Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 18
Sr. Þórhallur Heimisson Hamingjuleitin Fyrir nokkru baö ritstjóri Bjarma mig um aö setja niður fáeina punkta á blað um fjölskylduna og hamingjuna fyrir blaöiö og lesendur þess. Er mér þaö Ijúf skylda. 1. Góö uppskrift og góð kaka Mig langar til þess að byrja þá umfjöllun meö því aö birta UPP- SKRIFTAÐ GÓÐU FJÖLSKYLDULÍFI sem ég kokkaði saman fyrir nokkrum árum. Uppskriftin er enn allra góöra gjalda verö og lítur svona út: 2 bollar af ást. 2 bollar af trausti. 2 bollar hreinskilni 2 bollar umhyggja fyrir öllum á heimilinu. 4 dl. húmor 4 dl. blíða 175 g mjúk vinátta 1 1/2 dl. fyrirgefning, gefin og þegin. 3 stórar matskeiöar af virðingu. 3 msk. gagnkvæmur skilningur 2 msk. frelsi Stór slatti af hrósi Bragðbætist meö snertingu Hræriö öllu varlega saman í stórri skál. Gefiö ykkur góöan tíma því annars er hætta á aö eitthvað af þurrefnunum gleymist eöa hlaupi í kekki. Helliö í fat eða ílát sem ykkur þykir vænt um. Bakist í vinalegu umhverfi og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna, allt eftir smekk. Þaö breytir ekki sjálfri kökunni, en útkoman veröur skemmtilegri og persónulegri. Ekki skaöar krem með tilbreytingu að eigin vali. Munið aö tala saman um baksturinn, þvi annars brennur allt viö í ofninum. Berist fram í tíma og ótíma, meö bros á vör. Ég held að viö getum öll verið á einu máli um þaö, lesendur góöir, að þetta veröur bara nokkuð góö kaka hjá okkur. En því miður vill þaö nú fara svo af einhverjum ástæðum hjá mörgum á íslandi í dag aö þaö gengur illa aö baka þessa ágætu köku. Alla vega er þaö svo aö víöa eru erfið sam- skiptin á heimilunum, mörg hjónabönd enda meö skilnaði og margir foreldrar eiga í miklum erfiöleikum með samskiptin við börnin sín á öllum aldri. Þannig að kakan góða vill brenna viö í 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.