Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 35

Bjarmi - 01.12.2003, Qupperneq 35
sónu, sjálfum Guöi, honum sem sjálfur hefur gengiö í gegnum myrkur og þjáningu til þess að birta okkur kærleika sinn og gæsku. Tilfinningar í Sálmum Gamla testamentisins í bókinni er fjallað um Sálmana sem spegil sálarinnar sem geta kennt okkur tungumál sálarinnar og oröaö tilfinningar. Þessir sálm- ar sem voru notaðir viö tilbeiöslu fjalla oftar um ásökun, efa og sársauka en um gleöi. „Úr djúpinu" ákallar sálmaskáldiö meö óhlífinni hreinskilni Guð og þaö er hvatning til okkar aö lifa ekki í afneitun um ástand heimsins og okkar eigin liöan. Sálmarnir hjálpa okkur að skilja aö tilfinningarnar eiga alltaf upptök sín í undirliggjandi spurn- ingu um Guð. Loks sýna þær að aöstæður sem kalla fram erfiöar tilfinningar eru ekki vandamáliö, heldur er vandamálið aö hjarta okkar er í andstööu við Guö. Sálmaskáldið tjáöi opinberlega tilfinningar eins og reiði og fyrir- litningu gagnvart Guði. Fyrir okkur er þaö uppörvun aö sjá aö aðrir hafa glímt viö erfiðar tilfinningar og spurningar og í baráttunni lært að elska Guð. Sálmaskáldiö setur orö á sársaukann og hann er ekki falinn í andlegum orðatiltækjum eöa æfingum til aö losna undan kvölinni. Viö erum hvött til aö viðurkenna sársaukan, án afsök- unar og án þess að hylja sáriö. Margir mundu veigra sér viö aö oröa reiði og örvæntingu eins og sálmaskáldiö gerir. En í Sálmunum erum viö hvött til þess aö vera heinskilin og persónuleg viö Guö. Brueggeman segir að þessir sálm- ar tjái neitun viö að sætta sig viö ástandið eins og það er. Þeir tjá vægöarlausa von um að Guöi sé ekkert um megn. Ekkert lendir fyr- ir utan ábyrgö Guðs. Sálmarnir hvetja okkur til aö kalla á Guð í myrkrinu og tjá efasemdir okkar en það er reyndar í ákveönu sam- hengi sem það er gert, sem hluti af tilbeiðslu. Sálmarnir voru sungnir sem hluti af opinberri til- beiöslu og við erum hvött til aö tjá tilfinningar okkar í tilbeiðslu. Hvers getum viö vænst af Guöi? Hvernig er Guö? Hvaö mun hann gera við okkur þegar afneit- unin er horfin og sársaukinn er kominn í dagsljósið? Svar Guös viö reiði og hræöslu okkar kemur á óvart. Viö höld- um aö hann vilji stillt og þæg börn sem taka þvi sem að hönd- um ber. En viö komumst aö því aö hann vill að líf okkar sé þrungið ástriöu og undrun yfir því hver hann er. Hann leiðir okkur út á ystu nöf lífs- ins þar sem vel skipulagt líf og öryggi er fjarri og við erum ósjálf- bjarga og úrræðalaus. Það er stað- urinn þar sem traustiö getur vaxið. Áætlun hans er okkur til heilla. í til- finningalegri glímu okkar við Guð munum viö vaxa í skilningi á því hver hann er. Hann svarar okk- ur ekki alltaf eins og við væntum, en hvaö sem hann gerir þá birtir hann okkur hjarta sitt. Við kynnumst honum betur. Tilfinningar okkar og tilfinningar Guðs Annaö atriði sem Allender og Longman fjalla um í sambandi við erfiðar tilfinningar er að aö þær auka skilning okkar á tilfinningum Guös og hjálpa okkur þannig aö þekkja hann betur. Guö hefur til- finningar eins og reiði, öfund og fyrirlitningu. Guð hefurvalið að opinbera sjálfan sig meö því að likja þeim við tilfinningar manns- ins. Innsýn í eigið tilfinningalíf og það hversu yfirþyrmandi þaö getur veriö, hjálpar okkur aö undrast og íhuga tilfinningar Guös. í kross- dauða sinum var Sonur Guös yfir- gefinn af Guöi og upplifði ótta, örvænt- ingu og skömm. Okkur eigin upplifun af þessum tilfinningum getur hjálpaö okkur aö skilja betur hvað Guð lagði á sig til þess aö frelsa okkur. Viö stöndum hjarta Guös nær. Skapari heimsins mætir okkur í aöstæðum okkur þvi að hann hann þráir að viö kynnumst hon- um og endurgjöldum ástina með ástriðu og tilbeiöslu. „Hversu tor- skildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkorn- in, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.” (Sálm 139,17-18). Heimild: Allender, Dan B. 8t Tremper Longman. The Cry of the Soul. How our Emotions Reveal our Deepest Questions about God. Colorado Springs: Navpress, 1994. Höfundur er hjúkrunarfræöingur

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.