Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 15
öfgarnar fréttaefni, ekki lif venjulegs fólks. Hvaöa ábyrgö berum við? Við þurfum að vera minnug þess að annað fólk hér á jörð, sama hverrar trúar það er, er sam- ferðafólk okkar og köllun okkar er sú að mæta þörfum þess. Við getum leitað leiða til að vinna saman að ýmsu sem kemur öllum til góða. Þjóðkirkjan hér á landi ber sérstaka ábyrgð á að tryggja trú- felsi, svo að fólk annarrar trúar og annarra kirkjudeilda fái að rækta trú sína. í þvi felst að þetta fólk fái að hafa það sem það þarf til að iðka trúna, svo sem bænastað, prest og fleira. Þetta er sérstök ábyrgð meiri- hlutans gagnvart minnihlutanum. Þjóðkirkjan er öflug stofnun og hefur mikið vald. Ef við viljum tryggja að gildi sem byggja á trú eigi sinn sess í opinberu lífi verðum við að tryggja það að hin ýmsu trúarsamfélög hafi aðgang að hinu opinbera rými um leið og við sem skipti við önnur trúarbrögð (sem finna má á slóðinni http://www.kirk- jan.is/annall/truarbrogd/2004-10- 20/10.30.29). Það hefst á þvi að visa til hins þríeina Guðs, fjallar síðan um að- stæður okkar nú á tímum og mikil- vægi þess að við greinum áætlun Guðs í þeirri trúarlegu fjölmenningu sem við búum við. Loks er að finna tólf atriði um þvertrúarleg samskipti fyrir kristna menn. Þetta er til leið- beiningar og verður vonandi notað af kirkjunum og úti í samfélaginu í daglegum samskiptum fólks. Hvers vegna er í einni greininni þess krafist að kristin fræöi séu kennd? Á Bretlandi höfum við haldið að fólk þekkti kristindóminn, en við getum ekki gert ráð fyrir því lengur. Sums staðar er jafnvel kennt um önnur trúarbrögð en ekkert um kristna trú vegna þess að gert var ráð fyrir að þar vissi fólk nóg. En það er mjög mikilvægt að fólk þekki 5 minútur. Síðan var 5 mínútna þögn þar sem hver og einn bað fyrir sig. Við litum ekki á þetta sem málamiðlun. Ef þetta gerist held ég að leita verði slíkra lausna. Á Bretlandi höfum við haldið að fólk þekkti kristindóminn, en við getum ekki gert ráð fyrir því lengur. Trúfrelsi hiýtur að vera mikilvægt í þessu sambandi. Hvaö meö öli þau lönd heims þar sem kristin boöun og jafnvel iökun trúarinnar er bönnuö? Trúfrelsið og að standa vörð um það er mjög brýnt. Kristið fólk í mörgum löndum múslima líðurfyrir trú sína, sama er að segja á Ind- landi. í Pakistan hefur verið ráðist harkalega gegn kristnu fólki og í Sádi-Arabíu er iðkun trúarinnar bönnuð. Sums staðar eru gömlu kirkjudeildirnar leyfðar en engar evangelískar kirkjur. Spurningin + t kirkja verðum að halda i sjálfsskiln- ing okkar sem kristins samfélags sem hefur boðskap að flytja. Á Bretlandseyjum eru víða starfandi prestar, bæði frá okkur og öðrum trúarbrögðum, sem sinna t.d. trúar- legum þörfum stúdenta í háskólum og sjúklinga og aðstandenda á sjúkrahúsum. Breskt þjóðfélag hefur tryggt tjáningu trúarinnar á oþinberum vettvangi. Þar kemur fjölbreytnin fram. Kirkjuhefðin er fjölbreytt sem hjálpar okkur að lifa með fjölbreytni þegar kemur að trúarbrögðunum. Nú hafa þjóökirkjur Norðurlanda og Enska kirkjan sent frá sér sameigin- lega stefnuyfirlýsingu söfnuöunum til leiöbeiningar. Hvers vegna? Fjöldi trúarbragða og breytt samfélag kalla á viðbrögð. Þetta höfum við reynt á Bretlandseyjum undanfarin 40-50 ár. Samfélagið hefur verið að breytast og er að breytast. Þessar kirkjur sem eru í samstarfi um ýmis málefni hafa tekið saman sérstakt skjal um sam- grundvöll trúarinnar. Þá verður líka auðveldara að nálgast annað fólk. Kristindómurinn er ekki bara ensk trú, eða trú hins hvita. Við erum með margar kirkjur á Bretlandi sem mótast af afrískri og asískri kristinni hefð. Við búum við fjölmenningar- kristindóm. Ein greinin fjallar um aö fólk af mismunandi trúarbrögöum geti þurft aö koma saman til sameigin- legs helgihalds. Ekki geta allir verið sammála þessu? Nei, það er rétt, þetta er mikið hitamál. Það er ekki auðvelt að standa fyrir þvertrúarlegu helgihaldi. En það geta komið upp aðstæður þar sem fólk af mismunandi trú vill geta komið saman - reyndar á mis- munandi forsendum - í nærveru Guðs, t.d. í tengslum við hjóna- vígslur og útfarir. En þetta er ekki auðvelt. Þannig var það t.d. eftir mikinn harmleik heima í Leicester. Fólk kom saman í opnum garði, á hlutlausu svæði. Fyrst ávarpaði biskupinn og síðan imaninn, hvor í brennur vonandi á okkur: Hvað getum við gert fyrir bræður og systur í trúnni? En við getum ekki sagt að múslimar á Bretlandi beri ábyrgð á þessu ástandi. Okkar er að gefa gott fordæmi um hvernig þetta getur verið. Ég veit að það er erfitt. Ég veit um kristið fólk í lönd- um ofsókna sem spyr: „Hvers vegna eruð þið svona vingjarnleg við þetta fólk sem fer svona illa með okkur hér heima?“ Þarna er mikil þjáning sem við höfum örugg- lega ekki verið nógu dugleg að hlusta eftir. Margt kristið fólk hefur yfirgefið þessi lönd vegna trúar sinnar. Reyndar er lika fólk annarrar trúar sem hefur líka flust á brott vegna erfiðleika í samskiptum við yfirvöld. Hér sláum viö þotninn í samtaliö enda dr. Michael á leið upp I Háskóla íslands aö halda opinn fyrirlestur á vegum guöfræöideildar. Viðmælandi Michaels er ritstjóri Bjarma ragnar@sik.is 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.