Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 22
Betlehemsstjarnan Matt.2:1-9 Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austur- löndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu." Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?" Þeir svöruðu honum: „í Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum: Þú Betlehem, í landi Júda, ekki ertu rv\j síst meðal hefðarborga Júda. Því að höfðingi mun frá þér koma, sem verður hirðir lýðs mins, ísraels." Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og grófst eftir því hjá þeim, nær stjarnan hefði birst. Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið, og er þérfinnið það látið mig vita, til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu." Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns hana bar þar yfir, sem barnið var. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að útskýra Betlehemsstjörnuna með vísindalegum hætti og verður þriggja þeirra getið hér. LSumirfræðimenn halda því fram að „stjarnan" hafi verið halastjama en þeirra hefur oft verið getið í tengslum við sögulega viðburði svo sem frá- sagnir af fæðingum konunga. Þegar ferðir halastjarna eru skoðaðar aftur í tímann er ekki að sjá að halastjarna hafi verið sýnileg við fæðingu Krists. T.a.m. var Halleyhalastjarnan sýnileg árið 11 f.Kr. en fæðing Krists mun hafa átt sér stað á bilinu 5-7 f.Kr. 2.Aðrirtelja að Betlehemsstjam- an hafi verið samstaða1 eða samansafn reikistjama á næt- urhimninum. Þar sem reiki- stjömur eru á braut umhverfis sólina með mismiklum hraða og fjarlægð frá henni virðast þær stundum fara býsna nálægt hver annarri. En þegar það gerist lítur það hins vegar ekki út eins og um eina staka stjörnu sé að ræða eins og því er lýst í Biblíunni. Slíkartil- færslur í stjömukerfinu eru frekar algengar. Samstaða Júpíters og Satúmusar átti sér stað árið 6 f.Kr. og annað stjörnusafn átti sér stað árið 66 f.Kr, eða löngu áður en Jesús fæddist. 3.Þá hafa sumir leitt getum að því að Betlehemsstjaman hafi verið sprengistjarna. En sumar stjörnur eru óstöðugar og springa með miklum bjarma. Engar sögulegar vísbendingar eru þó til um að slík sprenging hafi átt sér stað í kringum fæðingu Krists. Þessar kenningar um Betle- hemsstjömuna eru f ósamræmi við spádóminn um fæðingu Krists eins og hann kemur fram í 4.Mós.24:17 og frásögninni af fæðingunni í Matt.2:1-12. 1 Þegar tveir hnettir hafa sömu miöbaugslengd og virðast því falla saman. Tvennt í frásögn Matteusar vekur sérstaka athygli: í fyrsta lagi gefur textinn í skyn að vitringamir einir hafi séð stjömuna. Halastjömur, samstöður og sprengistjörnur eru hins vegar öllum sýnilegar. í öðru lagi fór stjarnan á undan vitringunum og vísaði þeim veginn frá Jerúsalem til Betlehem eða um 10 kílómetra frá norðri til suðurs. Hins vegar veldur snúningur jarðar því að stjörnur færast frá austri til vesturs. Einnig er erfitt að ímynda sér hvernig Ijós á himni geti vísað mönnum á eitt lítið fjárhús á jörðu niðri. Niðurstaðan er þvi sú að ekki er hægt að útskýra Betlehems- stjörnuna með visindalegum hætti. Um var að ræða tímabundið og yfirnáttúrulegt Ijós. Nótt sú sem um ræðir var jú sannkólluð kraftaverka- nótt. Guð hefur oft notað sérstök, himnesk Ijós til að leiðbeina fólki sínu, eins og dýrð Drottins sem fyllti tjaldbúðina (2.Mós.40:34-37), skýið sem fyllti musterið (1,Kon.8:10) og Ijósiðfrá himni sem blindaði Pál postula (Post.9:3). Slík tákn af himnum ofan má kalla opinberun guðlegrar hátignar. Leyndardómurinn um hin fyrstu jól snýst ekki um Betlehems- stjömuna heldur hitt hvers vegna Guð skyldi velja vitringana og leiðbeina þeim til Frelsarans. Og ennfremur, hvers vegna Guð velur okkurog leiöbeinir okkur til Frelsarans enn í dag. Þýtt af Ragnari Schram www.christiananswers.net 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.