa rödd. Við tengjum tilfinningar fýrst og fremst við samskipti okkar við fólk en á sama tíma birta þær einnig hið ráðandi afl í hjarta okkar. Þær opna fyrir erfiðu spurningarnar: Hefur lífið tilgang? Hvers vegna þurfa öll samskipti aö taka enda? Er lífið réttlátt? Er lífið fyrirsjáanlegt? Er Guð góður? Þegar við hlustum á tilfinningarnar erum við i raun að spyrja: Hver er ég? Hvert stefnir hjarta mitt? Þetta snýst um spurninguna: Hvað geri ég viö Guð? Við getum skoðað tilfinning- ar út frá því hvort þær leiði til dýpri tengsla við Guð eða leiði okkur burt frá því að treysta hon- um. Ef við hundsum tilfinningar svíkjum viö sjálf okkur og missum af tækifæri til að kynnast Guði. Hreinskilni og eigin vanmáttur gefa möguleika á því að breyting geti átt sér stað. Þegar viö horf- umst í augu við dýpstu ráðandi þrá okkar þá er von um breytingu. Allender og Longman segja að við þurfum að skilja tungumál sálarinnar til þess að geta hlustað á tilfinningarnar. í bókinni fjalla þeir um erfiðu tilfinningarnar reiöi, ótta, öfund, örvæntingu, fyr- irlitningu og skömm og þær spurningar sem þær varpa fram. Þeir bjóða ekki neinar róandi lausnir við tilfinningaólgu. Það er of mikil einföldun á lifinu og innri veru okkar að nota tæknilegar lausnir við erfiðum tilfinningum. Svörin sem bókin gefur eru ekki í þvi fólgin að fjarlæga glímuna, heldur er lausnin sú aö mæta per-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.