Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 14
því. Þegar við boðum fagnaðar- erindið fólki af annarri trú þurfum við að vera tilbúin að hlusta á það af sömu einlægni og þegar við boðum. Fólk ólíkrar skoðunar talar oft ekki saman og þá nær það ekki heldur saman. Það er mikilvægt fyrir okkur sem kirkju Krists að setjast niður saman, ræða hvernig við sinnum þessum málum og hvernig við nálgumst fólk af öðrum trúarbrögðum. Það verður alltaf spenna til staðar, en hún getur verið skapandi, hún á ekki að vera ógn eða neitt sem veikir okkur. Það er mikilvægt að vinna að gagnkvæm- um skilningi, en það þýðir ekki að við verðum sammála. T.d. var þekktur leiðtogi múslima í Egypta- landi sem náði að skilja þrenningar- kenninguna eftir samræður við kristna leiðtoga, en þetta er atriði sem margir múslimar vilja ekki Orðin „réttlæti", „frelsi" og „friður" þýða ekki alveg þaö sama í huga múslima og kristins manns. ræða eða heyra minnst á. Samræður verða misjafnar eftir því hver á í hlut. Mikill munur er á að ræða trúna við múslima eða fólk sem er hindúatrúar. í þvertrúar- legum samskiptum ræðum við ekki aðeins innihald trúarinnar, heldur líka hvernig við getum staðið vörð um trúfrelsið í landinu, sem er sameiginlegt hagsmunamál allra trúarhópa og jafnvel önnur sam- eiginleg hagsmuna- og réttindamái. En er ekki hætt viö því aö viö missum djörfungina eöa komum okkur aldrei aO boöuninni ef við erum alltaf í samræöum? Vissulega er það hætta. Starf og hlutverk kirkjunnar er þríþætt, eins og er i kristniboðsstarfinu. Kirkjan boðar kærleika Guðs í orði og verki. Þrennt þarf að fara saman. í fyrsta lagi að við leitum sannleikans um Guð með samræðum. í öðru lagi að kirkjan sinni boðun fagnaðarerindis- ins eins og hún er kölluð til. í þriðja lagi að kærleiksþjónustan verði hluti af starfi kirkjunnar. Þetta þrennt, samræður, boðun og kærleiksþjón- usta þarf allt að fara saman. Auðvelt er að falla i þá gryfju að sinna aðeins einum þessara þátta. Ef við stundum kærleiksþjónustu en boðum aldreí fagnaðarerindið erum við búin að aftengja verkin frá þeirri grundvallarhugsjón sem kristin- dómurinn byggir á, kærlkeika Guðs sem mætir okkur í Jesú Kristi. Við þurfum að halda þessu öllu saman þó svo að sumir einstaklingar og jafnvel kirkjur kjósi að helga krafta sína einu sviði umfram önnur. Þetta er meðal þess sem kirkjurnar þurfa að ræða sin á milli. Kærleiksþjónustan er öflugasti vitnisburðurinn á meðal múslima. Þegar við ræðum saman getum við líka komist að þvi hvar við getum hugsanlega unnið saman t.d. að bættu bjóðfélagi. En þar er að mörgu að gæta. Orðin „réttlæti", „frelsi" og „friður" þýða ekki alveg það sama í huga múslima og kristins manns, en báðirtrúa þeir því að réttlæti sé samkvæmt áætlun Guðs. Með samskiptum okkar byggjum við upp traust og gagn- kvæman skilning. í samræðum þurfum við einnig að komast að og fjalla um kjarna trúarinnar, en hætt- an er á að við tölum um allt annað, þ.e. aðeins það sem við getum verið sammála um og við týnum aðalatriðinu. Samhliða þvertrúar- legum samræðum þurfa að eiga sér stað samkristin samskipti þar sem við sem erum kristin ræðum saman um þessi mál. Við þurfum að hafa á hreinu hvert er hlutverk okkar sem kristinnar kirkju. Einna mikil- vægast I þessu sambandi er á hvern hátt samræður og boðunar- starf tengjast í þvertrúarlegum samskiptum. Við berum ábyrgð á því að eiga samræður við annað fólk og að vitna fyrir þvi um trú okkar. Sannfæring okkar getur verið afar misjöfn, en við getum átt frum- kvæðið í því að tala við fólk af öðrum trúarbrögðum. Er það ekki hluti af því að vera gestrisin? Er ótti viö islam mikill á Bretlandi? Við finnum fyrir ákveðnum ótta við islam. Hann er mestur á meðal fólks sem þekkir ekki islam. Það fer einnig eftir reynslu fólks. Ef afstað- an byggir eingöngu á fréttaflutningi fjölmiðla verður hún önnur en ef við þekkjum múslima af samskiptum okkar við þá. Margt fólk á Bretlandi þekkir reyndar múslima í nágrenni sínu en er samt óttaslegið. Þegar ég hugsa um múslima er ég ekki að hugsa um eitthvað fjarlægt heldur fólk sem ég þekki og hef unnið með. Þarna á ég raunverulegt sam- band við múslima. Okkur hættirtil að dæma alla múslima eins, en þeir eru ekki allir eins og trúa ekki allir þvi sama. Seinni árin tengja margir múslima við hryðjuverk. Þar eiga fjölmiðlar sinn þátt. Þetta er líka áskorun til kirkjunnar. Við þurfum að horfast í augu við tvennt: Annars vegar að tala rétt og satt og yfirfæra ekki eina áherslu yfir á alla i hópn- um. Hins vegar það að sum lönd heims framfylgja mjög harðri stefnu sem við getum ekki horft framhjá. Það er ekki allt i lagi alls staðar og hvað gerum við í því? En oftast eru 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.