Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Síða 17

Bjarmi - 01.12.2004, Síða 17
Fátt er eins slæmur vitnisburður um framáfólk í kristilegu starfi og það þegar það fær á sig svika- stimpil. Vissulega segir Jesús að við eigum að vera kæn eins og höggormar en í sömu andrá að við eigum að vera falslaus eins og dúfur (Matt. 10:16). Það er ekkert afrek að pretta fólk í viðskiptum eða hagræða sannleikanum í samn- ingum og sannarlega fyrir neðan virðingu fólks sem vill bera vitni um Jesú Krist með lífi sinu. Að Ijúga með þögninni Ósannindi eru ekki eingöngu það sem við segjum heldur geta þau líka verið fólgin í því sem við látum ósagt. í 32. Davíðssálmi er lýst lausn- inni sem felst í því að játa synd sína og hætta að geyma svik í anda. Þar segir: „Meðan ég þagði, tærðust bein mín...“ (v. 3). Vissulega er þar átt við þögn frammi fyrir Guði en reynslan sýnir að það er almennt mjög óheilbrigt fyrir anda og sál að byrgja inni i sér það sem ætti að koma orðum að. Að bera Ijúgvitni fyrir rétti felst ekki í þvi einu að segja ósatt heldur einnig í hinu að þegja yfir mikil- vægum upplýsingum, t. d. þeim sem gætu komið í veg fyrir dóm yfir saklausum. Hið sama gildir í daglega lífinu. Við eigum ekki að sniðganga sann- leikann með þögninni og alls ekki að samþykkja með henni róg og slúður sem er i gangi. Það er ekki síður óheiðarlegt en að segja ósatt. Gott umtal Boðorðin fela ekki eingöngu í sér bann og aðvörun heldur einnig hvatningu og leiðbeiningu. „Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér eigi Ijúgum rang- lega á náunga vorn, svíkjum hann, baktölum eða ófrægjum, heldur afsökum hann, tölum vel um hann og færum allt til betri vegar." Þannig útskýrir Marteinn Lúther 8. boðorðið í Fræðunum minni. í samræmi við gullnu regluna (Matt. 7:12) er ekki nóg að láta hið illa ógert heldur eigum við enn- fremur að ástunda það sem er gott og rétt. Við eigum því ekki að láta okkur nægja að forðast illt umtal heldur þvert á móti, eins og Lúther bendir á, að taka svari náungans. Við eigum að tala vel um hann. Við eigum að túlka allt á besta veg. Öll mál hafa a.m.k. tvær hliðar! Þess vegna eigum við að afsaka aðra og leyfa þeim að njóta sann- mælis. Jesús hefur sagt okkur að dæma ekki (Matt. 7:1) því þá séum við um leið að dæma okkur sjálf! Uppörvandi orð eru alltaf viðeig- andi og við eigum einnig að tala vel um aðra út á við. Raunar er merki- legt hve erfitt virðist að veita öðrum viðurkenningu og játa kosti þeirra og afrek - sérstaklega þegar þau standa okkur framar. Andrúmsloftið verður heilbrigðara og umgengnin auðveldari ef við kappkostum að meta aðra meira en okkur sjálf (Fil. 2:3b). Við eigum að túlka allt á besta veg. Ef við höfum eitthvað á móti manneskjunni, hættir okkur til að túlka allt á versta veg - ef ekki orðin sjálf þá framsetninguna, tón- hæðina, svipbrigðin. Við drögum hiklaust rangar ályktanir og fárán- legar grunsemdir okkar eru stað- festar. í raun og veru var það alls ekki illa meint sem sagt var en okkur fannst vissara að taka því þannig! Við þurfum öll að minna okkur á að túlka allt á besta veg. Það er betra að dreifa kringum sig vingjarnlegum orðum og upp- örvun en að skemmta öðrum með nýjustu kjaftasögunum. Afstaða hjartna okkar til Guðs er lykillinn að því að losna við allt fals og sýna öðrum skilning og kærleika. Að tala sannleika en forðast lygi Tengsl eru milli þessa boðorðs og boðorðsins um að leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Bæði minna þau okkur á að vanda það hvernig við tölum. Það er líka vanvirða við Guð að misnota málið öðru fólki í óhag. „Af sama munni gengur fram bölvun og blessun“ (Jakobsbr. 3:10). Okkar er að stjórna því hvort verður ríkjandi. Samkvæmt orðum Jesú sjálfs kemur allt hið illa frá hjartanu (Matt. 15:18-19). Munnurinn segir það eitt sem í hjartanu býr. Búi þar sann- leikur, verður hann einnig talaður. Búi þar svik, verður töluð lygi. Fals á ekki upphaf sitt hjá Guði heldur er það andstætt vilja hans. 17

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.