Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Hrönn Svansdóttir Joyful - Gospelkór Reykjavíkur Gospelkór Reykjavíkur var stofnaður í tilefni Kristnihátíðar á Þingvöllum árið 2000. Það hafði lengi verið draumur Óskars Einarssonar, stofnanda og stjórnanda kórsins, að vera með vandaðan gospelkór sem hefði félaga úr öllum kirkjudeildum. I kórnum er sameinast um það markmið að syngja Guði til dýrðar og þó komið sé úr ólíkum kirkjum þá er sérstaklega gott samfélag innan kórsins. Kórinn hefur haldið fjölmarga tónleika bæði í Reykjavík og úti á landi, komið fram í sjónvarpi og útvarpi og sungið inn á geisladiska. Á meðal tónleika má nefna afmælistónleika Lindarinnar 2003 og styrktartónleika bæði fyrir Samhjálp og ABC hjálparstarf og sl. tvö ár hefur kórinn komið fram á styrktartónleikum í Grafarvogskirkju. Allur ágóði sem kórinn vinnur sér inn, hvort sem er með tónleikahaldi eða öðrum uppákomum eins og brúðkaupum og veislum, rennur til góðgerðamála og hefur það verið markmið kórsins frá upphafi. Meðlimir kórsins voru í upphafi 18 en eru nú um 30 og eru á ýmsum aldri. Hljómar gefa út nýjasta verkefni kórsins sem er geisladiskur og DVD diskur tekinn upp á tónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói. Þetta er fyrsti gospel DVD diskurinn sem gefinn er út á íslandi og er þetta gríðarstórt verkefni sem tugir manna koma að. Á tónleikunum léku margir af færustu hljóðfæraleikurum íslands, það voru þeir Eyþór Gunnars- son, Jóhann Ásmundsson, Halldór Gunnlaugur Hauks- son, Agnar Már Magnússon, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Sigurður Flosason og Kjartan Hákonarson. Margir einsöngvarar eru í kórnum og njóta þeir sín vel í þessum lögum. Hins vegar voru fjórir gestasöngvarar sem skiluðu sínu mjög vel, það voru þau Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Rósinkranz, Fanny Kristín Tryggvadóttir og Maríanna Másdóttir. Stjórn hljóðupptöku var í höndum Óskars Einarssonar og hljóðvinnsla í höndum Gunnars Smára Helgasonar. Dagskrárgerð önnuðust Eiríkur Böðvarsson og Sindri Reyr Einarsson. Diskurinn innheldur gospeltónlist eins og hún gerist best og m.a. lögin Lean on Me, Oh Happy Day, Pie Jesu og My Tribute. Við yfirheyrðum nokkra kórfélaga og birtum hér svör þeirra. Erla Björg Káradóttir Hjúskaparstaöa og fjölskylda? Ég er gift Kjartani Ólafssyni. Við eigum eina dóttur.Önnu Birnu, sem er 1 árs. íhvaöa klrkju ertþú? Ég tilheyri Þjóðkirkjunni og er í KFUM og K. Hvernig komst þú til trúar? Ég er alin upp i kristinni trú og hef því trúað á Jesú Krist frá því ég man eftir mér. Á unglingsár- unum sótti ég Kristileg skólasam- tök (KSS) og þartók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að fylgja Jesú allt mitt líf. Hvernig hefur trúin á Guö áhrif á þitt daglega llf? Ég legg hvern dag í Guðs hendur og treysti því að hann sé með mér. Ég reyni eftir fremsta megni að lifa lífi mínu sem góður vitnisburður fyrir hann. Áttu þér uppáhaldsritningarvers? Þau eru svo mörg en ef ég á að nefna eitt er það Jóh. 10.27-28: „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi rninni." Hve iengi hefur þú verið i Gospelkór Reykjavikur? Ég byrjaði i kórnum í byrjun árs 2002. Hvaöa máli skiptir tóniist í þinu lífi? Öllu máli. Ég hef lifað og hrærst í tónlist síðan ég var lítil stelpa. Söngurinn skipar stóran sess i lífi mínu og þakka ég Guði á 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.