Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Halla Jónsdóttir Fyrir framan salnaðarheimilið. A AÐVENTUNNI er eins og jörðin smitist af dýrð himnanna Viðtal við sr. GuðmunrJ Karl Brynjarsson Guðmundur Karl Brynjarsson er borinn og barnfæddur í Keflavík. Sem lítill drengur lærði hann bænir af foreldrum og ömmu og afa. J l B m^'W'* i Æf HL^ w / / \ \ MKÍ Æ 4 íjö Bænin fylgdi honum og á æsku- árum vissi hann að á erfiðum stundum gat hann beðið til Guðs, en Guð virtist að öðru leyti fjar- lægur. Það voru orð konu einnar sem hann heyrði tala um að hún þakkaði Guði á hverjum degi fyrir það sem hún hefði, sem urðu til þess að vekja hann, eins og upp af svefni. Þessi hversdagslegi atburður var eins konar leiðarsteinn Guðmundar Karls í því ferli Guðs að leiða hann til sín. Tuttugu og eins árs gafst hann Jesú Kristi, en sú ákvörðun hefur haft mikil og afgerandi áhrif á allt líf hans. Guðmundur Karl er kvæntur Kamillu Gísladóttur, kennara og eiga þau þrjú börn. Guðmundur Karl vígðist til starfs skólaprests 1996, fórtveimur árum síðar sem prestur á Skagaströnd þar sem þau hjónin bjuggu og störfuðu í 2 1/2 ár. Árið 2000 fluttust þau síðan suður þegar hann gerðist prestur í Hjallakirkju. Fulltrúi Bjarma hitti sr. Guðmund Karl á milli morgunmessu og ferm- ingarfræðslu. Það eru miklar annir hjá ungum presti í nýjum söfnuði en í dag er hann sóknarprestur í nýrri sókn í Kópavogi, Lindasókn. Og að mörgu þarf að huga, en hann gaf sér samt tíma til umræðu um starfið, lífið, trúna og aðventuna. Af hverju fórstu aö lesa guöfræöi? Eftir að ég komst til trúar velti ég þvi mikið fyrir mér hvort mér væri ætlað að verða prestur eða kristni-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.