Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2004, Side 7

Bjarmi - 01.12.2004, Side 7
Bryddiö þiö upp á einhverju nýju í safnaöarstarfinu á aöventunni? Á fyrsta sunnudegi í aðventu koma sóknarbörn saman og föndra jólaskraut og við áttum saman afar góða og gefandi stund. Stund sem einkenndist af gleði og tilhlökkun aðventunnar. Þessi hefð er án efa komin til að vera í safnaðarstarfinu og munum við án efa halda þeirri hefð eftir að kirkjubyggingin er komin, kannski getum við þá útbúið skraut til að skreyta kirkjuna. Hvernig er svo aðfangadagur? Hvernig gengur aö samræma það að vera prestur og fjölskyldufaðir? Ég tók þann sið upp eftir sr. Frank M. Halldórssyni í Neskirkju að vera með fjölskylduguðsþjónustu klukkan 16 á aðfangadag. Mörgum finnst það góður tími. Þá er fjöl- skyldan min með mér í kirkjunni. Börnin min eru það ung enn að það er of mikið fyrir þau að vera aftur með við aftansöng klukkan 18. Svo að þá eru þau heima. Við fögnum komu jólanna því saman í kirkjunni fyrst og svo saman heima þegar ég kem úr kirkjunni. Einn af uppáhaldssálmum sr. Guðmundar Karls er aðventusálm- urinn Kom þú, kom, vor Immanúel. í öðru erindi segir: Kom þú með dag á dimma jörð Þín væntir öll þín veika hjörð. Lækna þrautir og þerra tár, Græð þú Kristur, öll dauðans djúpu sár. Ó, fagnið nú! Immanúel, mun fæðast sínum ísrael. Með þessum orðum kveðjum við og göngum fagnandi og með blik barnsins i augum eins og við- mælandi okkar til móts við hann sem kemur sem barn í jötu til að breyta lífi og kalla fólk til þjónustu við sig. Lifandi Guð sem vitjar okkar í syni sinum Jesú Kristi. Guð sem leysir hlekki, hrekur burtu myrkrið svarta og gefur eilíft líf. Undir opnum hliðum himins hans. Á aðventu, á jólum og um alla eilífð þökkum við, og lofum nafnið hans. Ó fagnið nú! Immanúel mun fæðast sínum ísrael. Við þökkum viðmælanda okkar um leið og við munum eftir að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans, starfi hans og safnaðarins. Guð blessi starf í kirkjum lands- ins, og blessi orðið sem sáð er. Guð blessi börnin og ungmennin og mættu þau fá að eignast trú á lifan- di frelsara og læra að þiðja til hans sem hefur vitjað okkar í syni sínum Jesú Kristi. Og að þakka Guði. Viðmælandi Guðmundar Karls er aðjúnkt við Kennaraháskóla íslands Áttu þér uppáhaldsbiblíutexta eöa vers? Sálmur 103 er mér sérstaklega kær. Og hefur verið það lengi. Vers úr þeim sálmi koma oft til mín og Guð vitjar min oft með orðum úr honum. Þar er fjallað um fyrirgefn- inguna, lækninguna, og hvernig Guð mettar líf okkar að gæðum. Þar erfjallað um náðugan og miskunn- saman Guð, sem er þolinmóður og gæskuríkur. Guð sem breytir ekki við okkur eftir syndum okkar heldur er hann óendanlega miskunnsamur og feykir burt syndum okkar. Hann miskunnar eins og faðir því að hann gjörþekkir okkur. Miskunn hans og réttlæti vara að eilífu. Og sálmurinn byrjar og endar á lofgjörðinni; Lofa þú Drottin sála min og allt sem I mér er, hans heitaga nafn, lofa þú Drottin sála min og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Og svo er það Tómas. Ég er svo þakklátur fyrir að fá að hafa frásögurnar af Jesú og Tómasi. Nú er aðventan gengin á garð. Hvaða tilfinningar hefur þú sjálfur til aðventu? Aðventan er stórkostlegur tími. Þá er engu líkara en að jörðin smit- ist af dýrð himnanna sem Ijómaði kringum hirðana hin fyrstu jól. Ég verð alltaf eins og barn gagnvart allri Ijósadýrðinni. Á nýju heimili okkar er t.d. búið að setja allt jólaskraut upp nema sjálft tréð. Ég hef mikla ánægju af seríum og jólaskrauti.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.