Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 19
Þegar Guð læknar ekki Allir kannast við þörfina til að ákalla Guð I vanmætti sínum. Þörfin getur gert vart við sig á sjúkrahús- inu, á skrifstofu læknisins eða þegar við fáum sláandi niðurstöður úr rannsókninni. Þörfin kemur oft fyrirvaralaust og verður svo sterk að við getum vart um annað hugsað. En hvers vegna læknast ekki allir sem biðja Guð um lækningu? Með spurningunni er annars vegar gengið út frá þvi að Guð geri krafta- verk og lækni fólk. Ekki þarf að rannsaka Ritninguna itarlega til að sjá að með kraftaverkum sýnir Guð mátt sinn og megin,1 vekur undrun2 og staðfestir boðskap sinn.3 Hins vegar er gengið út frá þvi að kristnu fólki beri að biðja án afláts4 vegna þess að reglulegar bænir sýna traust viðkomandi á Guði. Og sem börn Guðs væntum við góðra gjafa frá okkar himneska föður.5 Þó er nauðsynlegt að hafa þrennt i huga hvað þetta varðar. í fyrsta lagi: Guð bregst ekki alltaf við óskum okkar og hann leyf- ir itrekað aðstæður sem við vildum svo gjarnan vera laus við. Guðfræð- in kallar þetta alvald Guðs. Trú okkar kennir okkur að það er Guð sem ræður. Þar af leiðandi getur hann komið ýmsu til leiðar eða haldið að sér höndum við hinar ýmsu aðstæður. Það er á hans valdi og hans ábyrgð að nota mátt sinn á sköpunina, allt eftir hans eigin vilja.6 Guð hefur kosið að hylja fyrir okkur mönnunum hvernig og hvers vegna hann beitir mætti sinum. Af þeim sökum eru svör Guðs ekki alltaf í samræmi við okkar bænir. Pétur gerði sér grein fyrir því hvernig þjáningin getur samræmst vilja Guðs: Þess vegna skulu þeir, sem líöa eftir vilja Guös, fela sálir sínar á hendur hinum trúa skapara og halda áfram að gjöra hið góöa.7 í öðru lagi: Vegna erfiðleika okkar efumst við stundum um alvald Guðs. Þegar við efumst þá litum við svo á að við getum höndl- að meiri og stærri hluti en hann framkvæmir. Við höldum að ef Guð gerir stórkostleg kraftaverk þá muni lýður hans beygja sig í duftið vegna máttar hans. En í dæmisögu Jesú um rika og snauða manninn segir: Ef þeir hlýöa ekki Móse og spá- mönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.8 Trú okkar á frekar að vera sann- færing um þá hluti, sem eigi er auöið aö s/á.9 Heimurinn vill fá sannanir með táknum og undrum en við skyldum ekki gleyma því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir veröum, erþaö kraftur Guös.'0 Það er í þessum krafti sem hann biður okkur um að treysta sér. í þriðja lagi: Við verðum að meðtaka náð Guðs eins og hún birtist við aðstæður okkar hverju sinni. Með öðrum orðum, Guð er okkar Guð sama hvort okkur geng- ur allt í haginn eða allt í mót. Páll postuli bað Guð þrisvar sinnum um lækningu. Og svar Guðs? Náð mín nægir þér, því að mátturinn full- komnastí veikleika." Náð Guðs veitir okkur styrk til að liða þjáningu likt og Jesús þurfti að gera á kross- inum! Jesús ieið þjáninguna þolin- móður vegna gleöi þeirrar er beiö hans,12 og náð Guðs gerir okkur einnig kleift að liða þjáningu. Erfið- ieikar okkar hafa tilgang og munu taka enda og þó við skiljum ekki til- gang þjáningarinnar þurfum við að halda fast í gæsku Guðs og feta í fótspor sonar hans. Mergur málsins er því þessi: Við skiljum ekki hvers vegna Guð lækn- ar suma en ekki aðra. Öll höfum við heyrt frásagnir af fólki Guðs sem ekki læknast þrátt fyrir að biðja án afláts. Orð Alister McGrath í bókinni Mysteryofthe Cross (Zonderwan, 1990) eiga vel við í þessu samhengi: „Reynslan má aldrei eiga síðasta orðið af þeirri ástæðu að hún er ekki óskeikul. Guðfræði krossins dregur athygli okkar að fallvaltleika reynslunnar þegar hún reynir að benda okkur á Guð. Guð ertil staðar og starfar í þessum heimi, alveg óháð þvi hvort við verðum hans vör eða ekki. Reynslan felidi þann dóm að Guð hefði yfirgefið Golgata, en þremur dögum síðar var sá dómur ógiltur." Eins og i tilfelli krossins, getur verið að erfiðustu augnablik okkar séu dýrmæt i augum Guðs. Kannski notar Guð einmitt þessi augnablik til að gera stóra hluti í lífi okkar - þó svo að við tökum ekki eftir því. í stað þess að láta kringumstæðurnar taka af okkur völdin, ættum við að vera gagntekin af Guði. Þess vegna biðjum við án afláts, treystum á mátt Guðs og finnum huggun í voninni. Grein þessi er þýdd af Ragnari Schram og birt með leyfi höfundar, Mark M. Yarbrough. Hún birtist upphaflega í tímaritinu Christianity Today (september 2004) sem gefið er út af Christianity Today International Carol Stream, lllinois. 1 Jer.10:12 7 I.Pét. 4:19 2 2.MÓS. 4.21 8 Lúk. 16:31 3 Matt. 12:39-40 9 Heb. 11:1 4 I.Þess. 5:17 10 1,Kor. 1:18 5 Matt. 7:11 11 2.Kor. 12:9 6 Sálm. 50:1, 115:3 12 Heb. 12:2 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.