Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Sr. Óiafur Jóhannsson 8. boðorðið: Við eigum að segja satt! Þú skalt ekki Ijúga! Þetla boðorð er sett til að vernda mannorð náungans. Það varar okkur við því að taka undir orðróm sem er á sveimi og hvetur til gætni í umtali um annað fólk. í þrengstu merkingu á það við um vitnisburð í réttarhöldum en þýðir almennt að við eigum ekki að haga orðum okkar þannig að þau skaði annað fólk. Kjarni boðorðsins er siðferði- legur. Það stendur vörð um sann- leikann. Þú skalt ekki Ijúga - við eigum alltaf að segja satt, óháð tíma, stað og áheyrendum. Eina undantekningin er þegar um mannslíf er að tefla, t. d. í styrjöldum eða upplausnarástandi; þá getur verið réttlætanlegt að hag- ræða sannleikanum til að bjarga lífi náungans. Eins megum við aldrei réttlæta ónærgætni og grimmd í orðum með því að kalla það heiðarleika. Stund- um þarf að segja óþægilegan sann- leika en oftar felst meiri kærleikur i því að láta ósagt það sem einungis veldur sárindum að óþórfu. Þá ættum við óll að hafa í huga að það skiptir miklu máli HVERNIG við segjum satt. í lögmáli Móse er boðorðið útfært i þá veru að við eigum ekki að Ijúga og svíkja heldur halda okkur frá ósannindum og forðast að dreifa upplognum söguhurði. Mikið væri gott ef við héldum það alltaf! Guð vill nefnilega ekki að mann- orð, heiður og réttlæti náungans sé haft af honum, ekki frekar en fé hans og eigur (Marteínn Lúther í Fræðunum meiri). Lygin og lygarinn Jesús talar um Djöfulinn sem lygara og föður lyginnar. í honum finnist enginn sannleikur heldur sé lygin eðli hans. „Þegar hann lýgur, fer hann að eðli sínu" (Jóh. 8:44). Öll ósannindi, svik, lygi, prettir, tál og fals á upphaf sitt i honum. Samt er það mannkynið sem fæðir og fóstrar lygina. Syndin kom í heiminn fyrir atbeina lyginnar (sjá syndafallssög- una í I.Móseb. 3:1-5). Fyrst var sáð efasemdum: „Er það satt að Guð hafi sagt...?" Á eftirfylgdi bein lygi: „Þið munuð vissulega ekki deyja.... Þið munuð verða eins og Guð." Framhald sögunnar sýnir að Adam og Eva urðu ekki eins og Guð heldur liktust föður lyginnar. Þau notuðu lygina í því skyni að breiða yfir það sem þau höfðu gert. Lygin er oft viðleitni til að breiða yfir vandamál en veldur mun meiri vanda því lygi og fals brýtur niður traust og trúverðugleika og vinnur þannig gegn góðu og heilbrigðu samfélagi fólks. Engin synd skemmir persónu- leikann eins alvarlega og lygin, þ. e. a. s., þegar hún verður að vana, sem gerist oft. Sumt fólk segir aldrei ósatt af því að það borgar sig ekki heldur hefnir sin siðar. Öðrum er lygin töm, oftast þó í smáum stíl - en samt þannig að með tímanum reynist jafnvel þeim sjálfum erfitt að greina á milli þess hvenær sagt er satt og hvenær er um skreytni að ræða. Ósanníndin verða hluti af lífsmynstrinu þannig að persónuleikinn týnist. Óljóst verður hver viðkomandi er í raun og veru þvi ekkert sést nema grima lyginnar. Baktal og slúöur Baktal fellur undir 8. boðorðið. Það er alvarlegur en alltof algengur veikleiki sem því miður lifir góðu lífí innan kristinna samfélaga. í Jakobsbr. 4:11 erum við vöruð við að tala illa hvert um annað. Af þvi versi og óðrum sést að í NT eru illt umtal, rógur og metingur litin alvarlegum augum enda nefna rit þess þau vandamál mun oftar en flest önnur sem tengjast siðferði og framkomu. Baktal er hættulegt þeim sem fyrir því verða, dregur niður nafn viðkomandi og rýrir heiður þeirra. Samt er baktalið enn hættulegra fyrir þau sem iðka það; andrúms- loftið kringum þau mengast af því að þau verða álitin óáreiðanleg og eru rúin trausti. Baktal veldur líka óöryggi innan hópa og samfélaga þvi hver verður næst fyrir barðinu á því? Miskunnarlaust er ráðist að nafni og heiðri sem ekki er hægt að lifa án. Mörg heimili eru í rúst vegna slúðurs og kjaftagangs. Oft magnast slikur söguburður stig af stigi. Litill neisti getur kveikt i miklum skógi (Jak. 3:5-6) og stundum segjum við að ein fjöður verði að fimm hænum. Þau, sem fyrir umtalinu verða, eru oftast varnarlaus og eftir á er mjög erfitt að leiðrétta það sem sagt var á meðan mest gekk á. Gerum skýran greinarmun á gagnrýni og baktali. Gagnrýni er beint að viðkomandi en baktal er umtal þar sem ekki er komið fram- an að þeim sem um ræðir. Svik og prettir Vissulega hvetur NT okkur til að haga lifi okkar þannig að við gefum ekkert tilefni til neikvæðs umtals annarra því hætturnar leynast viða. Þess vegna erum við hvött til að vera til fyrirmyndar í siðgæði, umgengni og framkomu. Einna sterkast er orðalagið í I.Pétursbr. 1:15 en þar segir: „Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur sem yður hefur kallað." Þetta er mikil krafa og háleitt markmið sem við eigum að miða við. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.