Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 18
Áhyggjur kristinna Áhrif Vesturlanda á mörgum sviðum lífsins í Mið-Austurlöndum eru augljós- lega ekki til góðs ef marka má orð forsvarsfólks kristilegu sjónvarpsstöð- varinnar SAT-7. Hún sendir út fjölbreytta dagskrá á arabísku, bæði kristilega og eins fræðandi dagskrá um daglegt líf, heilsufar og annað sem bætir hag fólks frá degi til dags. Mestallt efnið er framleitt í Mið-Austurlöndum. Kristniboðssam- bandið styrkir stöðina með fjárframlagi upp á 200 þúsund krónur í ár. „Við erum mjög áhyggjufull vegna þess sem margir kalla „nýja krossferð“, bæði hernaðarlega, hugmyndafræðilega, efnahagslega, félagslega og tal- og mynd- ræna krossferð - sem stunduð er á svæðinu." Þetta voru orð formanns SAT-7 sjónvarpsstöðvarinnar, dr. Hbib Badr, prests í Þjóðlegu evangelísku kirkjunni í Beirút, þegar hann ávarpaði viðstadda á árlegum fundi samstarfsaðila i Limassol, Kýpur. Eitt hundrað og þrjátíu samstarfs- aðilar, starfsmenn og stuðningsmenn komu saman til að fá nánari fréttir af starfi SAT-7. Stjórnmálaástandið er upp- spretta margvíslegra vandamála fyrir hin kristnu í arabaheiminum. „Síðast þegar slík krossferð hernaðar, efnahags og valdabaráttu var farin á mið- öldum leiddi hún af sér ómælda, tilgangs- lausa þjáningu kristins fólks í aldaraðir. Við höfum ekki efni á því að sömu mistök séu endurtekin og þurfa síðan að upp- skera sömu örlög og þá. Við munum af alefli reyna að fá vini okkar á Vesturlönd- um til að skilja aðstæður okkar hér svo að þeir nálgist fólkið af varfærni og vinni að jákvæðum breytingum, eins og þeir hafa þegar tekið að gera - og sem við styðjum fyllilega." Eitt meginvandamál kirknanna á svæð- inu er flótti kristins fólks til annarra land- svæða. Ef þessi sama þróun heldur áfram er viðbúið að eftir tvær til þrjár kynslóðir verði engir innfæddir kristnir arabar eftir í Mið-Austurlöndum. „Þessi hræðilega staðreynd angrar araba okkur sem erum kristin og lifum, störfum og berum trú okkar vitni í Mið-Austuriönd- um i dag. Verkefnið mikla sem bíður okkar... köllun okkar, eins og hún blasir við okkur, er að hjálpa þessum minnihluta kristins fólks i Mið-Austurlöndum til að vera áfram á svæðinu, sem staðfastur lýður Guðs í lífvænlegri kirkju,“ sagði dr. Badr. „Hver er betur fallinn til að tala til ibúa Mið-Austurlanda en einmitt kristið fólk sem búið hefur á meðal þeirra undanfarin 1400 ár? Hver þekkir betur tungumálið, á hlutdeild í menningu þeirra og siðum og veit best hvaða leið er hentugust að hjarta þeirra og huga en hin kristnu í arabalönd- unum? Satt að segja þá hefur þetta kristna fólk verið slíkur vitnisburður í aldaraðir. Þróunin undanfarið hefur hins vegar hægt á þeim og dregið úr gleði þeirra og djörfung," sagði formaður SAT-7. Þess vegna er það hlutverk SAT-7 enn brýnna en nokkurn tímann áður. Um er að ræða starf og þjónustu innlendra einstak- linga og kirkna, sem á sér djúpar rætur í lífi þeirra á svæðinu. Sjóvarpsstöðin hefur verið vel staðsett til að sinna þessu hlut- verki sem hún hefur gegnt í tæp 9 ár. Framkvæmdastjóri SAT-7, Terry Ascott orðar þetta svo: „Ég er sannfærðari en nokkru sinni fyrr um þörf okkar fyrir að halda þessu starfi gervihnattarsjónvarps áfram, og einnig að við þurfum að færa út kviarnar; að fara frá hinu góða til hins frábæra; að bæta enn betur samband og samskipti okkar við áhorfendur og fjölga þeim - bæði hvað varðar almenna og sérstaka dagskrá. Vera má að við teflum á tæpasta vað fjárhagslega og að samkeppnin um áhorfendur sé mikil, en við erum í ein- stakri stöðu, í samstarfi við kirkjurnar á svæðinu, til að hafa varanleg áhrif til góðs í hrjáðum Mið-Austurlöndum næsta áratuginn." (fréttabréf Sat7) Falsið kemur frá hjarta mannsins. í NT er varað við falsspámönnum, falskrist- um, fölskum vitnum, fölskum postul- um, falsbræðrum, falskennurum. 8. boðorðið er aðvörun gegn allri lygi og falsi, án tillits til stundar og staðar. Postulinn hvetur okkur til þess að afleggja lygina og tala sannleika hvert við annað (Efes. 4:25). Fals leiðir af sér sundrungu og óöryggi. Þess vegna eigum við ekki að Ijúga hvert að öðru (Kól. 3:9). Óheilindi eyðileggja samstarf og samskipti meira en flest annað. í hjónabandi er lygin eitur! Öll ósannindi skaða trúna. Stundum er freistandi að fara á svig við sannleikann þegar trúarlegri reynslu er lýst. Þá er gert meira úr henni en efni standa til. Hvatningin um að vera algáð í öllu (II.Tím. 4:5) minnir á að við heiðrum Guð ekki með yfirdrifnum lýsingum og ýkjum. Kristið fólk á ekki að reyna að sýnast meira en það er og ekki nota sterkari orð en þörf krefur. Við eigum ekki að gefa falskan vitnis- burð og það gildir einnig um trúarlegan vitnisburð. í þjónustu sannleikans Efes. 6:12 talar um andaverur vonskunnar í himingeimnum sem vilja móta okkur og ráða. í baráttunni gegn þeim er mikilvægt að standa gyrt sannleika um lendarnar (Efes. 6:14). í Lúk. 11:21 -22 talar Jesús um það þegar enn sterkari aðili afvopnar sterkan aðila og nær yfirhöndinni. Jesús er sterkari en óvinurinn. Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og hrósaði sigri yfir þeim (Kól. 2:15). Hann getur orðið enn sterkari I okkur þegar við felum okkur honum á vald, þegar við fylgjum fordæmi Jóhannesar skírara sem sagði: „Hann á að vaxa en ég að minnka" (Jóh. 3:30). Sálmur 32 minnir okkur á mikilvægi þess að við iðrumst. Öll þurfum við að iðrast á þessu sviði, játa synd okkar, biðja um fyrirgefningu og um kærleika og kraft frá Guði til að velja sannleika I stað lygi. Biðjum Drottin um að vernda og helga tungu okkar svo að orðin okkar lofi og vegsami hann en uppbyggi og blessi náunga okkar. Höfundur er sóknarprestur í Grensáskirkju í Reykjavík sroljoh@bakkar.is 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.