Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Samband íslenskra kristniboðs- félaga þurfti meiri fjármuni en áður. Konurnar í Kristniboðsfélaginu íhuguðu, hvernig hægt væri að afla meiri tekna. Þær hófu kaffisölu, með heimabökuðu meðlæti, í Betaníu 1. maí 1952. Síðan hefur kaffisala þann dag verið árlegur viðburður og alltaf gefið góðan arð. Staðurinn varð að vísu annar eftir að félögin, sem áttu Laufásveg 13 eignuðust Kristniboðssalinn á Háaleitisbraut 58 ásamt Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga. Undirrituð hefur verið i Kristni- boðsfélagi kvenna í 40 ár. Þann tima þekki ég þvi vel starfsemi félagsins. Fyrstu árin lærði ég margt af þeim, sem eldri voru. Fórnfýsin var einstök. Oft var eyrir ekkjunnar lagður í samskotaskálina á fundum. Kærleikur eldri kvennanna og fyrir- bænir umvöfðu líka okkur sem yngri vorum. Hverri nýrri félagskonu var fagnað innilega og glaðst yfir víðari starfsakri bæði úti og hér heima. Með kærleika og bæn stóðu allar konurnar að baki okkar, sem tókum þátt í telpnastarfinu og sunnudaga- skólanum. Þegar telpumar, sem voru vikulega á fundum, fóru að hafa basara til að geta selt þá muni, sem þær höfðu gert fyrir kristni- boðið, fengum við líka gjafir frá félagskonum. Basarinn festist í sessi og hefur ætíð aflað tekna fyrir málefnið. Fjáröflunarsamkomur í sama tilgangi hafa um áraraðir verið einu sinni á vetri. Síðan hafa Eþíópíukvöld og grænmetismarkað- ur bæst við. Kristniboðsfélag kvenna hefur ætíð notið aðstoðar og vináttu margra. Einkum hafa kristniboð- arnir, sem heim koma frá akrinum úti, stutt okkur í starfi, og ýmsar konurnar gengið i félagið. Ólafur Ólafsson var alla tið mjög tengdur félagi okkar. Hann var fyrsti kristni- boðinn og kona hans Herborg varaformaður þess í áratugi. Lengi sá Ólafur um fyrsta fund janúar- mánaðar ár hvert og auk þess oft um efni annarra samverustunda. Aldinn að árum sagði hann á einum slíkum fundi haustið 1972: „Konurnar, sem hófust handa og stofnuðu þetta félag, vissu hvað þær voru að gera, því að þær treystu Jesú og postulunum." Gleðin í starfinu í 100 ára sögu Kristniboðsfélags kvenna hafa skipst á skin og skúrir. En ávallt hefur það fengið að njóta nærveru Drottins. Biblían hefur verið leiðarljósið. Árum saman höfum við fengið fræðslu annarra i Guðs orði. Þvi minnumst við með þakklæti vina okkar, sem luku Orðinu upp fyrir okkur en eru nú komnir heim til fagnaðar Herra sins. Kristniboðið og kristniboðarnir, bæði stórir og smáir, hafa alltaf verið bænabörn kvennanna í félag- inu. Við höfum glaðst af heilum hug yfir ávaxtaríku starfi þeirra. Það hefur verið hrifandi að fá heim- sóknir frá kristniboðsakrinum og hlusta á vitnishurð svartra vina okkar, sem þekkja af eigin raun, hvað það er að lifa í myrkri heiðn- innar. En svo kom Ijósið inn í líf þeirra, er þeir fengu að heyra fagn- aðarerindið um frelsarann Jesú Krist, sem er hinn sami í gær, í dag og um aldir. Krisíniboðið og kristniboðarnir, bæði stórir og smáir, hafa alltaf verið bæn- abörn kvennanna í félaginu. Guði séu þakkir að við í Kristniboðsfélagi kvenna fengum náð til að taka þátt i þvi starfi. Heimildir: Fundargerðir Kristniboðsfélags kvenna og þættir áður unnir upp úr þeim. Greinin var upphaflega erindi flutt á afmælishátíð félagsins í Breiðholts- kirkju 6. nóvember 2004 Höfundur er fyrrum safnvörður 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.