Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2004, Qupperneq 21

Bjarmi - 01.12.2004, Qupperneq 21
hverjum degi fyrir að hafa gefið mér hann. Uppáhalds tónlistarmaöur: WA Mozart. Hann var einfaldlega snillingur og verkin hans hafa haft mikil áhrif á mig. Óskar Einarsson Hjúskaparstaða og fjölskylda: Ég er kvæntur Bente og á tvo stráka og eina stelpu, Björn Inga 12 ára, Óskar Andreas 3 ára og Bryndísi 9 ára. / hvaða kirkju ert þú? Ég er alinn upp i Hjálpræðis- hernum en hef starfað i Hvíta- sunnukirkjunni frá 1992 og sæki þar samkomur ásamt fjölskyldu Hvernig komst þú til trúar? Ég fékk þetta allt með móður- mjólkinni, það sem menn kalla oft „barnatrú“, en þegar ég þurfti að taka ákvörðun hvað trúarlíf mitt varðar, þá 16 ára gamall, þá valdi ég að hlýða frelsaranum Jesú Kristi og sé að sjálfsögðu ekki eftir því. Hvernig hefur trúin á Guð áhrif á daglegt Iff þitt? Hún leiðbeinir mér og styrkir við mismunandi kringumstæður og hjálpar mér að umgangast fólk. Ég lít oft á trú, von og kærleika sem eina heild og það veitir kraft í dag- legu amstri. Áttu þér uppáhaldsritningarvers? Úff, þetta er eins og að spyrja hvað sé uppáhaldslagið mitt! Þau eru ótalmörg en, þar sem ég vitjaði áðan í kærleikann þá hef ég alltaf haldið mikið upp á kærleikskaflann í 1. Kor. 13. Einnig eru mér kær vers sem foreldrar mínir kenndu mér, Sálmur 119.9; Sálm. 121 og Jes. 53.5. Hve lengi hefurþú verið i Gospelkór Reykjavikur? Frá upphafi en ég kom honum af stað ásamt öðrum. Hvaða máli skiptir tónlist i þínu lífi? Engu....reyndar er það ekki alveg satt. Líf mitt snýst næstum bara um tónlist, eftir fjölskylduna kemur tónlistin númer 2, 3 og 4 jafnvel 5 líka. Ég á erfitt með að sjá lífið án tónlistar. Uppáhaldstónlistarmaður: Ég set nú Andraé Crouch hérna, þó svo að ég haldi upp á fjölmarga, en þar sem við erum að tala um trú og gospel þá er hann aðalkarlinn. Líka vegna þess að hann og tónlist hans hafði svo sterk áhrif á mig sem ungling og hvatti mig áfram. Johann Sebastian Bach hefur líka alltaf verið i miklu uppáhaldi hjá mér. Hann samdi slna tónlist Guði til dýrðar eins og Crouch gerir og eins og ég vil gera líka. íris Lind Verudóttir Hjúskaparstaða og fjölskylda Er gift yndislegum manni, við eigum saman 4 ára son. / hvaða kirkju ert þú? Krossinum i Kópavogi. Hvernig komst þú til trúar? Fyrir náð og miskunn Guðs þegar ég fór i fyrsta skiptið á ævinni á samkomu (í Krossinum) fyrir um 12 árum og sannfærðist fyrir heilagan anda. Hvernig hefur trúin á Guð áhrif á daglegt líf þitt? Ég geng örugg út í hvern dag, tilbúin að takast á við hvers kyns kringumstæður, vitandi að Guð er með mér, tilbúinn til að aðstoða mig i hverjum þeim raunum sem ég kann að rata i. Áttu þér uppáhaldsritningarvers? Það er 2. Korintubréf 9:8: Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks. Hve lengi hefur þú verið í Gospelkór Reykjavikur? Frá upphafi þ.e.a.s. í rúm fjögur ár Hvaða máli skiptir tónlist íþínu lífi? Gríðarlega miklu máli. Án hennar væri lífið þurrt og.... Uppáhaldstónlistarmaður? Maðurinn minn hann Emmi Mazzi. 21

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.