Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2004, Side 6

Bjarmi - 01.12.2004, Side 6
Farðið yfir próf með fermingarbörnunum. Nú kemur þú úr starfi leikmarma- hreyfingar. Taka leikmenn virkan þátt í safnaðarstarfinu? Presturinn hvorki getur né á að gera allt einn. Það eru allir mikil- vægir í starfinu og í lifandi söfnuði eru margir virkir. Ég hef verið afar lánsamur og söfnuðurinn blessaður með góðu fólki sem heldur uppi kirkjustarfinu. Hvaða leiðir ferð þú í boðun fag- naðarerindisins til unga fólksins? Það er mikilvægt að þau læri að biðja til Jesú með sínum orðum og vita að Jesús sé nálægur. Biblíuversin eru mikilvæg, svo að þau eigi þann fjársjóð innra með sér. Það gleður mig mikið eins og núna þegar ein úrfermingarhópnum afhenti mér fallega frumsamda bæn. Það er erfitt að gera upp á milli en geturðu nefnt eitthvað sem er sérstaklega ánægjulegt i starfinu? Fermingarfræðslan er eitt það alira ánægjulegasta í starfinu. Um hana verður kirkjan að standa vörð og velja vel hvað það er sem við ætlum að leggja áherslu á. Einnig hefur verið afar ánægju- legt að vera með Alfa námskeið og þar nýt ég góðs samstarfmanns, Marteins Steinars Jónssonar. Námskeiðin eru alveg einstök og það hefur gefið mér sjálfum mjög mikið að vera með þau. Þar hef ég lagt áherslu á að nota tæknina og útbúa sjónrænt efni, þar sem tákn- rænar myndir eru tengdar kennslun- ni i biblíuversum og bænum. Þú nefndir að þérþætti fermingar- fræðslan gefandi. Á hvað finnst þér að eigi að leggja áherslu í ferming- arfræðslunni? Mitt viðhorf er að það þurfi að leggja mesta áherslu á kristna trú- fræði. Hún erforsendan og grunn- inn. Að kenna unglingunum um skaparann, frelsarann og heilagan anda. Því legg ég mikla áherslu á trúarjátninguna að lútherskum sið. Þau þurfa að þekkja Jesú Krist svo að þau geti gert hann í raun og veru að leiðtoga lífs síns, að þau viti hvað felst í því. Þá legg ég mikla áherslu á að þau kunni að fletta upp í Biblíunni, að þau fái með sér í nesti mikilvæg ritningarvers sem þau hafa lært utanbókar. Ég fjalla ekki sérlega mikið um helgihaldið heldur legg ég áherslu á að þau upplifi það, með því að taka þátt í því. Hér er fermingarfræðslan tekin alvarlega, þau þreyta próf sem þau þurfa að standast. Hvernig hiúir þú að þér og þinni eigin uppbyggingu? Bænin er mér nauðsynleg. Að biðja og þakka. Að fela Guði lifið, starfið og öll mál sem koma upp. Og lestur orðsins. Þá er gott að geta tekið þátt í predikunarklúbbn- um sem starfandi er hér i Reykja- vikuprófastsdæmi eystra undir styrkri stjórn dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Þó að annir hindri mig stundum í að komast þangað er það gott og gefandi samfélag. Þá höfum við prestarnir hér í nágrenn- inu gott samstarf okkar á milli. Hvað er erfiðast í prestsstarfinu? Það eru alltaf þung spor að fara í sorgarhús og tilkynna um andlát. Þá finnur maður svo til smæðar sinnar en þá er það eina sem hægt er að gera er að biðja til Guðs og fela alla viðkomandi i Guðs hendur. 6

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.