Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2004, Side 12

Bjarmi - 01.12.2004, Side 12
Viðbúin að hlusta ogtala Michael Ipgrave tekinn tali um þvertrúarleg samskipti í septemberlok kom hingað til lands Englendingurinn dr. Michael Ipgrave, prestur í anglíkönsku kirkjunni sem nú hefur tekið við sem erkidjákni í suðurhluta London. Við höfum reynt að safna saman full- trúum kirkjudeildanna, en það er ekki einfalt því að við erum ekki öll sam- mála um það hvernig skuli standa að svona starfi og hve langt skuli ganga. Hann hefur lengi verið ráðgjafi erki- biskupsráðsins í Bretlandi í öllum málefnum sem varða önnur trúar- brögð og ritari samkirkjulegrar nefndar sem samhæfir öll þver- trúarleg samskipti í heimalandi sínu. Hér á landi tók hann m.a. þátt í málþingi á vegum kærleiksþjón- ustusviðs Biskupsstofu og Alþjóða- húss um þvertrúarleg samskipti í fjölmenningarsamfélagi. Ég hlustaði á Michael á ofannefndu málþingi en hitti hann síðan á mánudagsmorgni á Biskupsstofu til að ræða nánar við hann um þessi mál. Nú er lengri hefö fyrir fjölbreyttu samfélagi i Bretlandi en hér, hvaö hefur veriö aö gerast í samræöum á milli trúarbragöa þar undanfarin ár og áratugi? Rétt er það að okkar tengsl við umheiminn og saga okkar sem heimsveldis á árum áður hefur gert það að verkum að breskt samfélag er mun fjölbreyttara hvað snertir kynþætti og trúarbrögð en hér á landi. Breskt þjóðfélag er samfélag fjöltrúar og fjölmenningar. Þar að auki stundar fjöldi fólks annars konar trúariðkun og andlegt líf t.d. á nótum nýaldar. í samfélaginu eru einnig margir sérhópar með eigin menningu sem birtist í mismunandi talsmáta, hegðun og klæðaburði. Félagsleg og efnahagsleg staða fólks er afar frábrugðin. Þarna er aðgreining milli fólks þó svo að ekki sé hún svo sýnileg. Kirkjuflóran er mjög fjölbreytt á Bretlandi. Þar er að finna margvís- legar hefðir. Víða í anglíkönskum söfnuðum í stórborgunum er meiri- hluti þeirra er sækja guðsþjónustu af afrískum uppruna. Trúfesti þeirra og lifandi lofgjörð hefur endur- nýjandi áhrif á okkur hin. Siðustu áratugi höfum við á Bretlandi rætt mjög þvertrúarleg

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.